Konum á miðjum aldri hættara við langtímaveikindum af Covid Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2021 16:41 Rannsóknirnar náðu til fólks sem var lagt inn á sjúkrahús með Covid-19 á Bretlandi. Vísir/EPA Rannsóknir á Bretlandi benda til þess að konur á fimmtugs- og sextugsaldri sem leggja þarf inn á sjúkrahús með Covid-19 séu líklegri en aðrir til þess að lenda í langvarandi einkennum eftir að þær eru útskrifaðar. Þær sem eiga fyrir við undirliggjandi heilsubrest að stríða virðast einnig í meiri áhættu. Síþreyta, mæði og heilaþoka er á meðal þeirra einkenna sem konur á miðjum aldri voru líklegri til þess að upplifa í fleiri mánuði eftir að þær útskrifuðust af sjúkrahúsi eftir Covid-19 en aðrir, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar af rannsóknunum. Hvítar miðaldra konur með aðra sjúkdóma eins og sykursýki, hjarta- eða lungnasjúkdóma voru líklegri til þess að þjást af langvarandi einkennum Covid-19 fimm mánuðum eftir útskrift af sjúkrahúsi. Í mestum áhættuhópi voru konur á bilinu fjörutíu til sextíu ára sem glímdu við tvo undirliggjandi sjúkdóma aðra. Í annarri rannsókninni virtust konur yngri en fimmtugar líklegri til að þjást af langvarandi einkennum Covid-19 en karlar og eldra fólk jafnvel þó að þær væru hraustar að öðru leyti. Rannsóknirnar tvær voru tiltölulega smáar í sniðum. Önnur þeirra náði til 327 sjúklinga en hin til 1.077 manns sem voru útskrifaðir af sjúkrahúsi eftir Covid-19-veikindi í Bretlandi í fyrra. Meirihluti sjúklinganna sagðist finna fyrir nokkrum og viðvarandi einkennum fimm mánuðum eftir útskrift. Algengt var að þeir þjáðust af vöðva- og liðverkjum, síþreytu, slappleika, mæði og heilaþoku. Um fjórðungur sjúklinganna í annarri rannsókninni þjáðist af kvíða og þunglyndi fimm mánuðum eftir úrskrift og tólf prósent sýndu einkenni áfallastreituröskunar. Louise Wain, prófessor við Háskólann í Leicester, segir mögulegt að munur á ónæmiskerfi karla og kvenna skýri hvers vegna konur virðist í aukinni hættu á langvarandi veikindum af völdum Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Sjá meira
Síþreyta, mæði og heilaþoka er á meðal þeirra einkenna sem konur á miðjum aldri voru líklegri til þess að upplifa í fleiri mánuði eftir að þær útskrifuðust af sjúkrahúsi eftir Covid-19 en aðrir, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar af rannsóknunum. Hvítar miðaldra konur með aðra sjúkdóma eins og sykursýki, hjarta- eða lungnasjúkdóma voru líklegri til þess að þjást af langvarandi einkennum Covid-19 fimm mánuðum eftir útskrift af sjúkrahúsi. Í mestum áhættuhópi voru konur á bilinu fjörutíu til sextíu ára sem glímdu við tvo undirliggjandi sjúkdóma aðra. Í annarri rannsókninni virtust konur yngri en fimmtugar líklegri til að þjást af langvarandi einkennum Covid-19 en karlar og eldra fólk jafnvel þó að þær væru hraustar að öðru leyti. Rannsóknirnar tvær voru tiltölulega smáar í sniðum. Önnur þeirra náði til 327 sjúklinga en hin til 1.077 manns sem voru útskrifaðir af sjúkrahúsi eftir Covid-19-veikindi í Bretlandi í fyrra. Meirihluti sjúklinganna sagðist finna fyrir nokkrum og viðvarandi einkennum fimm mánuðum eftir útskrift. Algengt var að þeir þjáðust af vöðva- og liðverkjum, síþreytu, slappleika, mæði og heilaþoku. Um fjórðungur sjúklinganna í annarri rannsókninni þjáðist af kvíða og þunglyndi fimm mánuðum eftir úrskrift og tólf prósent sýndu einkenni áfallastreituröskunar. Louise Wain, prófessor við Háskólann í Leicester, segir mögulegt að munur á ónæmiskerfi karla og kvenna skýri hvers vegna konur virðist í aukinni hættu á langvarandi veikindum af völdum Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent