Landsbankinn með þriðjungshlut í Keahótelum eftir endurskipulagningu Samkomulag hefur náðst um endurskipulagningu Keahótela sem er sagt tryggja félaginu stöðugan rekstrargrundvöll til ársins 2022. Í samkomulaginu felst að hluta skulda hefur verið breytt í hlutafé, að Landsbankinn eigi nú þriðjungs hlut í félaginu, og að núverandi eigendahópur hafi komið með nýtt fé inn í reksturinn. Þá hafi leigusalar gert samkomulag um veltutengdar leigugreiðslur, sem eru þó með ákveðnu lágmarksgólfi. Viðskipti innlent 16. desember 2020 10:28
Uppsagnir 68 flugmanna Icelandair taka gildi um áramótin Uppsagnir tæplega sjötíu flugmanna hjá Icelandair taka gildi um áramótin og verða þær ekki dregnar til baka. Aðeins 71 flugmaður verður á launaskrá Icelandair frá og með 1. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt túristi.is. Viðskipti innlent 15. desember 2020 20:08
Landsréttur staðfestir frávísun milljarðakröfu Jóns Ásgeirs og Ingibjargar Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá milljarðakröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur og 365 miðla hf. gegn Sýn hf., forstjóra þess Heiðari Guðjónssyni og öllum stjórnarmönnum. Viðskipti innlent 15. desember 2020 18:26
Icelandair gæti átt erfitt með að manna vélar ef eftirspurn eykst Icelandair hefur lítið svigrúm til að bregðast við aukinni eftirspurn á nýju ári að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Ástæðan sé sú að félagið verði að óbreyttu með mjög fáa flugmenn í vinnu í byrjun nýs árs að því er fram kemur í frétt á vef Túrista. Félagið geti aðeins mannað tvær til fimm farþegaþotur eftir áramót. Viðskipti innlent 12. desember 2020 16:22
Ferðahugur í Íslendingum í kjölfar bóluefnafrétta Íslendingar eru margir farnir að huga að sólarlandaferðum á næsta ári í ljósi fregna af bóluefni. Erlendir ferðamenn eru farnir að sýna landinu áhuga á ný. Viðskipti innlent 9. desember 2020 18:31
Aukið eftirlit með komufarþegum um hátíðirnar Icelandair mun tvöfalda flugáætlun sína í aðdraganda jólanna til að koma Íslendingum heim. Lögreglan mun auka eftirlit með komufarþegum til að tryggja að þeir fari eftir fyrirmælum um sóttkví. Innlent 9. desember 2020 12:01
Afar fáir tóku yfirtökutilboði Samherja Hlutur Samherja Holding í Eimskip mun aukast lítillega eftir yfirtökutilboð þess fyrrnefnda. Afar lítill hluti hluthafa tók tilboðinu. Viðskipti innlent 9. desember 2020 09:05
Fjárfesting sonarins þrefaldaðist Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir ótrúlegt að fólk sé til í að ræða kynlíf, geðsjúkdóma og alls kyns aðra hluti við börnin sín en sleppi oft að ræða við þau um fjármál heimilisins. Viðskipti innlent 9. desember 2020 09:01
Sjö þúsund flugu með Icelandair í nóvember Lítil breyting hefur orðið í farþegaflugi á vegum Icelandair á milli mánaða og voru farþegatölur í nóvember sambærilegar því sem þær voru í október. Alls flugu um sjö þúsund farþegar milli landa með Icelandair í nóvember, 97 prósent færri en í nóvember í fyrra. Viðskipti innlent 7. desember 2020 19:19
Forstjórinn seldi allan hlut sinn í Skeljungi Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, seldi í morgun hlutabréf í Skeljungi fyrir 20 milljónir króna. Hann átti 2,25 milljónir hluta og seldi á genginu 8,78 í gegnum félag sitt Hái klettur. Viðskipti innlent 7. desember 2020 13:40
Fjögur ráðin til Stefnis Theodór Sölvi Blöndal, Vigdís Hauksdóttir, Þorsteinn Andri Haraldsson og Eiríkur Ársælsson hafa öll verið ráðin til starfa hjá sjóðsstýringarfyrirtækinu Stefni að undanförnu. Viðskipti innlent 4. desember 2020 12:01
Prentsmiðjur sameinast undir merkjum Litrófs Prentsmiðjurnar Litróf, GuðjónÓ og Prenttækni hafa sameinast undir merki Litrófs. Viðskipti innlent 1. desember 2020 12:17
Kjartan kveður eftir tuttugu ára starf Kjartan Briem, framkvæmdastjóri tæknisviðs Vodafone, hefur ákveðið að láta af störfum frá og með næstkomandi áramótum. Að þeim tíma loknum mun Kjartan hverfa til annarra verkefna að því er segir í tilkynningu til Kauphallar. Viðskipti innlent 30. nóvember 2020 15:06
