Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Lovísa Arnardóttir skrifar 11. janúar 2025 16:46 Pétur Maack segir verkföll ekki komin til umræðu en það sé uppsöfnuð þreyta í stéttinni á langvarandi láglaunastefnu. Samsett Sálfræðingar í opinberri þjónustu felldu í gær kjarasamning með 61,2 prósent greiddra atkvæða. Kjörsókn var 76,7 prósent. Pétur Maack Þorsteinsson, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir hljóðið þungt í sálfræðingum sem starfa í opinberri þjónustu. Hann segir félagið nú stefna á að ræða við félagsmenn til að ákvarða næstu skref. Í tilkynningu sem send var út í gær um atkvæðagreiðsluna kom fram að skrifað var undir kjarasamninginn á Þorláksmessu. Atkvæðagreiðslu um samninginn lauk svo í gær. 296 sálfræðingar voru á kjörskrá og 227 greiddu atkvæði. 88 greiddu atkvæði með samningnum og 139 gegn honum. Í tilkynningu um það kemur fram að laun sálfræðinga í opinberri þjónustu hafi í mörg ár ekki fylgt launavísitölu. „Í þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið undanfarin ár hefur áhersla verið á krónutöluhækkun launa frekar en prósentuhækkun. Þessar áherslur hafa valdið samfelldri kjararýrnun hjá sálfræðingum starfandi á ríkisstofnunum um langt skeið,“ segir í tilkynningunni. Um helmingur sálfræðinga sem starfa hjá hinu opinbera starfa hjá Landspítalanum og margir þeirra á geðdeild.Vísir/Vilhelm Þá segir einnig að „láglaunastefna ríkisins gagnvart sálfræðingum“ valdi viðvarandi mannauðsflótta frá heilbrigðisstofnunum ríkisins. „Nú þurfum við að kanna hug félagsmanna okkar hjá ríkinu,“ segir Pétur í samtali við fréttastofu. Hann segir að um 300 manns sé að ræða sem starfi hjá Landspítala, heilsugæslu og öðrum smærri stofnunum eins og Ráðgjafar- og greiningarstöð. Uppsöfnuð þreyta í stéttinni Hann segir uppsafnaða þreytu hjá stéttinni til fimmtán til tuttugu ára. „Við erum ein af þeim stéttum í heilbrigðisgeiranum sem hefur verið með neikvæða þróun kaupmáttar alveg frá bankahruni.“ Hann segir núverandi byrjunarlaun sálfræðings á Landspítalanum 610 þúsund að loknu fimm ára námi í háskóla og að hækkunin þau sem voru að hafna núna hafi verið upp í 634 þúsund. „Þetta gerist auðvitað ekki í tómarúmi,“ segir Pétur. Hann segir til dæmis hjúkrunarfræðinga hafa náð í nýjum kjarasamningi sínum að semja um sömu grunnlaun fyrir hjúkrunarfræðing með BS-próf og sálfræðing með meistaragráðu. „Við horfum því bara á að við séum skilin eftir. Það er þannig bara mjög þung undiralda, bæði hjá sálfræðingum á heilsugæslu og spítalanum, út af þessari sveltistefnu.“ Byrja á spítalanum en endast ekki í starfi Pétur segir algengt að nýútskrifaðir sálfræðingar hefji starfsferil sinn á spítalanum og hætti svo til að vinna á stofu. Fái þannig starfsreynslu en sætti sig ekki við launin. „Spítalinn glímir þannig við viðvarandi tuttugu prósenta starfsmannaveltu vegna þessa,“ segir Pétur og að auk þess sé það þannig að eftir því sem fólk er með hærri starfsaldur á spítalanum sé líklegra að það sé í lægra starfshlutfalli til að geta sinnt sálfræðiþjónustu einnig á stofu til að hífa upp tekjur sínar. „Þetta er form sem er orðið mjög algengt.“ Til samanburðar við laun á stofnun má þess geta að taxti hjá sálfræðingi á frjálsum markaði á höfuðborgarsvæðinu er samkvæmt Pétri á milli 23 og 26 þúsund. „En þetta er fólk sem býr við sama kost og aðrir. Húsnæðiskostnaður hefur rokið upp og tilfallandi kostnaður við rekstur stofu er jafn erfiður og í öðrum rekstri.“ Þá segir hann taxta sálfræðinga við Sjúkratryggingar um 20 þúsund sem geri það að verkum að sálfræðingar sjái sér ekki fært að starfa eftir honum í mörgum tilfellum. Það séu núna um 30 nöfn á samningnum. „Þess vegna er þetta enn, því miður, þannig að sálfræðingar eru dálítið utan kerfis.