Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Franski auðkýfingurinn Bernard Arnault og belgíski milljarðamæringurinn Albert Frere eru sagðir íhuga að stofna fjárfestingasjóð sem mun meðal annars kaupa framleiðslu á Aston Martin-bílum frá bandaríska bílaframleiðandanum Ford.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Í Kaupmannahöfn hafa borgaryfirvöld tekið tæknina í sína notkun og samkeyra um þessar mundir loftmyndir af borginni og fasteignaskrá með það fyrir augum að finna viðbyggingar sem reistar hafa verið í óleyfi, eða án þess að tilkynnt væri um það.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rúblur rata í Mogga

Björgólfsfeðgar hafa verið að styrkja stöðu sína í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Ólafsfell í eigu Björgólfs Guðmundssonar keypti á dögunum átta prósenta hlut. Feðgarnir ráða svo Straumi-Burðarási, auk þess sem úti á völlum markaðarins er hlutur Ólafs Jóhanns talinn fylgja þeim feðgum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakkelsið brenglar

Í hagfræðikennslustundum er klassískt að nota breytingar á veðri sem dæmi þegar útskýra á samspil framboðs og eftirspurnar. Hvað gerist þegar heitt er í veðri? Eftirspurnin eftir ís eykst því allir þurfa að kæla sig niður í ógurlegum sumarhitanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankamenn í fullu fæði

Beðið hefur verið eftir rauntölum á markaði. Markaðurinn tók beina stefnu á hækkun, þegar afkomuspár birtust, en meira flökt hefur einkennt hann undanfarna daga. Nú hungrar menn eftir uppgjörunum. Og kannski reyndar fleiru, því gjarnan eru veitingar í boði þegar stærstu félögin kynna uppgjör sín.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spákaupmaðurinn: Alltaf á floti

Ég er búinn að stafla upp í Glitni að undanförnu með góðum árangri. Bankinn hefur verið að taka við sér undanfarin misseri, eftir að forstjórinn gat farið að einbeita sér að öðru en að passa bakið á sér. Glitnir hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu. Tekið stærstu dílanna og nýtur kjölfestuhluthafa í stórum verkefnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Verðbréfastofan eða VBS fjárfestingarbanki eins og fyrirtækið heitir nú hélt veglega veislu í tilefni tíu ára afmælis síns. Þar var margt valinkunnra gesta, meðal annarra Davíð Oddsson sem flutti tækifærisræðu með tilheyrandi undirtektum, enda fáir sem standa seðlabankastjóranum á sporði í þeirri list.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Verðstríð sem kemur til með að þyngja buddu breskra neytenda er á næstu grösum. Þessu heldur vefsíðan „The Thrifty Scot" fram en hún gefur sig út fyrir að veita almúganum einföld og góð ráð til að spara peninga. Verðstríðið mun í þetta sinn ekki koma til vegna harðrar samkeppni stórverslana, eins og vant er, heldur er það fjármálalegs eðlis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Orðrómur um Árvakur

Áhugi manna á fjölmiðlafyrirtækjum virðist vera endalaus og sá áhugi endurspeglast í endalausum sögusögnum sem fljúga um markaðinn. Nú gengur fjöllunum hærra að hlutur Kristins Björnssonar og skyldmenna í Árvakri sé til sölu og FL Group muni kaupa hlutinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Næst stærsti tékkinn

Það voru brosandi hluthafar sem réttu upp hægri höndina þegar samþykkt var 20 milljarða arðgreiðsla Kauþings. Exista fékk mest sem stærsti hluthafinn og geymir í sjóðum sínum eigin bréf fyrir nokkra milljarða. Egla á 11 prósenta hlut og fær samkvæmt því um 2,2 milljarða. Reyndar þegar fjármagnstekjuskatturinn verður dreginn frá skýst annar aðili upp fyrir þá. Það er ríkið sem fær tíu prósent af heildargreiðslunni í sinn hlut. Á fundinum var engan fulltrúa næst stærsta tékkans að finna, en skilvís greiðsla upp í lækkun matarverðs ætti að berast frá bankanum á næstu vikum eða mánuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vegasjoppu lokað

Einni elstu vegasjoppu landsins hefur verið lokað. Í nýjasta tölublaði Bænda­blaðsins er rætt við Einar Þór Einarsson, sem síðustu sex ár hefur staðið vaktina í Essó-sjoppunni á Steinum undir Eyjafjöllum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baugur ekki úr Teymi

Sterkur orðrómur hefur verið á kreiki í viðskiptalífinu um að Baugur ætli að draga sig út úr Teymi, upplýsingatækni- og fjarskiptahluta Dagsbrúnar. Unnið er að skiptingu félagsins í Teymi annars vegar og svo hins vegar 365 sem verður yfir fjölmiðlahluta samsteypunnar, bæði prent- og ljósvakamiðlum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Myrkar miðaldir

Malcolm Walker, stofnandi Iceland-keðjunnar, hefur undanfarin misseri sýnt og sannað að viðskiptahugmynd hans virkar. Þegar Baugur leiddi fjárfesta í kaupum á Big Food Group voru kaupin á Iceland fyrir fram talin þau áhættumestu.

Viðskipti innlent