Flogið til Boston minnst tvisvar í viku út árið Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur framlengt samning sinn við Icelandair sem ætlað er að tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út árið. Viðskipti innlent 27. nóvember 2020 13:01
Telur tíu ár í að rafmagnsvélar komi í innanlandsflugið Icelandair er hluti af samnorrænu samstarfi sem þar sem unnið er að þróun nítján sæta rafmagnsflugvélar. Forstjóri Icelandair segir verkefnið spennandi og mögulegt sé að slík flugvél yrði komin í loftið eftir tíu ár. Viðskipti innlent 27. nóvember 2020 09:07
Kvika, TM og Lykill fjármögnun sameinast Viðræður hafa staðið yfir á undanförnum vikum og hafa framkvæmt gagnkvæmar áreiðanleikakannanir. Viðskipti innlent 25. nóvember 2020 18:58
Icelandair ekki skoðað að krefja farþega um bólusetningu Sá möguleiki að gera bólusetningu við kórónuveirunni að skilyrði fyrir því að fá að fljúga með Icelandair hefur ekki verið ræddur innan flugfélagsins. Viðskipti innlent 24. nóvember 2020 17:17
Icelandair fjölgar ferðum yfir jólin Icelandair stefnir að því að fjölga áfangastöðum og flugferðum yfir jólin, þ.e. frá tímabilinu 16. desember til 10. janúar 2021. Viðskipti innlent 23. nóvember 2020 15:18
Norwegian í frjálsu falli Hlutabréf í flugfélaginu Norwegian hafa hríðfallið í norsku kauphöllinni í morgun. Frá opnun hafa virði bréfanna fallið um 15 prósent. Viðskipti erlent 19. nóvember 2020 10:15
MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær. Viðskipti innlent 19. nóvember 2020 07:33
Hafa lokað á viðskipti með bréf í Norwegian Búið er að loka á öll viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Norwegian í norsku kauphöllinni. NRK segir frá því að von sé á tilkynningu frá félaginu. Viðskipti erlent 18. nóvember 2020 14:31
MAX-vélarnar fá grænt ljós í Bandaríkjunum Bandarísk flugmálayfirvöld hafa aflétt nærri tveggja ára löngu flugbanni á Boeing 737 MAX flugvélarnar. Afléttingin gildir um Bandaríkin. Viðskipti erlent 18. nóvember 2020 13:04
Tólf farþegar fá tæpa milljón vegna gjafabréfa stéttarfélaga Icelandair ber að endurgreiða að fullu gjafabréf sem farþegar flugfélagsins kaupa hjá stéttarfélöguum sínum. Þetta er niðurstaða Samgöngustofa vegna þriggja kvartana sem bárust stofnunni. Icelandair hefur kært niðurstöðuna til samgönguráðuneytisins. Viðskipti innlent 16. nóvember 2020 08:58
Vonir um bóluefni hreyfa við mörkuðum í Asíu Verð á hlutabréfum í Asíu náði hæstu hæðum í nótt þegar opnað var fyrir viðskipti með bréf eftir helgina. Viðskipti erlent 16. nóvember 2020 07:31
Bréf í Icelandair hækkað um rúmlega þriðjung frá útboði Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkuðu í dag, þriðja daginn í röð, og er það nú um 37% hærra en í hlutafjárútboði sem var haldið fyrr í haust. Hækkunin kemur í kjölfar frétta af því að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru sem lyfjarisinn Pfizer er með í þróun virðist ætla að gefa góða raun. Viðskipti innlent 11. nóvember 2020 17:52
Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. Viðskipti innlent 9. nóvember 2020 15:46
Opið bréf til hluthafa Kæru eigendur íslenskra almenningshlutafélaga. Nei, þetta bréf er ekki „bara“ ætlað þeim þúsundum einstaklinga sem eru skráðir hluthafar í almenningshlutafélögum. Skoðun 9. nóvember 2020 15:30
Gera yfirtökutilboð í Skeljungi Þrjú félög sem samtals eiga 36 prósent hlut í Skeljungi boða yfirtökutilboð í félaginu innan fjögurra vikna. Viðskipti innlent 9. nóvember 2020 10:23
Stjórnendur Icelandair geti verið í golfi til 2022 Mikil áhætta felst í því að fjárfesta í Icelandair þessi misserin og gera má ráð fyrir að lítið verði að gera í flugrekstri til loka árs 2021, að sögn greinanda hjá Jakobsson Capital. Viðskipti innlent 2. nóvember 2020 12:53
Lenti vél Icelandair án heimildar eftir óhapp á Keflavíkurflugvelli Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú tvö atvik sem komu upp á Keflavíkurflugvelli eftir að sjúkraflugvél rann út af flugbrautarenda sem varð til þess að flugvöllurinn lokaðist. Innlent 29. október 2020 22:10