Fimmtíu þungaðar konur greinst með Covid-19 hér á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2020 13:14 Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans, hvetur konur til að sækja sér aðstoð á heilsugæsluna ef eitthvað amar að. Almannavarnir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingarþjónustu Landspítalans segir að um fimmtíu barnshafandi konur hafi greinst með Covid-19 hér á landi. Dæmi eru um að konurnar séu smitaðar í fæðingu. Ekkert bendi til þess að þær séu líklegri til að smitast. Þó séu merki þess að þær veikist verr en aðrir á sama aldri. Hulda var gestur á upplýsingafundi Almannavarna og Embætti landlæknis í dag. Hún sagði engin dæmi um að Covid-19 sýking hefði áhrif á nýbura. Þá nefndi hún að háþrýstingur, sykursýki, ofþyngd og hækkandi aldur gerðu þunguðum konum erfiðara fyrir í baráttunni við Covid-19 eins og öðrum. Lítið breyst frá því í vor Á dögunum var takmörkun sett á viðveru aðstandenda í ómskoðun og annarri rútínuskoðun í aðdraganda fæðingar. Sá háttur sé alls staðar á landinu. Bæði þurfi að vernda þungaðar konur en starfsmennina sömuleiðis. Þeir sinni viðkvæmri og sérhæfðri þjónustu sem slæmt væri að missa í sóttkví eða einangrun. Ekki væru annars miklar breytingar frá því í vor þegar fyrsta bylgjan skall á. Á tímabili hafi verið strangar reglur um viðveru aðstandenda en slakað hafi verið á þeim í maí. Síðan hafi lítið breyst. Þrátt fyrir að makar megi sem fyrr vera viðstaddir fæðingu merkir hún kvíða hjá konum í aðdraganda fæðingar. Einhvern ótta að þetta geti breyst þótt það standi ekki til. Þá sé mikilvægt að þeir sem fylgja móður og barni á sængurlegunni fari nákvæmlega eftir leiðbeiningum og sinni sóttvörnum mjög vel. Sæki sér aðstoð á heilsugæsluna Hún minnti að lokum þungaðar konur á að leita sér læknishjálpar hjá ljósmóður ef eitthvað bjáti á. Konur eigi ekki að forðast að sækja hjálp á heilsugæsluna. Þá sagði hún fjölda kvenna sem hefði smitast á meðgöngu vera fimmtíu. Sumar hafi verið smitaðar þegar fæðingin átti sér stað. Þá sé álagið heilmikið á konuna og sömuleiðis starfsfólk og aðstandendur. Það séu aðstæður sem allir vilji forðast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38 Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11 Svona var 132. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 5. nóvember 2020 10:12 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingarþjónustu Landspítalans segir að um fimmtíu barnshafandi konur hafi greinst með Covid-19 hér á landi. Dæmi eru um að konurnar séu smitaðar í fæðingu. Ekkert bendi til þess að þær séu líklegri til að smitast. Þó séu merki þess að þær veikist verr en aðrir á sama aldri. Hulda var gestur á upplýsingafundi Almannavarna og Embætti landlæknis í dag. Hún sagði engin dæmi um að Covid-19 sýking hefði áhrif á nýbura. Þá nefndi hún að háþrýstingur, sykursýki, ofþyngd og hækkandi aldur gerðu þunguðum konum erfiðara fyrir í baráttunni við Covid-19 eins og öðrum. Lítið breyst frá því í vor Á dögunum var takmörkun sett á viðveru aðstandenda í ómskoðun og annarri rútínuskoðun í aðdraganda fæðingar. Sá háttur sé alls staðar á landinu. Bæði þurfi að vernda þungaðar konur en starfsmennina sömuleiðis. Þeir sinni viðkvæmri og sérhæfðri þjónustu sem slæmt væri að missa í sóttkví eða einangrun. Ekki væru annars miklar breytingar frá því í vor þegar fyrsta bylgjan skall á. Á tímabili hafi verið strangar reglur um viðveru aðstandenda en slakað hafi verið á þeim í maí. Síðan hafi lítið breyst. Þrátt fyrir að makar megi sem fyrr vera viðstaddir fæðingu merkir hún kvíða hjá konum í aðdraganda fæðingar. Einhvern ótta að þetta geti breyst þótt það standi ekki til. Þá sé mikilvægt að þeir sem fylgja móður og barni á sængurlegunni fari nákvæmlega eftir leiðbeiningum og sinni sóttvörnum mjög vel. Sæki sér aðstoð á heilsugæsluna Hún minnti að lokum þungaðar konur á að leita sér læknishjálpar hjá ljósmóður ef eitthvað bjáti á. Konur eigi ekki að forðast að sækja hjálp á heilsugæsluna. Þá sagði hún fjölda kvenna sem hefði smitast á meðgöngu vera fimmtíu. Sumar hafi verið smitaðar þegar fæðingin átti sér stað. Þá sé álagið heilmikið á konuna og sömuleiðis starfsfólk og aðstandendur. Það séu aðstæður sem allir vilji forðast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38 Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11 Svona var 132. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 5. nóvember 2020 10:12 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38
Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11
Svona var 132. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 5. nóvember 2020 10:12