Skotvopn, skothelt vesti og kylfa fundust eftir fíkniefnaakstur Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi ökumann sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna. Bíllinn var stöðvaður í hverfi 105 í Reykjavík og við leit í bílnum fann lögregla skotvopn, skothelt vesti og kylfu. Innlent 25. mars 2022 07:30
Ók undir áhrifum fíkniefna með skotvopn og kylfu í bílnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í dag. Innlent 24. mars 2022 22:05
Níu andlát tengd lækninum nú á borði lögreglu Rannsókn Lögreglunnar á Suðurnesjum á mistökum í starfi læknis við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur undið upp á sig og lýtur nú að andláti níu sjúklinga á stofnuninni á árunum 2018 til 2020. Því til viðbótar eru mál fimm annarra sjúklinga til skoðunar en þeir höfðu verið látnir hefja lífslokameðferð áður en þeir voru fluttir á hjúkrunarheimili og slíkri meðferð hætt. Innlent 24. mars 2022 15:57
Landsréttur úrskurðar mann í gæsluvarðhald sem hótaði að sprengja Alþingi Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, sem féll 17. mars síðastliðinn, um að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til klukkan 16 miðvikudaginn 13. apríl næstkomandi. Maðurinn er grunaður um að hafa sent ýmsum stofnunum hótanir um að sprengja húsnæði þeirra í loft upp. Innlent 24. mars 2022 13:08
Tilkynnt um slagsmál á Laugavegi, líkamsárás og hávært píp Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og í morgun þar sem meðal annars var tilkynnt um líkamsárás, slagsmál og hávært píp sem hélt vöku fyrir íbúum í miðborg Reykjavíkur. Innlent 24. mars 2022 11:46
Húsleit gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar Húsleit var gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar, heimili fjölskyldumeðlima hans og hjá fleiri aðilum í gær. Þetta segir Karl í yfirlýsingu til fjölmiðla og kveðst hafa fengið nóg af langvarandi „ofsóknum yfirvalda.“ Innlent 24. mars 2022 09:20
Sóðalegir graffarar spreyjuðu „dick“ á brunabíl barnanna Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri á Drafnarsteini vestur í bæ segir aðkomuna í morgun, þegar starfsfólk og börn mættu í leikskólann sinn, hafa verið ömurlega. En þá höfðu einhverjir sóðalegir og óprúttnir aðilar tekið sig til og spreyjað á húsakynni og dót leiksskólabarnanna; hús og leikföng voru útötuð í fjólubláu spreyi. Innlent 22. mars 2022 16:03
Ekki kominn í leitirnar mánuði síðar Leitin að Sigurði Kort Hafsteinssyni, 65 ára gömlum karlmanni sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir þann 21. febrúar, hefur ekki enn borið árangur. Þetta staðfestir Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi í Kópavogi, í samtali við Vísi en hann vildi lítið tjáð sig um stöðu málsins. Innlent 22. mars 2022 14:24
Vítalía kærir Þórð, Ara og Hreggvið fyrir kynferðisbrot Vítalía Lazareva ætlar að kæra Þórð Má Jóhannesson, Ara Edwald og Hreggvið Jónsson til lögreglu fyrir kynferðisbrot. Hún hefur bókað tíma hjá kærumóttöku lögreglu til að leggja kæruna fram. Vítalía hefur sakað þá um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi í sumarbústaðarferð í desember 2020. Innlent 22. mars 2022 10:28
Samdi um bætur vegna handtöku í Gleðigöngunni Íslenska ríkið hefur komist að sátt við Elínborgu Hörpu Önundardóttur, sem var handtekin í Gleðigöngunni árið 2019. Ríkið greiðir henni tvö hundruð þúsund krónur í miskabætur, en hún ætlar að láta þær renna til góðra málefna. Innlent 21. mars 2022 21:51
Réðst inn í verslun í miðborg Reykjavíkur Ráðist var inn í verslun í miðborginni síðdegis í gær og veittist ræninginn að starfsmanni búðarinnar. Innlent 21. mars 2022 07:16
Ók yfir hraðahindrun og endaði í garði Ökumaður sem grunaður er um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna var handtekinn í Hafnarfirði í gærkvöldi. Ökuferð mannsinns endaði í húsagarði eftir eftirför lögreglu. Innlent 20. mars 2022 07:18
Tekinn tvisvar á 25 mínútum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti í tvígang á 25 mínútna kafla í nótt að hafa afskipti af ökumanni í Hafnarfirði. Innlent 19. mars 2022 07:33
Beit mann í kinnina á veitingastað Lögregla var kölluð til á veitingastað í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan tvö í nótt þar sem kona hafði ráðist á mann og bitið hann. Innlent 19. mars 2022 07:27
Segir sjaldgæft að rafræn skilríki séu misnotuð Framkvæmdastjóri Auðkennis, sem fer með þjónustu rafrænna skilríkja hér á landi, segir enga ástæðu til að óttast misnotkun á rafrænum skilríkjum í auðgunarskyni. Slík svik séu nokkuð erfið í framkvæmd og fátíðari en annars konar fjármálasvik. Innlent 18. mars 2022 18:15
