Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Útflutningsbann ESB á bóluefni á ekki við um Ísland: „Ekki boðlegt og brot á EES-samningnum“

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að hertar reglur Evrópusambandsins sem kynntar voru í dag og er ætlað að takmarka útflutning á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu eigi ekki við um Ísland. Hann segir ekki boðlegt að annað hafi mátt ráða af yfirlýsingu frá sambandinu, enda myndi það fela í sér skýrt brot á EES-samningnum.

Innlent
Fréttamynd

Frétti af smitum skólafélaga í gegnum snapchat

Marta Maier er í 6. bekk í Laugarnesskóla og því í sóttkví fram að helgi eins og allur árgangur skólans. Tólf börn í áranginum hafa greinst með kórónuveiruna og voru nemendur í Laugarnesskóla líklega fyrst að frétta af smitunum í gærkvöldi. Meira að segja á undan sóttvarnayfirvöldum.

Innlent
Fréttamynd

Það er komið vor

Því miður erum við enn á ný að hlaupa í skjól. Við fórum úr jólakúlunni í að halda okkur í páskaeggi næstu þrjár vikur. Íslenska þjóðin er vön því að búa við óútreiknanlegt veður. Þessi faraldur hagar sér með svipuðu móti. Nú er ekkert annað í boði en að tryggja aðstæður, fara í skjól og standa af sér veðrið.

Skoðun
Fréttamynd

Neyðarstigi almannavarna lýst yfir

Ákveðið hefur verið að færa almannavarnastig úr hættustigi og upp í neyðarstig vegna kórónuveirufaraldursins. Síðast var neyðarstig í gildi hér á landi 12. Febrúar en þann dag var neyðarstig lækkað niður á hættustig. Samkvæmt tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra nú í kvöld hefur verið ákveðið að færa almannavarnastigið aftur upp á neyðarstig.

Innlent
Fréttamynd

Fermingar­börn í mikilli ó­vissu annað árið í röð

Vegna nýrra sóttvarnareglna sem kynntar voru í dag og taka gildi á miðnætti er óvíst hvort verði úr fermingum á næstunni. Fermingartíminn er við það að hefjast en pálmasunnudagur er 28. mars, næsta sunnudag. Prestur í Laugarneskirkju segir allar fermingar sem fara áttu fram á næstunni frestast þar sem öll fermingarbörn kirkjunnar séu nú í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í skipið

Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í súrálsskipið sem kom til Mjóeyrarhafnar á Reyðarfirði á laugardaginn í dag til að meta líðan og ástand skipverjanna sem þar eru í einangrun, smitaðir af covid-19. Enginn þeirra mun vera alvarlega veikur.

Innlent
Fréttamynd

Hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til

Frá og með miðnætti taka gildi hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi frá upphafi kórónuveirufaraldursins fyrir um ári. Almenn fjöldatakmörkun á mannamótum verður tíu manns og ólíkt aðgerðunum fyrir ári hafa þær nú einnig mikil áhrif á börn og ungmenni.

Innlent
Fréttamynd

Þrjátíu í sóttkví vegna smits hjá gesti World Class Lauga

Þrjátíu einstaklingar sem sóttu líkamsræktarstöð World Class um helgina hafa verið sendir í sóttkví eftir að gestur stöðvarinnar greindist smitaður af covid-19 á laugardaginn. Fólkið var allt við æfingar í sóttvarnarhólfi B í tækjasal líkamsræktarstöðvarinnar. Þetta staðfestir Guðbjörn Gunnarsson, stöðvarstjóri World Class Laugum, í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Reyna að koma til móts við á­hyggjur rekstrar­­aðila

Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Konum á miðjum aldri hættara við lang­tíma­veikindum af Co­vid

Rannsóknir á Bretlandi benda til þess að konur á fimmtugs- og sextugsaldri sem leggja þarf inn á sjúkrahús með Covid-19 séu líklegri en aðrir til þess að lenda í langvarandi einkennum eftir að þær eru útskrifaðar. Þær sem eiga fyrir við undirliggjandi heilsubrest að stríða virðast einnig í meiri áhættu.

Erlent
Fréttamynd

Ekki leikið í kvöld

Ekki verður leikið í Domino's deild kvenna í körfubolta og Olís-deild karla í handbolta í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Ætla að bólusetja aftur með AstraZeneca

Byrjað verður að bólusetja aftur með bóluefni AstraZeneca á næstunni. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti þetta á blaðamananfundi þar sem hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar í Hörpu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Aftur íþróttabann

Sett hefur verið á bann á íþróttaiðkun á nýjan leik. Bannið tekur gildi á miðnætti og gildir næstu þrjár vikurnar um allt land.

Sport
Fréttamynd

Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti

Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl.

Innlent
Fréttamynd

„Við verðum bara að bregðast við“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar hér á landi verði kynntar í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Svandísi fyrir ríkisstjórnarfund sem nú stendur yfir í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu.

Innlent