“ Hann segist hafa fundað með öllum flokkum fyrir kosningar og það hafi til dæmis verið á þeim að heyra sem nú sitji í ríkisstjórn að það eigi að bæta úr þessari stöðu. „Þau geta þá byrjað á því að bæta launin fyrst við felldum samningana.“ Fjögurra ára starfsreynsla í sumum teymum geðþjónustunnar Pétur segir mikilvægt að fólk haldist í starfi á spítalanum. Þjónusta sálfræðinga á spítalanum sé þriðju línu stofnun og alls ekki fyrir alla, heldur fyrir þau sem veikust eru. „Við viljum að þar sé reynslumesta fólkið sem getur sinnt þjónustunni best en þar í einstaka meðferðarteymum erum við að horfa á að meirihluti sálfræðinganna í teyminu er með fjögurra ára reynslu. Geðdeildirnar standa frammi fyrir því að þurfa á hverju ári að endurnýja mannauð sinn. Það er bara ein skýring á því og það er launastefnan. Fólkið sem vinnur þarna, það vill vera þarna. Þetta er fólk sem brennur fyrir því að veita fólki meðferð sem þarf mest á henni að halda.“ Pétur segir of snemmt að segja hvort sálfræðingar í opinberum stofnunum stefni í verkfall. Komi til þess segir Pétur gert ráð fyrir að bráðaþjónustu sé sinnt. Það séu undanþágulistar eins og hjá öðrum heilbrigðisstéttum. Það sé að mestu á spítalanum en á heilsugæslu til dæmis sé engin bráðaþjónusta og engir sálfræðingar þar á undanþágulistum. Aðeins bráðaþjónusta komi til verkfalls „Það sem þá dettur niður er öll sálfræðiþjónusta í ungbarnavernd, mæðravernd, hópmeðferðir og þjónusta við börn. En svo því sé haldið til haga erum við ekki farin að ræða verkföll en þetta getur auðvitað farið þangað ef viðbrögðin eru engin,“ segir Pétur. „Nú taka við fundir með okkar félagsmönnum hjá ríkinu. Við þurfum að endurnýja áherslumálin,“ segir hann og að sömuleiðis eigi félagið eftir að funda með samninganefnd ríkisins. Kröfugerðin sem hafi verið lögð fram síðasta vor hafi verið slegin endurtekið til baka og þau ekki náð neinu fram. Búið hafi verið að semja á almennum markaði og opinberi markaðurinn hafi tekið við þeim samningum þegar kom að þeim í kjaraviðræðum. „Nú þarf ég bara að hitta fólkið mitt, fara yfir kröfurnar og svo mætum við að nýju inn.“ Vísað á stofnanasamninga Pétur segir að síðustu tuttugu árin hafi verið reynt að semja um sérstaklega slæma stöðu sálfræðinga á spítalanum þegar farið hefur verið yfir aðalkjarasamning. Þeim hafi við það tilefni ávallt verið vísað á stofnanasamning og að þetta eigi að ræða þar. „Þá förum við á stofnanirnar og höfum náð árangri á heilsugæslunum og á smærri ríkisstofnunum eins Ráðgjafar- og greiningarstöð. En þegar við komum á Landspítalann þá erum við spurð hvort við séum með pening,“ segir Pétur og tekur fyrir að það sé hlutverk stéttarfélaganna að fara í ráðuneytið til að tryggja meira fjármagn í stofnanasamninginn. Pétur segir byrjunarlaun sálfræðinga á öðrum stofnunum, eins og Heilbrigðisstofnun Norðurlands, hærri en á Landspítalanum.Vísir/Vilhelm Þetta hafi verið sama ferlið síðustu tuttugu árin sem hafi, meðal annars, leitt til þess að grunnlaunaröðun á Landspítala, þar sem helmingur sálfræðinga sem starfa hjá ríkinu, starfar, er tveimur til þremur launaflokkum lægri en hjá öðrum ríkisstofnunum. Sálfræðingar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Suðurnesja og Suðurlands byrji til dæmis í launaflokki 12 eða 13 í aðalkjarasamningi, en í launaflokki 10 á Landspítala. Komin með nóg „Það er þetta sem við erum að fella. Þetta fólk er búið að fá nóg af því að störfin séu ekki metin til launa.“ Auk þess sé framgangurinn hægari á Landspítala. Það taki sálfræðing á Landspítalanum fimm ár að vinna sig upp í 700 þúsund krónur úr byrjunarlaununum sem eru 610 þúsund. Til samanburðar séu meðallaun í landinu samkvæmt skýrslu Kjaratölfræðinefndar 820 þúsund í maí á síðasta ári. „Þetta er svolítið þungt og við drögum enga fjöður yfir það. Þetta er auðvitað fúlt og þessari framkomu í okkar garð verður að linna. Það er búið að keyra síðustu fimmtán ár mjög stífa láglaunastefnu gegn háskólamenntuðum á Íslandi.“ Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Fleiri fréttir Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Sjá meira
