Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Komu KR upp um deild og stýra liðinu á­fram

Knattspyrnufélag Reykjavíkur staðfesti í dag að Gunnar Einarsson og Ívar Ingimarsson yrðu áfram þjálfarar kvennaliðs félagsins sem leikur í Lengjudeild kvenna á næsta ári. Þeir félagar stýrðu liðinu upp úr 2. deildinni í ár og fá nú tækifæri til að gera gott betur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þetta var bara ömur­legt í alla staði“

„Það hefði verið fullkominn endir,“ segir Theodór Elmar Bjarnason um fyrrum liðsfélaga sinn hjá KR, Kjartan Henry Finnbogason. Kjartan yfirgaf KR sumarið 2022 sem fylgdi mikið fjaðrafok og náðu þeir félagarnir því örfáum leikjum saman með Vesturbæjarliðinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Svona endur­heimti Breiða­blik titilinn: Upp­risan, kaflaskilin og breyttar á­herslur

Eftir að hafa verið 25 stigum á eftir Víkingi í fyrra tryggði Breiðablik sér Íslandsmeistaratitilinn eftir sannfærandi sigur í úrslitaleik liðanna á sunnudaginn. En hvernig fóru Blikar að því að endurheimta titilinn? Tímabilið 2024 í Kópavoginum er meðal annars saga af upprisu leikmanna, lykilbreytingu á miðju tímabili, breyttum áherslum og draumaendi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Víðir og Reynir í eina sæng

Bæjarráð Suðurnesjabæjar, Knattspyrnufélagið Reynir í Sandgerði og Knattspyrnufélagið Víðir í Garði hafa samþykkt viljayfirlýsingu um stofnun nýs íþróttafélags í sveitarfélaginu. Stefnt er að stofnun hins nýja félags haustið 2026 og að nýr aðalvöllur félagsins verði í Sandgerði en að upphitaður gervigrasvöllur verði lagður á núverandi malarvelli í Garði.

Innlent