Misnotuðu rafræn skilríki og tæmdu tugi milljóna af reikningum eldri borgara Dæmi eru um að rafræn skilríki eldri borgara hafi verið misnotuð til að tæma bankareikninga og taka lán í þeirra nafni. Skúli Sveinsson lögmaður hefur komið að tveimur slíkum málum á stuttum tíma og segir þau vekja upp spurningar um notkunargildi rafrænna skilríkja. Innlent 18. mars 2022 08:00
Nefbrotinn eftir líkamsárás í miðbænum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að maður óskaði eftir aðstoð eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur. Innlent 18. mars 2022 07:45
Líkti Zuism við Ásatrúarfélagið og sagði að gæta þurfi jafnræðis Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir, stofnendur trúfélagsins Zuism, þvertaka fyrir að hafa beitt stjórnvöld blekkingum og stundað stórfelld fjársvik. Þeir hafi allan tímann rekið trúfélagið í góðri trú og viljað láta gott af sér leiða með starfseminni. Innlent 18. mars 2022 07:00
Óttast hvað maðurinn gerir næst og gagnrýnir viðbrögð lögreglu: „Þetta snýst um öryggi kvenna“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið nokkrar tilkynningar vegna grunsamlegs sendibíls í miðbænum en mikil umræða hefur skapast undanfarið á samfélagsmiðlum þar sem ökumaðurinn er sagður hafa reynt að lokka konur upp í bílinn. Ein kona sem hefur tilkynnt manninn óttast hvað hann gerir næst og gagnrýnir harðlega viðbrögð lögreglunnar hingað til. Innlent 17. mars 2022 21:00
Tilkynnt um eina líkamsárás Nóttin var mjög róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglu. Innlent 17. mars 2022 07:20
Gera sér vonir um að sjá fyrir enda rannsóknarinnar Andlát sem varð á geðdeild Landspítalans í ágúst síðastliðnum, þar sem hjúkrunarfræðingur er grunaður um að hafa orðið sjúklingi að bana, er enn til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 16. mars 2022 08:12
Velti stolnum bíl Lögreglu barst tilkynning rétt fyrir miðnætti að bíl hefði verið stolið í Hafnarfirði eða Garðabæ. Sá sem tilkynnti um þjófnaðinn var sjálfur að veita þjófnum eftirför þegar hann hringdi á lögregluna. Innlent 16. mars 2022 07:19
Engin mál hjá lögreglu vegna grunsamlegs blás sendibíls Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur engin mál á borði sínu vegna karlmanns sem ekur um á bláum sendibíl í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan veit þó um hvern ræðir og segir hann einn af stórum hópi skutlara sem vaði uppi vegna ástandsins á leigubílamarkaðnum. Innlent 15. mars 2022 17:17
Slökkvilið ítrekað kallað út vegna vatnsleka Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast síðasta sólarhringinn þegar vatnsveður gekk yfir borgina. Mikið var um vatnsleka og samtals voru dælubílar slökkviliðsins kallaðir tólf sinnum út til að sinna slíkum verkefnum. Innlent 15. mars 2022 07:19
Vafi vegna nýrra kosningalaga ástæða þess að málin voru felld niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi telur að ný kosningalög sem tóku gildi um áramótin kveði ekki á með beinum hætti um skyldu til að innsigla kjörgögn að lokinni talningu í kosningum. Því sé vafi á því hvort að meint brot starfsmanna yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í síðustu Alþingiskosningum varði refsingu. Sá vafi var túlkaður starfsmönnunum í hag. Innlent 14. mars 2022 15:36
Mál yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis fellt niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur fellt niður mál á hendur starfsmönnum yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í kjölfar Alþingiskosninganna í september. Að minnsta kosti tveir starfsmenn yfirkjörstjórnar hafa fengið send bréf þess efnis. Þeirra á meðal Ingi Tryggvason, sem gegndi formannsstöðu, og Katrín Pálsdóttir sem sæti átti í yfirkjörstjórn. Innlent 14. mars 2022 12:34
Nokkuð um misheppnaðar innbrotstilraunir Nokkuð var um misheppnaðar innbrotstilraunir á höfuðborgarsvæðinu í gær ef marka má skeyti frá lögreglu. Innlent 14. mars 2022 07:21
Bílvelta á Krýsuvíkurvegi Bílvelta varð á Krýsuvíkurvegi laust eftir klukkan 15 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu slasaðist enginn. Innlent 13. mars 2022 19:02
Vissi að lögreglan fylgdist með honum vegna dularfulls leka Maður sem grunaður er um skipulagða glæpastarfsemi segir vinnubrögð lögreglu í máli sínu yfirdrifin og til skammar. Alvarlegur gagnaleki úr lögreglu síðasta sumar kom sér vel fyrir manninn, sem á langan brotaferil að baki. Innlent 13. mars 2022 10:00
Ók á röngum vegarhelmingi og lenti næstum á löggubíl Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en margir þeirra reyndust undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Einn var handtekinn. Innlent 13. mars 2022 07:43