Lyklamaðurinn handtekinn með fjölda bíla á samviskunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2023 11:17 Þessi bíll er með ljóta rispu eftir að hafa verið lyklaður á Akureyri um helgina. Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið handtekinn og kærður fyrir að hafa skemmt fjölda bíla um helgina. Fjölmargir gestir í höfuðstað Norðurlands um helgina sitja uppi með töluvert tjón. Fjölmennt var á Akureyri um helgina þar sem N1 mótið í knattspyrnu fór fram. Fjölskyldur ellefu og tólf ára drengja lögðu leið sína á mótið sem lauk í rjómablíðu á laugardaginn. Einhverjir sneru til síns heima með rispu á bílnum eftir ökutækið var „lyklað“. Börkur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir 23 bíla hið minnsta hafa orðið fyrir skemmdum. Um var að ræða bíla sem var lagt á Strandgötunni og Hofsbót, í nágrenni miðbæjarins. Grunurinn beindist fljótlega að heimamanni nokkrum sem þegar hefur játað á sig hluta brotanna. Börkur segir öryggismyndavél lögreglu og eins myndavél íbúa á svæðinu hafa nýst vel við rannsóknina. Aðilinn hafi þekkst á myndböndunum. Börkur reiknar með því að heimafólk sem gestir sitji uppi með sárt ennið vegna skemmdanna. Skemmdirnar voru unnar á bílunum um kvöldmatarleytið á föstudag. Vísir heyrði hljóðið í einum gestkomandi sem var kominn aftur á höfuðborgarsvæðið. Sá var fyrir norðan að fylgjast með syni sínum á fótboltamótinu. Rispan á bíl hans var um 30 sentímetrar en bílnum hafði verið lagt við Strandgötuna. Símtal í tryggingafélag viðkomandi leiddi í ljós að kaskótryggingin bætti tjónið en þó væri sjálfsábyrgð upp á 100-150 þúsund krónur. Þeir sem eru ekki með bílinn í kaskó sitji hins vegar eftir með heldur sárt enni, eða allan kostnaðinn. „Þetta var ljótur blettur á góðri ferð,“ sagði bíleigandinn. Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Hrina skemmdarverka hrjáir gesti á Akureyri Tilkynnt hefur verið um fjölda skemmdarverka á Akureyri þar sem óprúttnir aðilar hafa rispað bifreiðar að utan. Hafa tólf slík mál komið inn á borð lögreglu en talið er að öll skemmdarverkin hafi átt sér stað í gær á svipuðu svæði nálægt miðbæ Akureyrar. 8. júlí 2023 15:51 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Fjölmennt var á Akureyri um helgina þar sem N1 mótið í knattspyrnu fór fram. Fjölskyldur ellefu og tólf ára drengja lögðu leið sína á mótið sem lauk í rjómablíðu á laugardaginn. Einhverjir sneru til síns heima með rispu á bílnum eftir ökutækið var „lyklað“. Börkur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir 23 bíla hið minnsta hafa orðið fyrir skemmdum. Um var að ræða bíla sem var lagt á Strandgötunni og Hofsbót, í nágrenni miðbæjarins. Grunurinn beindist fljótlega að heimamanni nokkrum sem þegar hefur játað á sig hluta brotanna. Börkur segir öryggismyndavél lögreglu og eins myndavél íbúa á svæðinu hafa nýst vel við rannsóknina. Aðilinn hafi þekkst á myndböndunum. Börkur reiknar með því að heimafólk sem gestir sitji uppi með sárt ennið vegna skemmdanna. Skemmdirnar voru unnar á bílunum um kvöldmatarleytið á föstudag. Vísir heyrði hljóðið í einum gestkomandi sem var kominn aftur á höfuðborgarsvæðið. Sá var fyrir norðan að fylgjast með syni sínum á fótboltamótinu. Rispan á bíl hans var um 30 sentímetrar en bílnum hafði verið lagt við Strandgötuna. Símtal í tryggingafélag viðkomandi leiddi í ljós að kaskótryggingin bætti tjónið en þó væri sjálfsábyrgð upp á 100-150 þúsund krónur. Þeir sem eru ekki með bílinn í kaskó sitji hins vegar eftir með heldur sárt enni, eða allan kostnaðinn. „Þetta var ljótur blettur á góðri ferð,“ sagði bíleigandinn.
Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Hrina skemmdarverka hrjáir gesti á Akureyri Tilkynnt hefur verið um fjölda skemmdarverka á Akureyri þar sem óprúttnir aðilar hafa rispað bifreiðar að utan. Hafa tólf slík mál komið inn á borð lögreglu en talið er að öll skemmdarverkin hafi átt sér stað í gær á svipuðu svæði nálægt miðbæ Akureyrar. 8. júlí 2023 15:51 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Hrina skemmdarverka hrjáir gesti á Akureyri Tilkynnt hefur verið um fjölda skemmdarverka á Akureyri þar sem óprúttnir aðilar hafa rispað bifreiðar að utan. Hafa tólf slík mál komið inn á borð lögreglu en talið er að öll skemmdarverkin hafi átt sér stað í gær á svipuðu svæði nálægt miðbæ Akureyrar. 8. júlí 2023 15:51