Stöðugildum fækkað og nýir framkvæmdastjórar ráðnir Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2022 09:04 Stjórn Sýnar hefur ákveðið nýtt skipulag félagsins Vísir/Vilhelm Stjórn Sýnar hefur samþykkt nýtt skipulag félagsins sem miðar meðal annars að því að bæta arðsemi félagsins, einfalda starfsemina og búa félagið undir frekari vöxt. Stöðugildum verður fækkað og nýir framkvæmdastjórar verða ráðnir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn til Kauphallar. Þar kemur fram að starfsemi móðurfélagsins verði skipt í tvær kjarnaeiningar: Vodafone - Fjarskipti og Fjölmiðlar. Stoðsvið verði fjögur: Nýsköpun og rekstur, fjármál og stefnumótun, lögfræði og mannauður. Aðrar rekstrareiningar séu dótturfélagið Endor og sérstök rekstrareining utan um innviði, Sýn - Innviðir. Fram kemur að vegna aukinnar áherslu á skilvirkni í rekstri muni stöðugildum samstæðunnar fækka í dag. „Áætlað er að breytingar á skipulagi, ásamt öðrum rekstraraðgerðum, muni skila sér í bættri afkomu Sýnar sem nemur um 650 milljónum króna á ársgrundvelli. Jákvæðra áhrifa mun fyrst gæta í afkomu fyrsta ársfjórðungs 2023. Kostnaður vegna starfsloka verður gjaldfærður að fullu á fjórða ársfjórðungi 2022 og nemur um 150 milljónum króna. Til að undirbúa félagið undir frekari sókn verða ráðnir nýir framkvæmdastjórar. Á næstunni verður ráðið í nýtt starf, framkvæmdastjóra Vodafone - Fjarskipta, þar sem áherslan verður m.a. á markaðsmál og framúrskarandi þjónustuupplifun. Hulda Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri nýsköpunar og rekstrar, með áherslu á vöruþróun, rekstur og stafrænar umbreytingar. Þá verður Alda Sigurðardóttir framkvæmdastjóri mannauðs, með sérstaka áherslu á fyrirtækjamenningu til vaxtar, en hún hefur gegnt stöðu mannauðsstjóra Sýnar,“ segir í tilkynningunni. Nýtt skipurit Sýnar. Vilja lækka rekstrarkostnað Haft er eftir Yngva Halldórssyni, forstjóra Sýnar, að félagið hafi náð góðum tökum á rekstrinum undanfarin misseri og einblínt á að einfalda ferla, kerfi og skipulag með það að markmiði að bæta þjónustu við viðskiptavini. Yngvi Halldórsson er forstjóri Sýnar.Sýn „Við viljum lækka rekstrarkostnað og þessar aðgerðir eru til þess fallnar að bæta arðsemi félagsins. Við erum nú vel undir það búin að sækja til vaxtar. Kjarnaeiningar félagsins eru nú tvær: Vodafone - Fjarskipti og Fjölmiðlar, auk rekstrareininganna tveggja Endor og Sýn - Innviða. Við höfum áður lýst því yfir að við viljum kynna Sýn betur fyrir markaðnum og sýnum það nú í verki með breyttu stjórnskipulagi þar sem hverri rekstrareiningu er gefið meira vægi og sjálfstæði. Við munum halda áfram á þeirri vegferð með aukinni upplýsingagjöf fyrir hverja einingu,“ segir Yngvi. Blendnar tilfinningar Forstjórinn segir ennfremur að það fylgi blendnar tilfinningar deginum í dag. „Á sama tíma og við fögnum því sérstaklega að fá tvær öflugar konur í framkvæmdastjórn félagsins, þá verður þetta erfiður dagur þar sem við kveðjum kært samstarfsfólk. Ég efa þó ekki að það muni láta að sér kveða á nýjum vettvangi. Þær breytingar sem við kynnum núna byggja á grunni undanfarinna ára, þar sem kerfi hafa verið einfölduð og sjálfvirknivæðing aukist. Tækniþróun er ör í okkar geira og verður áfram. Með þessum breytingum á skipulagi verðum við í enn sterkari stöðu til að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu,styðja starfsfólkið okkar áfram í að ná árangri og skila hluthöfum ávinningi,” segir Yngvi. Rekstrareiningar: Vodafone - Fjarskipti: Sala og þjónusta fjarskipta og áskriftarþjónustu á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði ásamt markaðsmálum Vodafone. Fjölmiðlar: Miðlar í eigu Sýnar eru Stöð 2, Stöð 2+, Stöð 2 Sport, Vísir, Bylgjan, Gullbylgjan, FM957, Xið ásamt Innherja og hlaðvarpsþjónustunni Tal. Sýn - Innviðir: Uppbygging og rekstur á fjarskipta- og dreifikerfum, internet, fastlína, farsími, útvarps- og sjónvarpsdreifing í lofti, reiki og samtengingar, NOC þjónusta ásamt heildsölu á innviðum á sviði fjarskipta og dreifingar. Endor: Ráðgjöf og þjónusta í rekstri upplýsingakerfa, allt frá vali, afhendingu og rekstri innviða til sveigjanlegra hýsinga- og skýjalausna. Aukið vægi í samstæðunni Um Endor segir að því verði gefið aukið vægi í starfseminni og muni taka yfir kerfisþjónustu Sýnar. „Gerður verður þjónustusamningur á milli félaganna sem mun hafa jákvæð áhrif á tekjur og afkomu Endor. Skýja- og rekstrarlausnir til innlendra viðskiptavina hafa verið vaxandi í rekstri Endor og með þessu getur félagið sótt enn frekar á þann markað. Sýn - Innviðir mun halda utan um allar þjónustur, samninga og innviðaeignir samstæðunnar.“ Þá segir að Sýn - Innviðir muni halda utan um allar þjónustur, samninga og innviðaeignir samstæðunnar. Hulda og Alda nýir framkvæmdastjórar Um Huldu Hallgrímsdóttur, nýráðnum framkvæmdastjóra nýsköpunar- og rekstrar, segir að hún hafi alþjóðlega reynslu af rekstri, stórum umbreytingaverkefnum, gæðamálum, kerfisinnleiðingum og fleira frá Össuri þar sem hún hafi starfað síðastliðin ellefu ár. „Í starfi sínu sem forstöðumaður á rekstrarsviði hefur áhersla hennar verið m.a. á gæðamál, innleiðingu regluverks lækningatækja, öryggismál og sjálfbærni þvert yfir fyrirtækið á alþjóðavísu. Þar áður starfaði hún sem verkefnastjóri í alþjóðlegum umbreytingaverkefnum þar sem áhersla var á að umbylta ferlum og innleiða nýtt vinnulag og tækni. Áður en hún kom til Össurar starfaði hún á upplýsingatæknisviði og þróunarsviði Landsbankans við að innleiða nýja ferla og tæknilausnir sem starfsmaður verkefnastofu. Hún er með B.Sc. og M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði með áherslu á hermun og bestun frá Háskóla Íslands.“ Þá segir um Öldu Sigurðardóttur, nýráðnum framkvæmdastjóra mannauðs, að hún hafi starfað sem mannauðsstjóri Sýnar síðan í mars. Þar áður hafi hún starfað sem stjórnendaþjálfari í eigin fyrirtæki Vendum í ellefu ár. „Hún hefur þjálfað og aðstoðað fjölda stjórnenda við farsæla innleiðingu og uppbyggingu á fyrirtækjamenningu í mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins en einnig víða erlendis. Áður starfaði hún sem aðstoðarmaður rektors Háskólans í Reykjavík og þar á undan sem kynningar- og samskiptastjóri skólans. Alda starfaðisem viðskiptastjóri hjá fyrirtækinu SJÁ, fræðslustjóri VR og stundakennari við viðskiptadeild Háskóla Íslands. Hún kenndi einnig við MBA námið í HR og hefur haldið fjölda stjórnunartengdra námskeiða við Opna háskólann. Alda er stjórnmála- og atvinnulífsfræðingur frá Háskóla Íslands, lauk námi í stjórnendamarkþjálfun frá Opna Háskólanum í HR og Corporate Coach University ásamt því að vera með MBA gráðu frá HR.“ Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Fjarskipti Fjölmiðlar Kauphöllin Vinnumarkaður Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn til Kauphallar. Þar kemur fram að starfsemi móðurfélagsins verði skipt í tvær kjarnaeiningar: Vodafone - Fjarskipti og Fjölmiðlar. Stoðsvið verði fjögur: Nýsköpun og rekstur, fjármál og stefnumótun, lögfræði og mannauður. Aðrar rekstrareiningar séu dótturfélagið Endor og sérstök rekstrareining utan um innviði, Sýn - Innviðir. Fram kemur að vegna aukinnar áherslu á skilvirkni í rekstri muni stöðugildum samstæðunnar fækka í dag. „Áætlað er að breytingar á skipulagi, ásamt öðrum rekstraraðgerðum, muni skila sér í bættri afkomu Sýnar sem nemur um 650 milljónum króna á ársgrundvelli. Jákvæðra áhrifa mun fyrst gæta í afkomu fyrsta ársfjórðungs 2023. Kostnaður vegna starfsloka verður gjaldfærður að fullu á fjórða ársfjórðungi 2022 og nemur um 150 milljónum króna. Til að undirbúa félagið undir frekari sókn verða ráðnir nýir framkvæmdastjórar. Á næstunni verður ráðið í nýtt starf, framkvæmdastjóra Vodafone - Fjarskipta, þar sem áherslan verður m.a. á markaðsmál og framúrskarandi þjónustuupplifun. Hulda Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri nýsköpunar og rekstrar, með áherslu á vöruþróun, rekstur og stafrænar umbreytingar. Þá verður Alda Sigurðardóttir framkvæmdastjóri mannauðs, með sérstaka áherslu á fyrirtækjamenningu til vaxtar, en hún hefur gegnt stöðu mannauðsstjóra Sýnar,“ segir í tilkynningunni. Nýtt skipurit Sýnar. Vilja lækka rekstrarkostnað Haft er eftir Yngva Halldórssyni, forstjóra Sýnar, að félagið hafi náð góðum tökum á rekstrinum undanfarin misseri og einblínt á að einfalda ferla, kerfi og skipulag með það að markmiði að bæta þjónustu við viðskiptavini. Yngvi Halldórsson er forstjóri Sýnar.Sýn „Við viljum lækka rekstrarkostnað og þessar aðgerðir eru til þess fallnar að bæta arðsemi félagsins. Við erum nú vel undir það búin að sækja til vaxtar. Kjarnaeiningar félagsins eru nú tvær: Vodafone - Fjarskipti og Fjölmiðlar, auk rekstrareininganna tveggja Endor og Sýn - Innviða. Við höfum áður lýst því yfir að við viljum kynna Sýn betur fyrir markaðnum og sýnum það nú í verki með breyttu stjórnskipulagi þar sem hverri rekstrareiningu er gefið meira vægi og sjálfstæði. Við munum halda áfram á þeirri vegferð með aukinni upplýsingagjöf fyrir hverja einingu,“ segir Yngvi. Blendnar tilfinningar Forstjórinn segir ennfremur að það fylgi blendnar tilfinningar deginum í dag. „Á sama tíma og við fögnum því sérstaklega að fá tvær öflugar konur í framkvæmdastjórn félagsins, þá verður þetta erfiður dagur þar sem við kveðjum kært samstarfsfólk. Ég efa þó ekki að það muni láta að sér kveða á nýjum vettvangi. Þær breytingar sem við kynnum núna byggja á grunni undanfarinna ára, þar sem kerfi hafa verið einfölduð og sjálfvirknivæðing aukist. Tækniþróun er ör í okkar geira og verður áfram. Með þessum breytingum á skipulagi verðum við í enn sterkari stöðu til að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu,styðja starfsfólkið okkar áfram í að ná árangri og skila hluthöfum ávinningi,” segir Yngvi. Rekstrareiningar: Vodafone - Fjarskipti: Sala og þjónusta fjarskipta og áskriftarþjónustu á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði ásamt markaðsmálum Vodafone. Fjölmiðlar: Miðlar í eigu Sýnar eru Stöð 2, Stöð 2+, Stöð 2 Sport, Vísir, Bylgjan, Gullbylgjan, FM957, Xið ásamt Innherja og hlaðvarpsþjónustunni Tal. Sýn - Innviðir: Uppbygging og rekstur á fjarskipta- og dreifikerfum, internet, fastlína, farsími, útvarps- og sjónvarpsdreifing í lofti, reiki og samtengingar, NOC þjónusta ásamt heildsölu á innviðum á sviði fjarskipta og dreifingar. Endor: Ráðgjöf og þjónusta í rekstri