Innlent

Eldur logaði í trampólíni og grunur um í­kveikju

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla rannsakar innbrot á heimili í miðborginni.
Lögregla rannsakar innbrot á heimili í miðborginni. Vísir/Vilhelm

Lögregla og slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð til í umdæminu Grafarvogur/Grafarholt/Mosfellsbær í gær vegna elds í trampólíni. Í tilkynningu frá lögreglu segir að grunur leiki á um íkveikju.

Í Kópavogi/Breiðholti var tilkynnt um menn sem voru sagðir vera að reyna að komast inn í bifreiðar en þeir voru á bak og burt þegar lögregla mætti á vettvang. Þá var tilkynnt um einstakling í annarlegu ástandi í sama umdæmi en hann fékk aðstoð hjá samborgara sínum við að komast heim.

Í Miðbæ/Vesturbæ/Austurbæ/Seltjarnanesi var tilkynnt um innbrot í heimahús og er það í rannsókn. Þá var einnig tilkynnt um þjófnað á hlaupahjóli, þar sem vitað er hver var að verki. 

Lögregla var einnig kölluð til vegna manns í annarlegu ástandi sem var að angra gesti á bar. Var hann beðinn um að hafa sig á brott og samþykkti það. Sömu sögu má segja um mann sem hafðist við á stigagangi; hann gekk sína leið eftir samtal við lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×