Fermingarbörn í mikilli óvissu annað árið í röð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2021 20:01 Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju. Stöð 2 Vegna nýrra sóttvarnareglna sem kynntar voru í dag og taka gildi á miðnætti er óvíst hvort verði úr fermingum á næstunni. Fermingartíminn er við það að hefjast en pálmasunnudagur er 28. mars, næsta sunnudag. Prestur í Laugarneskirkju segir allar fermingar sem fara áttu fram á næstunni frestast þar sem öll fermingarbörn kirkjunnar séu nú í sóttkví. „Ég fékk þær fréttir í morgun að öll fermingarbörn ársins með tölu væru komin í sóttkví. Það var í raun sjálfhætt við þessar fermingar sem hefðu átt að vera á sunnudaginn. Við sitjum þetta af okkur og bíðum með að taka ákvörðun um það í samráði við fjölskyldur fermingarbarna hvernig við höfum það,“ sagði Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju í kvöldfréttum Stöðvar 2. Möguleiki að fjölga fermingarathöfnum Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sendi í dag bréf vegna hertra sóttvarnaaðgerða. Þar kemur fram að þar sem aðeins þrjátíu megi koma saman í helgiathöfnum sé tilhögun ferminga í uppnámi. Hún hvetji presta að ákveða með fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra hvort af fermingum verði á næstu þremur vikum eða hvort þeim verði frestað. „Mögulegt er að fjölga athöfnum þannig að færri verði viðstaddir í einu, en börnin verði fermd,“ segir í bréfinu. „Í fyrra gerðum við það þannig að við fermdum tvö börn í einu við fleiri og styttri athafnir. Við erum opin fyrir því að grípa til þess ráðs ef það verður nauðsynlegt en næsta fermingarathöfn hjá okkur er áætluð á sumardaginn fyrsta,“ segir Davíð Þór. „Við ætlum bara að bíða með að taka ákvarðanir um það þangað til það liggur fyrir hvaða sóttvarnareglur verða í gildi þá, þessar sem taka gildi á morgun gilda til 14. apríl þannig að við bara krossum fingur og biðjum almættið að vera með okkur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fermingar Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Öll plön virkjuð og klár fyrir fermingarnar Mikil eftirvænting er fyrir fermingum sem munu að óbreyttu fara fram á næstu vikum. Prestarnir eru ekki síður spenntir en þeir ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu. Þeir eru tilbúnir með plan B, C og jafnvel D. 15. mars 2021 19:30 Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42 „Nú þurfum við bara að keyra áfram og klára þetta hratt og örugglega,“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglastjóra segir áhyggjuefni að komið sé upp nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hafi ekki fundist við landamæraskimun. Þá hvetur hann fólk til að ferðast innanhúss um páskana. 24. mars 2021 19:06 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
„Ég fékk þær fréttir í morgun að öll fermingarbörn ársins með tölu væru komin í sóttkví. Það var í raun sjálfhætt við þessar fermingar sem hefðu átt að vera á sunnudaginn. Við sitjum þetta af okkur og bíðum með að taka ákvörðun um það í samráði við fjölskyldur fermingarbarna hvernig við höfum það,“ sagði Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju í kvöldfréttum Stöðvar 2. Möguleiki að fjölga fermingarathöfnum Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sendi í dag bréf vegna hertra sóttvarnaaðgerða. Þar kemur fram að þar sem aðeins þrjátíu megi koma saman í helgiathöfnum sé tilhögun ferminga í uppnámi. Hún hvetji presta að ákveða með fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra hvort af fermingum verði á næstu þremur vikum eða hvort þeim verði frestað. „Mögulegt er að fjölga athöfnum þannig að færri verði viðstaddir í einu, en börnin verði fermd,“ segir í bréfinu. „Í fyrra gerðum við það þannig að við fermdum tvö börn í einu við fleiri og styttri athafnir. Við erum opin fyrir því að grípa til þess ráðs ef það verður nauðsynlegt en næsta fermingarathöfn hjá okkur er áætluð á sumardaginn fyrsta,“ segir Davíð Þór. „Við ætlum bara að bíða með að taka ákvarðanir um það þangað til það liggur fyrir hvaða sóttvarnareglur verða í gildi þá, þessar sem taka gildi á morgun gilda til 14. apríl þannig að við bara krossum fingur og biðjum almættið að vera með okkur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fermingar Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Öll plön virkjuð og klár fyrir fermingarnar Mikil eftirvænting er fyrir fermingum sem munu að óbreyttu fara fram á næstu vikum. Prestarnir eru ekki síður spenntir en þeir ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu. Þeir eru tilbúnir með plan B, C og jafnvel D. 15. mars 2021 19:30 Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42 „Nú þurfum við bara að keyra áfram og klára þetta hratt og örugglega,“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglastjóra segir áhyggjuefni að komið sé upp nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hafi ekki fundist við landamæraskimun. Þá hvetur hann fólk til að ferðast innanhúss um páskana. 24. mars 2021 19:06 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Öll plön virkjuð og klár fyrir fermingarnar Mikil eftirvænting er fyrir fermingum sem munu að óbreyttu fara fram á næstu vikum. Prestarnir eru ekki síður spenntir en þeir ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu. Þeir eru tilbúnir með plan B, C og jafnvel D. 15. mars 2021 19:30
Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42
„Nú þurfum við bara að keyra áfram og klára þetta hratt og örugglega,“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglastjóra segir áhyggjuefni að komið sé upp nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hafi ekki fundist við landamæraskimun. Þá hvetur hann fólk til að ferðast innanhúss um páskana. 24. mars 2021 19:06