upplýsingakerfa, allt frá vali, afhendingu og rekstri innviða til sveigjanlegra hýsinga- og skýjalausna. Aukið vægi í samstæðunni Um Endor segir að því verði gefið aukið vægi í starfseminni og muni taka yfir kerfisþjónustu Sýnar. „Gerður verður þjónustusamningur á milli félaganna sem mun hafa jákvæð áhrif á tekjur og afkomu Endor. Skýja- og rekstrarlausnir til innlendra viðskiptavina hafa verið vaxandi í rekstri Endor og með þessu getur félagið sótt enn frekar á þann markað. Sýn - Innviðir mun halda utan um allar þjónustur, samninga og innviðaeignir samstæðunnar.“ Þá segir að Sýn - Innviðir muni halda utan um allar þjónustur, samninga og innviðaeignir samstæðunnar. Hulda og Alda nýir framkvæmdastjórar Um Huldu Hallgrímsdóttur, nýráðnum framkvæmdastjóra nýsköpunar- og rekstrar, segir að hún hafi alþjóðlega reynslu af rekstri, stórum umbreytingaverkefnum, gæðamálum, kerfisinnleiðingum og fleira frá Össuri þar sem hún hafi starfað síðastliðin ellefu ár. „Í starfi sínu sem forstöðumaður á rekstrarsviði hefur áhersla hennar verið m.a. á gæðamál, innleiðingu regluverks lækningatækja, öryggismál og sjálfbærni þvert yfir fyrirtækið á alþjóðavísu. Þar áður starfaði hún sem verkefnastjóri í alþjóðlegum umbreytingaverkefnum þar sem áhersla var á að umbylta ferlum og innleiða nýtt vinnulag og tækni. Áður en hún kom til Össurar starfaði hún á upplýsingatæknisviði og þróunarsviði Landsbankans við að innleiða nýja ferla og tæknilausnir sem starfsmaður verkefnastofu. Hún er með B.Sc. og M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði með áherslu á hermun og bestun frá Háskóla Íslands.“ Þá segir um Öldu Sigurðardóttur, nýráðnum framkvæmdastjóra mannauðs, að hún hafi starfað sem mannauðsstjóri Sýnar síðan í mars. Þar áður hafi hún starfað sem stjórnendaþjálfari í eigin fyrirtæki Vendum í ellefu ár. „Hún hefur þjálfað og aðstoðað fjölda stjórnenda við farsæla innleiðingu og uppbyggingu á fyrirtækjamenningu í mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins en einnig víða erlendis. Áður starfaði hún sem aðstoðarmaður rektors Háskólans í Reykjavík og þar á undan sem kynningar- og samskiptastjóri skólans. Alda starfaðisem viðskiptastjóri hjá fyrirtækinu SJÁ, fræðslustjóri VR og stundakennari við viðskiptadeild Háskóla Íslands. Hún kenndi einnig við MBA námið í HR og hefur haldið fjölda stjórnunartengdra námskeiða við Opna háskólann. Alda er stjórnmála- og atvinnulífsfræðingur frá Háskóla Íslands, lauk námi í stjórnendamarkþjálfun frá Opna Háskólanum í HR og Corporate Coach University ásamt því að vera með MBA gráðu frá HR.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Rekstrareiningar: Vodafone - Fjarskipti: Sala og þjónusta fjarskipta og áskriftarþjónustu á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði ásamt markaðsmálum Vodafone. Fjölmiðlar: Miðlar í eigu Sýnar eru Stöð 2, Stöð 2+, Stöð 2 Sport, Vísir, Bylgjan, Gullbylgjan, FM957, Xið ásamt Innherja og hlaðvarpsþjónustunni Tal. Sýn - Innviðir: Uppbygging og rekstur á fjarskipta- og dreifikerfum, internet, fastlína, farsími, útvarps- og sjónvarpsdreifing í lofti, reiki og samtengingar, NOC þjónusta ásamt heildsölu á innviðum á sviði fjarskipta og dreifingar. Endor: Ráðgjöf og þjónusta í rekstri upplýsingakerfa, allt frá vali, afhendingu og rekstri innviða til sveigjanlegra hýsinga- og skýjalausna.
Sýn Fjarskipti Fjölmiðlar Kauphöllin Vinnumarkaður Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira