Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 12:04 Anna Steinsen, fyrirlesari, á fundinum í dag. almannavarnir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. Í erindi sínu á fundinum ræddi Anna mikilvægi þess hvernig talað er við börn og unglinga í faraldrinum og að leggja áherslu á bjartsýni og von. Þá hvatti hún foreldra til að fara út að leika með börnunum nú þegar verulega harðar samkomutakmarkanir eru í gildi en allt íþrótta- og tómstundastarf liggur til dæmis niðri og mælst til þess að börn leiki ekki við aðra en þau sem eru með þeim í bekk. Anna sagði skipta máli að tala meira um jákvæðni, gleði og bjartsýni. „Því það er fullt af góðum hlutum líka að gerast ef við bara tökum eftir þeim og það eru tækifæri þótt það séu miklir erfiðleikar og áföll,“ sagði Anna. Bjartsýni og von fóstra seiglu Hún sagði mikilvægt að tala tækifærin upp því bjartsýni og von fóstri seiglu. „Og nú þurfum við þrautseigju og seiglu til að komast í gegnum þetta.“ Anna beindi svo orðum sínum til foreldra sem eru að vinna heima og eru kannski líka með framhaldsskólanema heima sem er í fjarnámi. „Þá er maður kannski farinn að skipta sér af þeim endalaust. Ætlarðu að borða þetta, af hverju ferðu ekki út að hlaupa? […] Þetta verður leiðinlegt fyrir okkur og þau líka. […] Við þurfum að passa upp á andlega heilsu og aðallega það að við séum ekki orðin leiðinleg því allt er svo alvarlegt,“ sagði Anna. Hún benti jafnframt á niðurstöður rannsóknar vísindamanna Háskóla Íslands sem gerð var í tengslum við fyrstu bylgju faraldursins. Niðurstöðurnar sýna að ef barn eða unglingur var með gott félagsnet fyrir þá var það alveg jafngott eftir fyrstu bylgju og jafnvel betra. Hins vegar voru niðurstöðurnar ekki eins góðar þegar kom að börnum sem standa höllum fæti, eru til dæmis ekki með gott bakland eða einhverjar greiningar. Sagði Anna mikilvægt að huga sérstaklega að þessum börnum nú. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Börn og uppeldi Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. Í erindi sínu á fundinum ræddi Anna mikilvægi þess hvernig talað er við börn og unglinga í faraldrinum og að leggja áherslu á bjartsýni og von. Þá hvatti hún foreldra til að fara út að leika með börnunum nú þegar verulega harðar samkomutakmarkanir eru í gildi en allt íþrótta- og tómstundastarf liggur til dæmis niðri og mælst til þess að börn leiki ekki við aðra en þau sem eru með þeim í bekk. Anna sagði skipta máli að tala meira um jákvæðni, gleði og bjartsýni. „Því það er fullt af góðum hlutum líka að gerast ef við bara tökum eftir þeim og það eru tækifæri þótt það séu miklir erfiðleikar og áföll,“ sagði Anna. Bjartsýni og von fóstra seiglu Hún sagði mikilvægt að tala tækifærin upp því bjartsýni og von fóstri seiglu. „Og nú þurfum við þrautseigju og seiglu til að komast í gegnum þetta.“ Anna beindi svo orðum sínum til foreldra sem eru að vinna heima og eru kannski líka með framhaldsskólanema heima sem er í fjarnámi. „Þá er maður kannski farinn að skipta sér af þeim endalaust. Ætlarðu að borða þetta, af hverju ferðu ekki út að hlaupa? […] Þetta verður leiðinlegt fyrir okkur og þau líka. […] Við þurfum að passa upp á andlega heilsu og aðallega það að við séum ekki orðin leiðinleg því allt er svo alvarlegt,“ sagði Anna. Hún benti jafnframt á niðurstöður rannsóknar vísindamanna Háskóla Íslands sem gerð var í tengslum við fyrstu bylgju faraldursins. Niðurstöðurnar sýna að ef barn eða unglingur var með gott félagsnet fyrir þá var það alveg jafngott eftir fyrstu bylgju og jafnvel betra. Hins vegar voru niðurstöðurnar ekki eins góðar þegar kom að börnum sem standa höllum fæti, eru til dæmis ekki með gott bakland eða einhverjar greiningar. Sagði Anna mikilvægt að huga sérstaklega að þessum börnum nú.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Börn og uppeldi Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira