Einn til viðbótar smitaður í Hvassaleiti Einn íbúi greindist með Covid-19 í skimun hjá 50 íbúum Hvassaleitis 56-58 í fyrradag. Ráðist var í skimunina eftir að átta einstaklingar, sex íbúar og tveir starfsmenn, smituðust í hópsýkingu í húsinu. Innlent 5. nóvember 2020 13:07
Hvers vegna óskaði Viðreisn eftir umræðum um sóttvarnaraðgerðir í þinginu? Ekkert mál er stærra sem stendur en heimsfaraldurinn. Þingflokkur Viðreisnar óskaði fyrir helgi eftir því að heilbrigðisráðherra gefi þinginu hálfsmánaðarlega skýrslu um sóttvarnaraðgerðir, forsendur þeirra og sviðsmyndir. Upp á þetta hefur vantað. Skoðun 5. nóvember 2020 13:01
Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. Innlent 5. nóvember 2020 11:38
Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. Innlent 5. nóvember 2020 11:11
25 greindust innanlands í gær 25 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu prósent þeirra sem greindust voru í sóttkví. Innlent 5. nóvember 2020 10:53
Svona var 132. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Innlent 5. nóvember 2020 10:12
Löfven kominn í sóttkví Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, er kominn í sóttkví eftir að manneskja, sem hann hafði verið í samskiptum við, hafi greinst með Covid-19. Erlent 5. nóvember 2020 09:57
Fleiri en hundrað þúsund greindust með Covid-19 í Bandaríkjunum í gær Kórónuveirufaraldurinn heldur áfram í Bandaríkjunum eins og annars staðar þrátt fyrir spennu í stjórnmálalífinu og í gær féll enn eitt metið, einmitt í Bandaríkjunum, þar sem hundrað þúsund smitaðir einstaklingar greindust á einum degi. Erlent 5. nóvember 2020 07:28
Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. Erlent 4. nóvember 2020 18:32
Einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls þegar af henni verður. Innlent 4. nóvember 2020 17:06
Covid-19 smit á sambýli fyrir konur með heilabilun Einn starfsmaður og einn íbúi á Foldabæ, sem er sambýli fyrir konur með heilabilun, hafa greinst með Covid-19. Sjö starfsmenn velferðarsviðs og allir íbúar heimilisins eru í sóttkví. Innlent 4. nóvember 2020 14:42
Hringja í skjólstæðinga í auknum mæli til að draga úr smithættu Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur tilkynnt breytt fyrirkomulag á þjónustu heilsugæslunnar á Akureyri og verður í auknum mæli hringt í skjólstæðinga og athugað hvort mögulegt sé að leysa erindin í gegnum síma. Innlent 4. nóvember 2020 14:23
Biden og Trump sýni að kennitalan skiptir engu máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, beindi orðum sínum til eldri borgara á upplýsingafundi Embætti landlæknis og Almannavarna í dag. Hún sagði haustið hafa verið erfitt en eldri borgarar þessa lands væru þrautseigir og myndu tímana tvenna. Innlent 4. nóvember 2020 14:14
Óvænt vörukynning á upplýsingafundi almannavarna Þórunn Sveinbjörnsdóttir dró óvænt úr pússi sínu tvær fernur af Næringu + frá MS og mælti með þeim næringarríka próteindrykk. Viðskipti innlent 4. nóvember 2020 13:33
Um 5% þjóðarinnar gætu verið með mótefni eftir bylgjuna Búast má við að um fimm prósent þjóðarinnar verði með mótefni gegn kórónuveirunni eftir þessa bylgju að sögn Más Kristjánssonar, yfirlækni smitsjúkdóma á Landspítalanum. Innlent 4. nóvember 2020 12:37
Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. Innlent 4. nóvember 2020 12:04
Alls greindust 29 með kórónuveiruna innanlands í gær Alls greindust 29 með kórónuveiruna innanlands í gær. Um 72 prósent þeirra sem greindust voru í sóttkví. Innlent 4. nóvember 2020 10:51
Útgöngubann að nóttu tekur gildi á Ítalíu á morgun Fólki alls staðar á Ítalíu verður meinað að yfirgefa heimili sín milli klukkan 22 á kvöldin og til klukkan fimm á morgnana næstu vikurnar. Erlent 4. nóvember 2020 10:17
Svona var 131. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Innlent 4. nóvember 2020 10:16
Landspítalinn „enn í skotgröfunum“ Von er á niðustöðu úr athugun Landspítalans á hópsmitinu á Landakoti í byrjun næstu viku að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Hann segir að rætt hafi verið yfir 100 manns um málið og að útlit sé fyrir að skýringin felist í samspili nokkurra þátta. Innlent 4. nóvember 2020 09:52
Frederiksen og tólf ráðherrar til viðbótar í sóttkví Forsætisráðherra Danmerkur er komin í sóttkví og mun fara í skimun. Þetta gerir forsætisráðherrann eftir að staðfest var að dómsmálaráðherrann Nick Hækkerup, sem hún var í samskiptum við síðasta föstudag, greindist smitaður af kórónuveirunni. Erlent 4. nóvember 2020 09:51
Fögnuður Vals og Leiknis ekki á borð aganefndar Framkvæmdastjóri KSÍ mun ekki vísa meintum brotum Vals- og Leiknismanna á sóttvarnareglum til aga- og úrskurðanefndar sambandsins. Íslenski boltinn 4. nóvember 2020 09:31
Forsetinn í sóttkví í kjallaranum á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í sóttkví í kjallaranum sem er íbúðarhúsi forseta á Bessastöðum. Þar eru nokkur herbergi, sérsalerni og eldhúskrókur. Innlent 4. nóvember 2020 08:39
Íslandsvinur framkvæmdi fágæta lungnaígræðslu á Covid-sjúklingi Einn skurðlækna, sem framkvæmdi fyrstu lungnaígræðslu sem gerð hefur verið á Covid-sjúklingi í Svíþjóð, er mikill „Íslandsvinur“ og hefur síðustu viku starfað á Landspítala við skurðaðgerðir. Innlent 3. nóvember 2020 21:00
Þakklát fyrir að mega mæta í skólann og gríman því lítið tiltökumál Nemendur í Réttarholtsskóla kippa sér lítið upp við að þurfa að bera grímu alla daginn. Þau eru fegin að fá að mæta í skólann. Innlent 3. nóvember 2020 20:20
Margt þarf að ganga upp til að greiðslur berist fyrir mánaðarmót Stefnt er að því að samþykkja frumvarp um tekjufallsstyrki fyrir lok vikunnar. Úrræðið hefur verið útvíkkað verulega. Veitingamenn óttast gjaldþrot í greininni og segja vanta meiri fyrirsjáanleika í aðgerðir stjórnvalda. Viðskipti innlent 3. nóvember 2020 19:31
Forseti Íslands kominn í sóttkví Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson verður í sóttkví fram til mánudagsins 9. nóvember vegna kórónuveirusmits sem greinst hefur hjá starfsmanni á Bessastöðum. Innlent 3. nóvember 2020 18:16
Finnst furðulegt að Víðir leggi mat á faraldurinn í fjölmiðlum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gerir athugasemdir við að Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum hafi sagt við fjölmiðla í dag að tölur yfir smit gærdagsins gætu verið vísbending um að byrjað sé að hægja á faraldrinum. Innlent 3. nóvember 2020 17:09
Eiga ekki að leika við aðra en bekkjarfélaga Embætti landlæknis og Almannavarnir minna forráðamenn barna á að draga úr tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þeim hertu aðgerðum sem eru í gangi í skólum og íþróttafélögum. Innlent 3. nóvember 2020 16:01
45 ábendingar til meðferðar vegna grímulausra vagnstjóra Alls hafa 45 ábendingar sem borist hafa Strætó um að bílstjórar vagna á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki með grímur eða noti þær ekki rétt, verið teknar til meðferðar frá því að grímuskylda var tekin upp í strætisvögnum 5. október síðastliðinn. Innlent 3. nóvember 2020 15:16