Í tilkynningu sem send var út í gær um atkvæðagreiðsluna kom fram að skrifað var undir kjarasamninginn á Þorláksmessu. Atkvæðagreiðslu um samninginn lauk svo í gær. 296 sálfræðingar voru á kjörskrá og 227 greiddu atkvæði. 88 greiddu atkvæði með samningnum og 139 gegn honum. Í tilkynningu um það kemur fram að laun sálfræðinga í opinberri þjónustu hafi í mörg ár ekki fylgt launavísitölu. „Í þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið undanfarin ár hefur áhersla verið á krónutöluhækkun launa frekar en prósentuhækkun. Þessar áherslur hafa valdið samfelldri kjararýrnun hjá sálfræðingum starfandi á ríkisstofnunum um langt skeið,“ segir í tilkynningunni. Um helmingur sálfræðinga sem starfa hjá hinu opinbera starfa hjá Landspítalanum og margir þeirra á geðdeild.Vísir/Vilhelm Þá segir einnig að „láglaunastefna ríkisins gagnvart sálfræðingum“ valdi viðvarandi mannauðsflótta frá heilbrigðisstofnunum ríkisins. „Nú þurfum við að kanna hug félagsmanna okkar hjá ríkinu,“ segir Pétur í samtali við fréttastofu. Hann segir að um 300 manns sé að ræða sem starfi hjá Landspítala, heilsugæslu og öðrum smærri stofnunum eins og Ráðgjafar- og greiningarstöð. Uppsöfnuð þreyta í stéttinni Hann segir uppsafnaða þreytu hjá stéttinni til fimmtán til tuttugu ára. „Við erum ein af þeim stéttum í heilbrigðisgeiranum sem hefur verið með neikvæða þróun kaupmáttar alveg frá bankahruni.“ Hann segir núverandi byrjunarlaun sálfræðings á Landspítalanum 610 þúsund að loknu fimm ára námi í háskóla og að hækkunin þau sem voru að hafna núna hafi verið upp í 634 þúsund. „Þetta gerist auðvitað ekki í tómarúmi,“ segir Pétur. Hann segir til dæmis hjúkrunarfræðinga hafa náð í nýjum kjarasamningi sínum að semja um sömu grunnlaun fyrir hjúkrunarfræðing með BS-próf og sálfræðing með meistaragráðu. „Við horfum því bara á að við séum skilin eftir. Það er þannig bara mjög þung undiralda, bæði hjá sálfræðingum á heilsugæslu og spítalanum, út af þessari sveltistefnu.“ Byrja á spítalanum en endast ekki í starfi Pétur segir algengt að nýútskrifaðir sálfræðingar hefji starfsferil sinn á spítalanum og hætti svo til að vinna á stofu. Fái þannig starfsreynslu en sætti sig ekki við launin. „Spítalinn glímir þannig við viðvarandi tuttugu prósenta starfsmannaveltu vegna þessa,“ segir Pétur og að auk þess sé það þannig að eftir því sem fólk er með hærri starfsaldur á spítalanum sé líklegra að það sé í lægra starfshlutfalli til að geta sinnt sálfræðiþjónustu einnig á stofu til að hífa upp tekjur sínar. „Þetta er form sem er orðið mjög algengt.“ Til samanburðar við laun á stofnun má þess geta að taxti hjá sálfræðingi á frjálsum markaði á höfuðborgarsvæðinu er samkvæmt Pétri á milli 23 og 26 þúsund. „En þetta er fólk sem býr við sama kost og aðrir. Húsnæðiskostnaður hefur rokið upp og tilfallandi kostnaður við rekstur stofu er jafn erfiður og í öðrum rekstri.“ Þá segir hann taxta sálfræðinga við Sjúkratryggingar um 20 þúsund sem geri það að verkum að sálfræðingar sjái sér ekki fært að starfa eftir honum í mörgum tilfellum. Það séu núna um 30 nöfn á samningnum. „Þess vegna er þetta enn, því miður, þannig að sálfræðingar eru dálítið utan kerfis.“ Hann segist hafa fundað með öllum flokkum fyrir kosningar og það hafi til dæmis verið á þeim að heyra sem nú sitji í ríkisstjórn að það eigi að bæta úr þessari stöðu. „Þau geta þá byrjað á því að bæta launin fyrst við felldum samningana.“ Fjögurra ára starfsreynsla í sumum teymum geðþjónustunnar Pétur segir mikilvægt að fólk haldist í starfi á spítalanum. Þjónusta sálfræðinga á spítalanum sé þriðju línu stofnun og alls ekki fyrir alla, heldur fyrir þau sem veikust eru. „Við viljum að þar sé reynslumesta fólkið sem getur sinnt þjónustunni best en þar í einstaka meðferðarteymum erum við að horfa á að meirihluti sálfræðinganna í teyminu er með fjögurra ára reynslu. Geðdeildirnar standa frammi fyrir því að þurfa á hverju ári að endurnýja mannauð sinn. Það er bara ein skýring á því og það er launastefnan. Fólkið sem vinnur þarna, það vill vera þarna. Þetta er fólk sem brennur fyrir því að veita fólki meðferð sem þarf mest á henni að halda.“ Pétur segir of snemmt að segja hvort sálfræðingar í opinberum stofnunum stefni í verkfall. Komi til þess segir Pétur gert ráð fyrir að bráðaþjónustu sé sinnt. Það séu undanþágulistar eins og hjá öðrum heilbrigðisstéttum. Það sé að mestu á spítalanum en á heilsugæslu til dæmis sé engin bráðaþjónusta og engir sálfræðingar þar á undanþágulistum. Aðeins bráðaþjónusta komi til verkfalls „Það sem þá dettur niður er öll sálfræðiþjónusta í ungbarnavernd, mæðravernd, hópmeðferðir og þjónusta við börn. En svo því sé haldið til haga erum við ekki farin að ræða verkföll en þetta getur auðvitað farið þangað ef viðbrögðin eru engin,“ segir Pétur. „Nú taka við fundir með okkar félagsmönnum hjá ríkinu. Við þurfum að endurnýja áherslumálin,“ segir hann og að sömuleiðis eigi félagið eftir að funda með samninganefnd ríkisins. Kröfugerðin sem hafi verið lögð fram síðasta vor hafi verið slegin endurtekið til baka og þau ekki náð neinu fram. Búið hafi verið að semja á almennum markaði og opinberi markaðurinn hafi tekið við þeim samningum þegar kom að þeim í kjaraviðræðum. „Nú þarf ég bara að hitta fólkið mitt, fara yfir kröfurnar og svo mætum við að nýju inn.“ Vísað á stofnanasamninga Pétur segir að síðustu tuttugu árin hafi verið reynt að semja um sérstaklega slæma stöðu sálfræðinga á spítalanum þegar farið hefur verið yfir aðalkjarasamning. Þeim hafi við það tilefni ávallt verið vísað á stofnanasamning og að þetta eigi að ræða þar. „Þá förum við á stofnanirnar og höfum náð árangri á heilsugæslunum og á smærri ríkisstofnunum eins Ráðgjafar- og greiningarstöð. En þegar við komum á Landspítalann þá erum við spurð hvort við séum með pening,“ segir Pétur og tekur fyrir að það sé hlutverk stéttarfélaganna að fara í ráðuneytið til að tryggja meira fjármagn í stofnanasamninginn. Pétur segir byrjunarlaun sálfræðinga á öðrum stofnunum, eins og Heilbrigðisstofnun Norðurlands, hærri en á Landspítalanum.Vísir/Vilhelm Þetta hafi verið sama ferlið síðustu tuttugu árin sem hafi, meðal annars, leitt til þess að grunnlaunaröðun á Landspítala, þar sem helmingur sálfræðinga sem starfa hjá ríkinu, starfar, er tveimur til þremur launaflokkum lægri en hjá öðrum ríkisstofnunum. Sálfræðingar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Suðurnesja og Suðurlands byrji til dæmis í launaflokki 12 eða 13 í aðalkjarasamningi, en í launaflokki 10 á Landspítala. Komin með nóg „Það er þetta sem við erum að fella. Þetta fólk er búið að fá nóg af því að störfin séu ekki metin til launa.“ Auk þess sé framgangurinn hægari á Landspítala. Það taki sálfræðing á Landspítalanum fimm ár að vinna sig upp í 700 þúsund krónur úr byrjunarlaununum sem eru 610 þúsund. Til samanburðar séu meðallaun í landinu samkvæmt skýrslu Kjaratölfræðinefndar 820 þúsund í maí á síðasta ári. „Þetta er svolítið þungt og við drögum enga fjöður yfir það. Þetta er auðvitað fúlt og þessari framkomu í okkar garð verður að linna. Það er búið að keyra síðustu fimmtán ár mjög stífa láglaunastefnu gegn háskólamenntuðum á Íslandi.“
Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Fleiri fréttir Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Sjá meira