Minntust látins félaga með lágflugi Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2019 07:37 Vélarnar þrjár lögðu lykkju á leið sína til að fljúga sérstaklega yfir höfuðborgarsvæðið í minningu Sigurvins Bjarnasonar. Vísir/Vilhelm Þrjár Boeing-farþegaþotur á vegum Icelandair flugu lágflug yfir höfuðborgarsvæðið í gær. Vakti það nokkra athygli borgarbúa, þeirra á meðal ráðgjafans Greips Gíslasonar: Hvert var tilefni lágflugs @Icelandair-vélar á leið frá Dyflinni til Keflavíkur yfir #Reykjavík rétt í þessu? pic.twitter.com/XU8l4p2ff7— Greipur Gíslason (@GreipurGisla) August 15, 2019 Á vefsvæðinu Flugblogg er ástæðan lágflugsins sögð vera útför flugmannsins Sigurvins Bjarnasonar, sem starfaði hjá Icelandair. Hann lést í flugslysinu á Haukadalsflugvelli í lok júlí síðastliðins og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju í gær. Hann var 64 ára gamall og lét eftir sig eiginkonu, þrjú uppkomin börn og fimm barnabörn Myndir frá athöfninni og flugleiðum vélanna þriggja, sem allar voru af gerðinni Boeing 757, má sjá hér að neðan. Vélarnar voru á leið til Keflavíkur; ein frá Kaupmannahöfn, önnur frá Dyflinni og sú þriðja frá Ósló. Eins og sjá má af myndunum lögðu þær allar lykkju á leið sína til að fljúga yfir höfuðborgarsvæðið, ein þeirra flaug jafnvel í heilan hring úti fyrir Álftanesi. Fréttir af flugi Icelandair Reykjavík Samgönguslys Flugslys að Haukadalsmelum Tengdar fréttir Óvenju mörg flugslys í ár Rannsóknarnefnd Samgönguslysa hefur tekið skýrslu af fjölda vitna eftir flugslysið á Haukadalsflugvelli í gær en vitnaleiðslum er ekki lokið. Rannsakandi flugmála segir að ekkert bendi til þess að eitthvað sé athugavert við aðstæður á Haukadalsflugvelli þó þar hafi orðið tvö flugslys um helgina. Óvenju mörg flugslys hafa orðið síðustu mánuði. 28. júlí 2019 18:45 Nafn mannsins sem lést í flugslysinu á Haukadalsflugvelli Lögreglan á Suðurlandi hefur greint frá nafni mannsins. 28. júlí 2019 16:01 Flugsamfélagið slegið eftir banaslysið á Haukadalsflugvelli í gær Áfallateymi Rauða krossins lauk störfum sínum á Haukadalsflugvelli um klukkan hálf tíu í gærkvöldi eftir að banaslys varð þar í gær. Flugsamfélagið er slegið yfir þeim alvarlegu flugslysum sem hafa verið á landinu í sumar að sögn stjórnarmanns Flugmálafélagsins. Tilviljun hafi ráðið því að tvö flugslys hafi orðið á Haukadalsvelli á tveimur dögum. Rannsókn á vettvangi lauk í gær en vélin var heimasmíðuð. Berghildur Erla segir frá. 28. júlí 2019 12:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Þrjár Boeing-farþegaþotur á vegum Icelandair flugu lágflug yfir höfuðborgarsvæðið í gær. Vakti það nokkra athygli borgarbúa, þeirra á meðal ráðgjafans Greips Gíslasonar: Hvert var tilefni lágflugs @Icelandair-vélar á leið frá Dyflinni til Keflavíkur yfir #Reykjavík rétt í þessu? pic.twitter.com/XU8l4p2ff7— Greipur Gíslason (@GreipurGisla) August 15, 2019 Á vefsvæðinu Flugblogg er ástæðan lágflugsins sögð vera útför flugmannsins Sigurvins Bjarnasonar, sem starfaði hjá Icelandair. Hann lést í flugslysinu á Haukadalsflugvelli í lok júlí síðastliðins og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju í gær. Hann var 64 ára gamall og lét eftir sig eiginkonu, þrjú uppkomin börn og fimm barnabörn Myndir frá athöfninni og flugleiðum vélanna þriggja, sem allar voru af gerðinni Boeing 757, má sjá hér að neðan. Vélarnar voru á leið til Keflavíkur; ein frá Kaupmannahöfn, önnur frá Dyflinni og sú þriðja frá Ósló. Eins og sjá má af myndunum lögðu þær allar lykkju á leið sína til að fljúga yfir höfuðborgarsvæðið, ein þeirra flaug jafnvel í heilan hring úti fyrir Álftanesi.
Fréttir af flugi Icelandair Reykjavík Samgönguslys Flugslys að Haukadalsmelum Tengdar fréttir Óvenju mörg flugslys í ár Rannsóknarnefnd Samgönguslysa hefur tekið skýrslu af fjölda vitna eftir flugslysið á Haukadalsflugvelli í gær en vitnaleiðslum er ekki lokið. Rannsakandi flugmála segir að ekkert bendi til þess að eitthvað sé athugavert við aðstæður á Haukadalsflugvelli þó þar hafi orðið tvö flugslys um helgina. Óvenju mörg flugslys hafa orðið síðustu mánuði. 28. júlí 2019 18:45 Nafn mannsins sem lést í flugslysinu á Haukadalsflugvelli Lögreglan á Suðurlandi hefur greint frá nafni mannsins. 28. júlí 2019 16:01 Flugsamfélagið slegið eftir banaslysið á Haukadalsflugvelli í gær Áfallateymi Rauða krossins lauk störfum sínum á Haukadalsflugvelli um klukkan hálf tíu í gærkvöldi eftir að banaslys varð þar í gær. Flugsamfélagið er slegið yfir þeim alvarlegu flugslysum sem hafa verið á landinu í sumar að sögn stjórnarmanns Flugmálafélagsins. Tilviljun hafi ráðið því að tvö flugslys hafi orðið á Haukadalsvelli á tveimur dögum. Rannsókn á vettvangi lauk í gær en vélin var heimasmíðuð. Berghildur Erla segir frá. 28. júlí 2019 12:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Óvenju mörg flugslys í ár Rannsóknarnefnd Samgönguslysa hefur tekið skýrslu af fjölda vitna eftir flugslysið á Haukadalsflugvelli í gær en vitnaleiðslum er ekki lokið. Rannsakandi flugmála segir að ekkert bendi til þess að eitthvað sé athugavert við aðstæður á Haukadalsflugvelli þó þar hafi orðið tvö flugslys um helgina. Óvenju mörg flugslys hafa orðið síðustu mánuði. 28. júlí 2019 18:45
Nafn mannsins sem lést í flugslysinu á Haukadalsflugvelli Lögreglan á Suðurlandi hefur greint frá nafni mannsins. 28. júlí 2019 16:01
Flugsamfélagið slegið eftir banaslysið á Haukadalsflugvelli í gær Áfallateymi Rauða krossins lauk störfum sínum á Haukadalsflugvelli um klukkan hálf tíu í gærkvöldi eftir að banaslys varð þar í gær. Flugsamfélagið er slegið yfir þeim alvarlegu flugslysum sem hafa verið á landinu í sumar að sögn stjórnarmanns Flugmálafélagsins. Tilviljun hafi ráðið því að tvö flugslys hafi orðið á Haukadalsvelli á tveimur dögum. Rannsókn á vettvangi lauk í gær en vélin var heimasmíðuð. Berghildur Erla segir frá. 28. júlí 2019 12:00