Hvers vegna óskaði Viðreisn eftir umræðum um sóttvarnaraðgerðir í þinginu? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 13:01 Ekkert mál er stærra sem stendur en heimsfaraldurinn. Þingflokkur Viðreisnar óskaði fyrir helgi eftir því að heilbrigðisráðherra gefi þinginu hálfsmánaðarlega skýrslu um sóttvarnaraðgerðir, forsendur þeirra og sviðsmyndir. Upp á þetta hefur vantað. Í dag fór fram umræða þar sem heilbrigðisráðherra gaf þinginu skýrslu og þingmenn tóku í kjölfarið til orða. Þessi umræða var ekki bara gagnleg heldur nauðsynleg. Stærstu verkefnin í kjölfar heimsfaraldursins eru þrjú. Að verja líf og heilbrigði þjóðar og að verja heilbrigðiskerfið. Við erum að horfa á dýpstu kreppu í hundrað ár. Þriðja verkefnið lýtur svo að líðan þjóðar. Afleiðingar þar er annarsvegar til skemmri tíma en um leið lengri. Öll eru þessi verkefni gríðarstór og aðgerðir til að verja þessa hagsmuni verða að ganga hönd í hönd. Upp á það hefur vantað. Hvers vegna bað Viðreisn um þessa umræðu? Í ástandi sem þessu er það ekki aðeins réttur þings að eiga samtal við ráðherra hér í þingsal, um forsendur og sviðsmyndir. Það er skylda þingsins að rækja eftirlitshlutverk gagnvart stjórnvöldum. Þetta er grundvallatriði og þessi skylda er enn ríkari nú þegar ljóst er að erfitt ástand er langvarandi. Felst í því einhver afstaða okkar flokks til tiltekinna sóttvarnaraðgerða? Að við teljum þær of harðar eða mildar? Nei, samtalið snýst ekki um það, heldur um upplýsingar og forsendur. Skoðanir um sóttvarnir eru skiptar innan þings eins og annars staðar, eins og raunar kristallaðist í umræðu inni í þingsal áðan. Umræða hefur mikið snúist um samspil sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðherra. Lagaleg og pólitísk álitaefni eru fleiri en sóttvarnarlög, heimildir og valdmörk þar. Önnur grundvallarspurning er um samspil þings og ráðherra. Og það er ástæða þess að Viðreisn lagði fram þessa ósk. Þegar þessi kafli sögunnar verður rýndur af sagnfræðingum má það ekki verða niðurstaðan að þingið hafi verið vængstýft í umræðunni, heldur að þingið hafi sinnt grundvallarhlutverki sínu og fengið forsendur til þess að geta gert það. Það er því mikilvægt að ráðherra hafi tekið vel í þessa ósk Viðreisnar. Forsenda þess að Alþingi geti sinnt skyldu sinni um eftirlit er upplýsingagjöf. Ég held því ekki fram að engin umræða hafi átt sér stað en við vitum þó að það hefur fyrst og fremst verið um efnahagsaðgerðir. Það hefur vantað að þingið hafi fengið upplýsingar um forsendur og sviðsmyndir að baki sóttvarnaraðgerðum, en slíkar forsendur hafa áhrif á efnahagsaðgerðirnar. Kraftmiklum sóttvarnaraðgerðum verða að fylgja kraftmiklar efnahagsaðgerðir. Þær verða að vera jafnar að þunga og kynntar til leiks samhliða. Þegar bið eftir efnahagsaðgerðum er löng, eins og verið hefur, þá framkallar það þreytu og jafnvel vonleysi. Löng bið eftir efnahagsaðgerðum er líka til þess fallin að draga úr skilningi og stuðningi við sóttvarnaraðgerðir. Viðreisn beindi því til heilbrigðisráðherra í dag að hún myndi fyrir hönd stjórnarinnar bregðast við þessum athugasemdum. Það getur ekki gengið til lengri tíma að efnahagsaðgerðir dragist né að þær séu ekki í samræmi við þunga sóttvarnaraðgerða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Alþingi Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Ekkert mál er stærra sem stendur en heimsfaraldurinn. Þingflokkur Viðreisnar óskaði fyrir helgi eftir því að heilbrigðisráðherra gefi þinginu hálfsmánaðarlega skýrslu um sóttvarnaraðgerðir, forsendur þeirra og sviðsmyndir. Upp á þetta hefur vantað. Í dag fór fram umræða þar sem heilbrigðisráðherra gaf þinginu skýrslu og þingmenn tóku í kjölfarið til orða. Þessi umræða var ekki bara gagnleg heldur nauðsynleg. Stærstu verkefnin í kjölfar heimsfaraldursins eru þrjú. Að verja líf og heilbrigði þjóðar og að verja heilbrigðiskerfið. Við erum að horfa á dýpstu kreppu í hundrað ár. Þriðja verkefnið lýtur svo að líðan þjóðar. Afleiðingar þar er annarsvegar til skemmri tíma en um leið lengri. Öll eru þessi verkefni gríðarstór og aðgerðir til að verja þessa hagsmuni verða að ganga hönd í hönd. Upp á það hefur vantað. Hvers vegna bað Viðreisn um þessa umræðu? Í ástandi sem þessu er það ekki aðeins réttur þings að eiga samtal við ráðherra hér í þingsal, um forsendur og sviðsmyndir. Það er skylda þingsins að rækja eftirlitshlutverk gagnvart stjórnvöldum. Þetta er grundvallatriði og þessi skylda er enn ríkari nú þegar ljóst er að erfitt ástand er langvarandi. Felst í því einhver afstaða okkar flokks til tiltekinna sóttvarnaraðgerða? Að við teljum þær of harðar eða mildar? Nei, samtalið snýst ekki um það, heldur um upplýsingar og forsendur. Skoðanir um sóttvarnir eru skiptar innan þings eins og annars staðar, eins og raunar kristallaðist í umræðu inni í þingsal áðan. Umræða hefur mikið snúist um samspil sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðherra. Lagaleg og pólitísk álitaefni eru fleiri en sóttvarnarlög, heimildir og valdmörk þar. Önnur grundvallarspurning er um samspil þings og ráðherra. Og það er ástæða þess að Viðreisn lagði fram þessa ósk. Þegar þessi kafli sögunnar verður rýndur af sagnfræðingum má það ekki verða niðurstaðan að þingið hafi verið vængstýft í umræðunni, heldur að þingið hafi sinnt grundvallarhlutverki sínu og fengið forsendur til þess að geta gert það. Það er því mikilvægt að ráðherra hafi tekið vel í þessa ósk Viðreisnar. Forsenda þess að Alþingi geti sinnt skyldu sinni um eftirlit er upplýsingagjöf. Ég held því ekki fram að engin umræða hafi átt sér stað en við vitum þó að það hefur fyrst og fremst verið um efnahagsaðgerðir. Það hefur vantað að þingið hafi fengið upplýsingar um forsendur og sviðsmyndir að baki sóttvarnaraðgerðum, en slíkar forsendur hafa áhrif á efnahagsaðgerðirnar. Kraftmiklum sóttvarnaraðgerðum verða að fylgja kraftmiklar efnahagsaðgerðir. Þær verða að vera jafnar að þunga og kynntar til leiks samhliða. Þegar bið eftir efnahagsaðgerðum er löng, eins og verið hefur, þá framkallar það þreytu og jafnvel vonleysi. Löng bið eftir efnahagsaðgerðum er líka til þess fallin að draga úr skilningi og stuðningi við sóttvarnaraðgerðir. Viðreisn beindi því til heilbrigðisráðherra í dag að hún myndi fyrir hönd stjórnarinnar bregðast við þessum athugasemdum. Það getur ekki gengið til lengri tíma að efnahagsaðgerðir dragist né að þær séu ekki í samræmi við þunga sóttvarnaraðgerða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun