Áföllin hafi mótað sig Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2025 15:54 Katrín Jakobsdóttir snemma árs 2022 á blaðamannafundi tengdum Covid-19. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, segir áföllin sem dundu yfir íslenskt þjóðfélag í ráðherratíð hennar hafa alveg örugglega mótað sig. Sum samtöl sitji eftir. Í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ræddi Katrín áföll og áfallastjórnun en hún var nýlega með erindi fyrir norrænar almannavarnir um þau málefni. Á hennar sjö árum sem forsætisráðherra gekk ýmislegt á hér á landi. Rafmagnsleysi á Norðurlandi, snjóflóð á Flateyri og í Súgandafirði, aurskriða á Seyðisfirði, heimsfaraldur Covid-19, jarðhræringar á Reykjanesi og margt fleira. „Ég eiginlega áttaði mig ekki á þessu sjálf fyrr en ég settist niður og setti þetta niður á blað, í raun og veru atganginn í minni tíð sem forsætisráðherra. Vissulega hafði ég gengið í gegnum áföll fyrr, ég kem auðvitað inn á þing rétt fyrir efnahagshrun. Það var auðvitað meiri háttar efnahagslegt áfall,“ segir Katrín. Veður getur haft mikil áhrif Fyrsta stóra áfallið hafi verið undir lok 2019 þegar stór hluti Norðurlands varð rafmagnslaus, sum svæði í marga daga. „Þetta var meiri háttar áfall fyrir bændur á svæðinu. Fyrirtæki þurftu að loka. Skip Landhelgisgæslunnar þurftu að sigla inn að Dalvík og koma rafmagni aftur á bæinn. Það kom á daginn að það var ekki varaafl á öllum heilbrigðisstofnunum. Skiljiði, þetta var mikil áminning um það hvað svona veður getur haft mikil áhrif,“ segir Katrín. Snjóflóð, aurskriður og eldgos Snjóflóð féllu á Flateyri og í Súgandafirði árið eftir og aurskriða féll á Seyðisfjörð, þar sem var mikil mildi að enginn hafi látist. 2021 hófst svo eldgosahrina í Sundhnúksgígaröðinni. „Ég upplifði alltaf svakalega mikla samhygð hjá þjóðinni í gegnum þetta. Fólk sýndi samstöðu. Það var samhygð og samúð. Og ég vona svo sannarlega að þetta sé eiginleiki sem við eigum eftir að halda í, því það auðvitað reynir á það þegar hvert áfallið á fætur öðru dynur yfir. Og fólk getur auðvitað dofnað gagnvart því,“ segir Katrín. Enginn veit allt Á sama tíma sé mikill pólitískur órói í heiminum, gróðureldar, hitabylgjur og fleira. „Það skiptir ótrúlega miklu máli, held ég, í svona áfallastjórnun, auðvitað í fyrsta lagi að reyna að stýra því sem hægt er og sætta sig við það sem ekki verður stýrt. Svo held ég að það sé nú númer eitt að maður skal ekki treysta þeim sem þykist hafa öll svörin,“ segir Katrín. Heiðarleiki mikilvægur Þetta hafi verið eitthvað sem yfirvöld lögðu upp með í gegnum kórónuveirufaraldurinn. „Við vitum ekki alltaf nákvæmlega hvað er að gerast. Við gátum ekki vitað hve lengi jarðhræringar á Reykjanesinu myndu standa og það er svo mikilvægt að vera heiðarlegur í gegnum svona áföll og reyna bara að miðla því sem maður veit samkvæmt sinni bestu vitund,“ segir Katrín. Situr eftir Allt þetta hafi alveg örugglega mótað hana. „Allar þessar heimsóknir og hitta þetta fólk sem er í þessari stöðu, það náttúrulega gleymist aldrei. Það er bara eitt af því sem situr í með manni og gerir mann að einhverju,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sprengisandur Bylgjan Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira
Í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ræddi Katrín áföll og áfallastjórnun en hún var nýlega með erindi fyrir norrænar almannavarnir um þau málefni. Á hennar sjö árum sem forsætisráðherra gekk ýmislegt á hér á landi. Rafmagnsleysi á Norðurlandi, snjóflóð á Flateyri og í Súgandafirði, aurskriða á Seyðisfirði, heimsfaraldur Covid-19, jarðhræringar á Reykjanesi og margt fleira. „Ég eiginlega áttaði mig ekki á þessu sjálf fyrr en ég settist niður og setti þetta niður á blað, í raun og veru atganginn í minni tíð sem forsætisráðherra. Vissulega hafði ég gengið í gegnum áföll fyrr, ég kem auðvitað inn á þing rétt fyrir efnahagshrun. Það var auðvitað meiri háttar efnahagslegt áfall,“ segir Katrín. Veður getur haft mikil áhrif Fyrsta stóra áfallið hafi verið undir lok 2019 þegar stór hluti Norðurlands varð rafmagnslaus, sum svæði í marga daga. „Þetta var meiri háttar áfall fyrir bændur á svæðinu. Fyrirtæki þurftu að loka. Skip Landhelgisgæslunnar þurftu að sigla inn að Dalvík og koma rafmagni aftur á bæinn. Það kom á daginn að það var ekki varaafl á öllum heilbrigðisstofnunum. Skiljiði, þetta var mikil áminning um það hvað svona veður getur haft mikil áhrif,“ segir Katrín. Snjóflóð, aurskriður og eldgos Snjóflóð féllu á Flateyri og í Súgandafirði árið eftir og aurskriða féll á Seyðisfjörð, þar sem var mikil mildi að enginn hafi látist. 2021 hófst svo eldgosahrina í Sundhnúksgígaröðinni. „Ég upplifði alltaf svakalega mikla samhygð hjá þjóðinni í gegnum þetta. Fólk sýndi samstöðu. Það var samhygð og samúð. Og ég vona svo sannarlega að þetta sé eiginleiki sem við eigum eftir að halda í, því það auðvitað reynir á það þegar hvert áfallið á fætur öðru dynur yfir. Og fólk getur auðvitað dofnað gagnvart því,“ segir Katrín. Enginn veit allt Á sama tíma sé mikill pólitískur órói í heiminum, gróðureldar, hitabylgjur og fleira. „Það skiptir ótrúlega miklu máli, held ég, í svona áfallastjórnun, auðvitað í fyrsta lagi að reyna að stýra því sem hægt er og sætta sig við það sem ekki verður stýrt. Svo held ég að það sé nú númer eitt að maður skal ekki treysta þeim sem þykist hafa öll svörin,“ segir Katrín. Heiðarleiki mikilvægur Þetta hafi verið eitthvað sem yfirvöld lögðu upp með í gegnum kórónuveirufaraldurinn. „Við vitum ekki alltaf nákvæmlega hvað er að gerast. Við gátum ekki vitað hve lengi jarðhræringar á Reykjanesinu myndu standa og það er svo mikilvægt að vera heiðarlegur í gegnum svona áföll og reyna bara að miðla því sem maður veit samkvæmt sinni bestu vitund,“ segir Katrín. Situr eftir Allt þetta hafi alveg örugglega mótað hana. „Allar þessar heimsóknir og hitta þetta fólk sem er í þessari stöðu, það náttúrulega gleymist aldrei. Það er bara eitt af því sem situr í með manni og gerir mann að einhverju,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sprengisandur Bylgjan Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira