
Fram ræður yfirmann knattspyrnumála
Knattspyrnudeild Fram staðfesti í dag að frá og með 1. ágúst myndi Aðalsteinn Aðalsteinsson taka við stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu.
Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.
Knattspyrnudeild Fram staðfesti í dag að frá og með 1. ágúst myndi Aðalsteinn Aðalsteinsson taka við stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu.
Dregið var í 8 liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta í dag í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Sport.
Viktor Bjarki Arnarsson, aðstoðarþjálfari HK í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann. Var bannið staðfest á fundi aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands í dag.
Öllum fjórum leikjum kvöldsins í Mjólkurbikarkvenna er nú lokið. Valur vann 7-0 sigur á Völsungi á Húsavík. FH lagði Þór/KA í vítaspyrnukeppni eftir að leiknum lauk með 1-1 jafntefli og Selfoss vann 3-0 sigur á KR.
Afturelding er komin í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta eftir 2-0 sigur á Grindavík suður með sjó í kvöld.
Breiðablik fóru áfram í næstu umferð Mjólkurbikarsins eftir að hafa unnið Tindastól 2-1. Breiðablik komust í 2-0 forystu. Tindastóll náði að minnkað leikinn í 2-1 en nær komust þær ekki. Umfjöllun og viðtöl væntanleg
Tindastóll er dottið úr Mjólkurbikarnum eftir að hafa tapað 2-1 fyrir Breiðabliki. Þær lentu tveimur mörkum undir en náðu að minnka muninn í 2-1 en nær komust þær ekki og eru úr leik.Óskar Smári Haraldsson þjálfari Tindastóls var svekktur með niðurstöðuna í leiks lok.
Fylkir verður í pottinum er dregið verður í átta liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Fylkir vann 4-1 sigur á Keflavík í kvöld.
ÍBV er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikar kvenna eftir 2-1 sigur á Stjörnunni er liðin mættust í Garðabæ í kvöld.
Pétur Guðmundsson er ekki bara einn af fremstu dómurum landsins heldur er hann einnig afbragðs góður fjórði dómari að sögn Ólafs Jóhannessonar, sérfræðings Pepsi Max stúkunnar.
Djair Parfitt-Williams tryggði Fylki stig á móti Stjörnunni í gærkvöldi þegar hann jafnaði metin tíu mínútum fyrir leikslok. Strákarnir í Pepsi Max Stúkunni skoðuðu það hvort að Fylkismaðurinn hefði þá átt að vera farinn af velli með rautt spjald.
Níu mörk voru skoruð og eitt rautt spjald fór á loft í leikjunum þremur í Pepsi Max-deild karla í gær.
Fylkir og Stjarnan mættust í sjöundu umferð Pepsi Max deildarinnar á Würth vellinum í Árbænum í kvöld. Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki í hóp Stjörnumanna þegar að þeir gerðu 1-1 jafntefli við Fylki.
KR vann 3-1 sigur á ÍA í sjöundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Um er að ræða fyrsta heimasigur KR í sumar.
HK unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar Leiknir kom í heimsókn í Kórinn í kvöld. HK átti rosalegan kafla í fyrri hálfleik þar sem þeir gerðu tvö mörk á stuttum tíma sem dugði í 2-1 sigri.
„Þetta er mjög mikilvægt, við erum ekki búnir að vera nógu effektívir hérna á heimavelli þannig að loksins kom að því. Þetta er kærkominn sigur, léttir, og gott að ná heimasigri,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 3-1 sigur liðins á ÍA á Meistaravöllum í kvöld.
HK unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar Leiknir mætti í Kórinn. Góður kafli HK í fyrri hálfleik skilaði þeim tveimur mörkum sem á endanum dugði í 2-1 sigri. Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK var afar sáttur með sigurinn í leikslok.
Þróttur R. er fyrsta liðið til að komast í átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir öruggan 6-1 útisigur gegn sameinuðu liði Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir. Shaelan Grace Murison Brown skoraði þrennu fyrir gestina.
Tveir leikir fóru fram í Lengjudeildinni í dag. Grindavík heimsótti Vestra og vann góðan 3-2 sigur og ÍBV tók á móti Víking Ó. þar sem niðurstaðan varð 2-0 sigur heimamanna.
Á fimmtudaginn vann Þór/KA góðan 2-1 sigur á Tindastól eftir að lenda undir er liðin mættust á Sauðárkróki í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Farið var yfir leikinn í Pepsi Max Mörkunum.
Knattspyrnusamband Íslands birti frétt á vef sínum sem og myndbönd þar sem það hvetur konur til að koma að því starfi sem er unnið í kringum fótboltann hér á landi.
Íslandsmeistarar Breiðabliks halda áfram að styrkja sig fyrir komandi átök í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Nú hefur liðið samið við belgísku landsliðskonuna Chloé Vande Velde en hún kemur á láni frá belgíska félaginu Gent.
KR vann 2-0 sigur á FH er liðin mættust í Skessunni í Hafnarfirði í fjórðu umferð Lengjudeildar kvenna.
Fram er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í Lengjudeildinni er þeir unnu 1-0 sigur á Fjölni í toppslag í kvöld.
Þór er komið með sex stig í Lengjudeild karla eftir að Þórsarar unnu 2-1 sigur á Aftureldingu á heimavelli í kvöld.
Breiðablik vann Val í gær í tíu marka toppleik í Pepsi Max deildinni í fótbolta en Blikastúlkur fögnuðu þar sigri í þriðja leiknum í röð í uppgjöri Íslandsmeistara síðustu ár.
Sextán mörk voru skoruð í leikjunum fjórum í Pepsi Max-deild kvenna í gær. Tíu af mörkunum sextán komu í stórleik Vals og Breiðabliks á Hlíðarenda. Þar unnu Íslandsmeistarar Blika ótrúlegan sigur.
Pepsi Max mörkin ræddu byrjun Keflavíkurkvenna á Íslandsmótinu en hlutirnir hafa ekki alveg fallið með liðinu í upphafi sumars. Tvö mörk voru dæmd af Keflavíkurliðinu í gær og Pepsi Max mörkin skoðuðu þá dóma.
Valsliðið fékk á sig sjö mörk á heimavelli í toppslagnum á móti Breiðabliki í Pepsi Max deildinni í gær. Sérfræðingar Pepsi Max markanna veltu fyrir sér hvað gerðist fyrir Valskonur í þessum leik í gær.
Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson hefur dregið sig út úr landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi.