Eiginkona mannsins sem fannst látinn í Hafnarfirði: „Þú varst mín trú á ástina“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. júlí 2023 15:16 Frá vettvangi í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði aðfaranótt 17. júní síðastliðinn hét Jaroslaw Kaminski og var pólskur ríkisborgari á fimmtugsaldri. Hann átti eiginkonu og stjúpbarn í Póllandi. Pólski fjölmiðilinn Super Express greinir frá þessu. Fram kemur að Jaroslaw hafi verið frá borginni Chelm í Póllandi en ekki kemur fram hversu lengi hann hafði verið búsettur hér á landi. Þekkti hinn grunaða Vísir greindi frá því þann 17. júní síðastliðinn að tveir menn væri í haldi lögreglu grunaðir um manndráp í Drangahrauni í Hafnarfirði. Tilkynning um málið barst lögreglu á sjötta tímanum um nóttina og haldið var þegar á vettvang. Í kjölfarið voru tveir karlar handteknir í tengslum við málið, annar í húsi við vettvanginn og hinn þar nærri. Annar mannanna var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins en hinn var látinn laus úr haldi. Fram hefur komið að Jaroslaw og sá sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald hafi þekkst og munu þeir hafa verið meðleigjendur. Þá hefur komið fram að Jaroslaw hafi að öllum líkindum verið stunginn með hníf. Þá greindi Vísir frá því þann 22. júní síðastliðinn að hinn grunaði hefði verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 19. júlí næstkomandi. Fram kom í tilkynningu lögreglu að rannsókn málsins miðaði vel. „Ég trúi þessu ekki“ Í fyrrnefndri frétt Super Express kemur fram að eiginkona Jarowslaw, Ewa Kamińska, sé búsett í bænum Przeworsk og hann hafi nýtt hvert tækifæri sem gafst til að fara út og heimsækja hana. Þess á milli hafi þau verið í stöðugum samskiptum í gegnum netið. Samkvæmt upplýsingum Super Express á Ewa barn úr fyrra sambandi sem Jaroslaw gekk í föðurstað. Þá kemur fram í frétt miðilisins að enn sé ekki búið að flytja lík Jaroslaw til Póllands. Haft er eftir heimildum að Jaroslaw „hafi mögulega átt óvini í sínum hópi.“ Þá er vitnað í færslu sem eiginkonan Ewa birti á Facebook-síðu Jaroslaw þann 19. júní síðastliðinn en þar ritar hún: „Elskan mín, hvers vegna? Hvers vegna gerðist þetta? Hvers vegna fórstu frá okkur? Öll plönin sem við vorum búin að gera saman. Ég trúi þessu ekki. Ég sakna þín svo mikið. Þú ert og þú varst mín trú á ástina og ég mun aldrei hætta að elska þig. Ég þakka þér frá innstu hjartarótum fyrir allt það sem þú gerðir fyrir okkur. Bíddu eftir okkur og hlúðu að okkur. Hvíldu í friði ástin mín.“ Manndráp í Drangahrauni Lögreglumál Hafnarfjörður Pólland Tengdar fréttir Bylgja manndrápsmála gengur yfir Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála sem nú gengur yfir vera áhyggjuefni. Ef fram haldi sem horfi væri verið að stíga inn í allt annað umhverfi en þekkst hafi hér á landi. Fjöldi útlendinga sem fremji eða verði fyrir brotum sé merki um viðkvæmari stöðu þeirra. 25. júní 2023 19:21 Gæsluvarðhald vegna manndráps í Hafnarfirði framlengt Karlmaður um fertugt var í dag, í Héraðsdómi Reykjaness, úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu rannsóknar á andláti karlmanns um síðustu helgi í Drangahrauni í Hafnarfirði. Hinn látni var á fimmtugsaldri. 22. júní 2023 14:45 Hinn látni hafi verið meðleigjandi þess grunaða Karlmaður á fertugsaldri er sagður hafa verið meðleigjandi þess sem hann er nú grunaður um að hafa orðið að bana í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, aðfararnótt 17. júní. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 18. júní 2023 23:59 Komnir með skýra mynd á atburðarás í manndrápsmáli Rannsókn lögreglu á manndrápi í Drangahrauni í Hafnarfirði miðar vel. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur lögreglu tekist að átta sig á aðdragandanum og atburðinum sjálfum, þrátt fyrir að rannsókn málsins sé nýhafin. 18. júní 2023 20:01 Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42 Einn í gæsluvarðhald en öðrum sleppt Annar mannanna, sem handtekinn var í tengslum við mannslát í Drangahrauni í Hafnarfirði í dag, var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Hinn maðurinn sem var handtekinn er laus úr haldi lögreglu. 17. júní 2023 23:29 Tveir í haldi grunaðir um manndráp í Hafnarfirði Tveir menn eru í haldi lögreglu grunaðir um manndráp í Drangahrauni í Hafnarfirði í nótt eða í morgun. Hinn látni var á fimmtugsaldri. 17. júní 2023 15:48 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Pólski fjölmiðilinn Super Express greinir frá þessu. Fram kemur að Jaroslaw hafi verið frá borginni Chelm í Póllandi en ekki kemur fram hversu lengi hann hafði verið búsettur hér á landi. Þekkti hinn grunaða Vísir greindi frá því þann 17. júní síðastliðinn að tveir menn væri í haldi lögreglu grunaðir um manndráp í Drangahrauni í Hafnarfirði. Tilkynning um málið barst lögreglu á sjötta tímanum um nóttina og haldið var þegar á vettvang. Í kjölfarið voru tveir karlar handteknir í tengslum við málið, annar í húsi við vettvanginn og hinn þar nærri. Annar mannanna var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins en hinn var látinn laus úr haldi. Fram hefur komið að Jaroslaw og sá sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald hafi þekkst og munu þeir hafa verið meðleigjendur. Þá hefur komið fram að Jaroslaw hafi að öllum líkindum verið stunginn með hníf. Þá greindi Vísir frá því þann 22. júní síðastliðinn að hinn grunaði hefði verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 19. júlí næstkomandi. Fram kom í tilkynningu lögreglu að rannsókn málsins miðaði vel. „Ég trúi þessu ekki“ Í fyrrnefndri frétt Super Express kemur fram að eiginkona Jarowslaw, Ewa Kamińska, sé búsett í bænum Przeworsk og hann hafi nýtt hvert tækifæri sem gafst til að fara út og heimsækja hana. Þess á milli hafi þau verið í stöðugum samskiptum í gegnum netið. Samkvæmt upplýsingum Super Express á Ewa barn úr fyrra sambandi sem Jaroslaw gekk í föðurstað. Þá kemur fram í frétt miðilisins að enn sé ekki búið að flytja lík Jaroslaw til Póllands. Haft er eftir heimildum að Jaroslaw „hafi mögulega átt óvini í sínum hópi.“ Þá er vitnað í færslu sem eiginkonan Ewa birti á Facebook-síðu Jaroslaw þann 19. júní síðastliðinn en þar ritar hún: „Elskan mín, hvers vegna? Hvers vegna gerðist þetta? Hvers vegna fórstu frá okkur? Öll plönin sem við vorum búin að gera saman. Ég trúi þessu ekki. Ég sakna þín svo mikið. Þú ert og þú varst mín trú á ástina og ég mun aldrei hætta að elska þig. Ég þakka þér frá innstu hjartarótum fyrir allt það sem þú gerðir fyrir okkur. Bíddu eftir okkur og hlúðu að okkur. Hvíldu í friði ástin mín.“
Manndráp í Drangahrauni Lögreglumál Hafnarfjörður Pólland Tengdar fréttir Bylgja manndrápsmála gengur yfir Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála sem nú gengur yfir vera áhyggjuefni. Ef fram haldi sem horfi væri verið að stíga inn í allt annað umhverfi en þekkst hafi hér á landi. Fjöldi útlendinga sem fremji eða verði fyrir brotum sé merki um viðkvæmari stöðu þeirra. 25. júní 2023 19:21 Gæsluvarðhald vegna manndráps í Hafnarfirði framlengt Karlmaður um fertugt var í dag, í Héraðsdómi Reykjaness, úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu rannsóknar á andláti karlmanns um síðustu helgi í Drangahrauni í Hafnarfirði. Hinn látni var á fimmtugsaldri. 22. júní 2023 14:45 Hinn látni hafi verið meðleigjandi þess grunaða Karlmaður á fertugsaldri er sagður hafa verið meðleigjandi þess sem hann er nú grunaður um að hafa orðið að bana í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, aðfararnótt 17. júní. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 18. júní 2023 23:59 Komnir með skýra mynd á atburðarás í manndrápsmáli Rannsókn lögreglu á manndrápi í Drangahrauni í Hafnarfirði miðar vel. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur lögreglu tekist að átta sig á aðdragandanum og atburðinum sjálfum, þrátt fyrir að rannsókn málsins sé nýhafin. 18. júní 2023 20:01 Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42 Einn í gæsluvarðhald en öðrum sleppt Annar mannanna, sem handtekinn var í tengslum við mannslát í Drangahrauni í Hafnarfirði í dag, var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Hinn maðurinn sem var handtekinn er laus úr haldi lögreglu. 17. júní 2023 23:29 Tveir í haldi grunaðir um manndráp í Hafnarfirði Tveir menn eru í haldi lögreglu grunaðir um manndráp í Drangahrauni í Hafnarfirði í nótt eða í morgun. Hinn látni var á fimmtugsaldri. 17. júní 2023 15:48 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Bylgja manndrápsmála gengur yfir Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála sem nú gengur yfir vera áhyggjuefni. Ef fram haldi sem horfi væri verið að stíga inn í allt annað umhverfi en þekkst hafi hér á landi. Fjöldi útlendinga sem fremji eða verði fyrir brotum sé merki um viðkvæmari stöðu þeirra. 25. júní 2023 19:21
Gæsluvarðhald vegna manndráps í Hafnarfirði framlengt Karlmaður um fertugt var í dag, í Héraðsdómi Reykjaness, úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu rannsóknar á andláti karlmanns um síðustu helgi í Drangahrauni í Hafnarfirði. Hinn látni var á fimmtugsaldri. 22. júní 2023 14:45
Hinn látni hafi verið meðleigjandi þess grunaða Karlmaður á fertugsaldri er sagður hafa verið meðleigjandi þess sem hann er nú grunaður um að hafa orðið að bana í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, aðfararnótt 17. júní. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 18. júní 2023 23:59
Komnir með skýra mynd á atburðarás í manndrápsmáli Rannsókn lögreglu á manndrápi í Drangahrauni í Hafnarfirði miðar vel. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur lögreglu tekist að átta sig á aðdragandanum og atburðinum sjálfum, þrátt fyrir að rannsókn málsins sé nýhafin. 18. júní 2023 20:01
Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42
Einn í gæsluvarðhald en öðrum sleppt Annar mannanna, sem handtekinn var í tengslum við mannslát í Drangahrauni í Hafnarfirði í dag, var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Hinn maðurinn sem var handtekinn er laus úr haldi lögreglu. 17. júní 2023 23:29
Tveir í haldi grunaðir um manndráp í Hafnarfirði Tveir menn eru í haldi lögreglu grunaðir um manndráp í Drangahrauni í Hafnarfirði í nótt eða í morgun. Hinn látni var á fimmtugsaldri. 17. júní 2023 15:48