Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 11:38 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna. Vísir/Vilhelm Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann byrjaði fundinn á því að fara yfir stöðuna almennt. Hann minnti meðal annars á að Landspítalinn væri enn á neyðarstigi og að þar væri því enn mikið álag. 25 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þá liggja enn 71 á sjúkrahúsi samkvæmt upplýsingum á covid.is. Þar af eru fjórir á gjörgæslu. Víðir sagði að komið vær að ákveðinni ögurstundu í þessari bylgju faraldursins og í því ljósi væri fólk hvatt til þess að vera heima um helgina. „Um síðustu helgi sendum við ábendingu frá okkur þar sem rjúpnaveiðimenn voru beðnir um að vera heima og fresta veiðum á meðan við gengum í gegnum erfiðasta hjallann. Þær ábendingar fóru frekar seint frá okkur og Skotvís fékk ekki tækifæri til að bregðast við því,“ sagði Víðir. Fundað hafi verið með fulltrúm Skotvís í gær þar sem borðið var hreinsað og farið yfir hlutina, eins og hann orðaði það. „Félagið hefur kynnt sóttvarnir til skotveiðimanna sem eru góðar. Við vitum að rjúpnaveiði er auðvitað holl og góð hreyfing og það er lítil smithætta í veiðinni sem slíkri en við erum að hafa áhyggjur af ferðalögum á milli landshluta og almennt ferðalögum í ljósi álagsins á heilbrigðiskerfinu og þess vegna mælumst við eindregið til þess um helgina að allir ferðist innanhúss, ekki bara rjúpnaveiðimenn, taki því mjög rólega,“ sagði Víðir. Þetta er ekki í fyrsta skipti í faraldrinum sem þjóðin er hvött til þess að ferðast innanhúss. Það sama gerðu yfirvöld fyrir páskana í apríl og af því tilefni var gefið út samnefnt lag og myndband sem sjá má hér fyrir neðan. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á fundinum í dag að það væri ánægjulegt að af þeim 25 sem greindust með veiruna í gær hafi einungis fimm verið utan sóttkvíar. Þá hefði verið tekið töluvert af sýnum í gær og hlutfall jákvæðra sýna færi lækkandi. Það væru því góð teikn á lofti um að faraldurinn væri á niðurleið en hins vegar mætti lítið út af bregða til þess að aftur kæmi upp hópsýking. Þórólfur skoraði á alla til þess að fara eftir leiðbeiningum og þeim reglum sem í gildi eru. „Þannig að í sameiningu munum við sveigja þessa kúrvu niður,“ sagði Þórólfur og bætti við að ef vel gangi næstu eina og hálfu vikuna verði vonandi hægt að slaka á hörðum samkomutakmörkunum þann 18. nóvember en núverandi reglur gilda til 17. nóvember. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann byrjaði fundinn á því að fara yfir stöðuna almennt. Hann minnti meðal annars á að Landspítalinn væri enn á neyðarstigi og að þar væri því enn mikið álag. 25 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þá liggja enn 71 á sjúkrahúsi samkvæmt upplýsingum á covid.is. Þar af eru fjórir á gjörgæslu. Víðir sagði að komið vær að ákveðinni ögurstundu í þessari bylgju faraldursins og í því ljósi væri fólk hvatt til þess að vera heima um helgina. „Um síðustu helgi sendum við ábendingu frá okkur þar sem rjúpnaveiðimenn voru beðnir um að vera heima og fresta veiðum á meðan við gengum í gegnum erfiðasta hjallann. Þær ábendingar fóru frekar seint frá okkur og Skotvís fékk ekki tækifæri til að bregðast við því,“ sagði Víðir. Fundað hafi verið með fulltrúm Skotvís í gær þar sem borðið var hreinsað og farið yfir hlutina, eins og hann orðaði það. „Félagið hefur kynnt sóttvarnir til skotveiðimanna sem eru góðar. Við vitum að rjúpnaveiði er auðvitað holl og góð hreyfing og það er lítil smithætta í veiðinni sem slíkri en við erum að hafa áhyggjur af ferðalögum á milli landshluta og almennt ferðalögum í ljósi álagsins á heilbrigðiskerfinu og þess vegna mælumst við eindregið til þess um helgina að allir ferðist innanhúss, ekki bara rjúpnaveiðimenn, taki því mjög rólega,“ sagði Víðir. Þetta er ekki í fyrsta skipti í faraldrinum sem þjóðin er hvött til þess að ferðast innanhúss. Það sama gerðu yfirvöld fyrir páskana í apríl og af því tilefni var gefið út samnefnt lag og myndband sem sjá má hér fyrir neðan. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á fundinum í dag að það væri ánægjulegt að af þeim 25 sem greindust með veiruna í gær hafi einungis fimm verið utan sóttkvíar. Þá hefði verið tekið töluvert af sýnum í gær og hlutfall jákvæðra sýna færi lækkandi. Það væru því góð teikn á lofti um að faraldurinn væri á niðurleið en hins vegar mætti lítið út af bregða til þess að aftur kæmi upp hópsýking. Þórólfur skoraði á alla til þess að fara eftir leiðbeiningum og þeim reglum sem í gildi eru. „Þannig að í sameiningu munum við sveigja þessa kúrvu niður,“ sagði Þórólfur og bætti við að ef vel gangi næstu eina og hálfu vikuna verði vonandi hægt að slaka á hörðum samkomutakmörkunum þann 18. nóvember en núverandi reglur gilda til 17. nóvember. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira