Grunaðir um kókaíninnflutning í gegnum kaffikönnu og útvarp Jón Þór Stefánsson skrifar 18. júlí 2024 10:42 Efnin fundust í kaffikönnu og útvarpi. Vísir/Getty Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot vegna innflutnings á kókaíni sem var falið annars vegar í kaffikönnu og hins vegar í útvarpstæki. Ákæruliðirnir í málinu eru tveir talsins. Sá fyrri varðar kaffikönnuna sem innihélt 887 grömm af kókaíni, en styrkleiki efnanna var um sjötíu prósent. Kannan var flutt frá Frakklandi en fannst við eftirlit tollvarða þann 20. mars 2024 og í kjölfarið lagði lögreglan hald á efnin og rannsakaði þau. Pakkanum var síðan komið fyrir í pósthúsinu á Dalvegi í Kópavogi. Tveir mannanna sem voru ákærðir í málinu eru sagðir hafa tekið á móti sendingunni og farið með hana ótilgreindan stað þar sem þriðji maðurinn, sem kom á bíl, tók við henni. Þriðji maðurinn fór með sendinguna að húsi í Furugrund þar sem lögreglan handtók hann. Fram kemur að skráður móttakandi sendingarinnar sé fjórði einstaklingurinn sem er ekki ákærður í málinu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Seinna málið varðaði innflutning á 815 grömmum af kókaíni, með 72 til 75 prósenta styrkleika, sem var falið í útvarpstæki sem var flutt til landsins frá Sviss. Tollgæslan fann efnin sama dag og hin efnin fundust. Líkt og í hinu málinu lagði lögreglan hald á efnin og kom síðan pakkanum fyrir í pósthúsi. Einn mannanna þriggja var handtekinn á Háaleitisbraut í Reykjavík, en hann er sagður hafa verið á leið að sækja pakkann. Sendingin var skráð á nafn fimmta einstaklingsins sem er ekki ákærður í málinu. Ákæruvaldið áætlar að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar, og þá er upptöku á rúmum 1,7 kílóum af kókaíni krafist. Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Smygl Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Ákæruliðirnir í málinu eru tveir talsins. Sá fyrri varðar kaffikönnuna sem innihélt 887 grömm af kókaíni, en styrkleiki efnanna var um sjötíu prósent. Kannan var flutt frá Frakklandi en fannst við eftirlit tollvarða þann 20. mars 2024 og í kjölfarið lagði lögreglan hald á efnin og rannsakaði þau. Pakkanum var síðan komið fyrir í pósthúsinu á Dalvegi í Kópavogi. Tveir mannanna sem voru ákærðir í málinu eru sagðir hafa tekið á móti sendingunni og farið með hana ótilgreindan stað þar sem þriðji maðurinn, sem kom á bíl, tók við henni. Þriðji maðurinn fór með sendinguna að húsi í Furugrund þar sem lögreglan handtók hann. Fram kemur að skráður móttakandi sendingarinnar sé fjórði einstaklingurinn sem er ekki ákærður í málinu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Seinna málið varðaði innflutning á 815 grömmum af kókaíni, með 72 til 75 prósenta styrkleika, sem var falið í útvarpstæki sem var flutt til landsins frá Sviss. Tollgæslan fann efnin sama dag og hin efnin fundust. Líkt og í hinu málinu lagði lögreglan hald á efnin og kom síðan pakkanum fyrir í pósthúsi. Einn mannanna þriggja var handtekinn á Háaleitisbraut í Reykjavík, en hann er sagður hafa verið á leið að sækja pakkann. Sendingin var skráð á nafn fimmta einstaklingsins sem er ekki ákærður í málinu. Ákæruvaldið áætlar að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar, og þá er upptöku á rúmum 1,7 kílóum af kókaíni krafist.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Smygl Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira