Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Upp­gjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Horn­spyrnur urðu heima­mönnum að falli

Stjarnan og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli sín á milli á Samsung vellinum í sjöundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað skorað meira en eitt mark þar. Stjarnan mætti mun betur búin inn í seinni hálfleikinn og skoraði tvö mark, en skortir kunnáttu til að verjast hornspyrnum og þurfti að sætta sig við stig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sjáðu glæsi­mark Úlfu, stór­sigur Stólanna, sjóð­heita Þróttara og Þór/KA þrennuna

Fjórir fjörugir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gær. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir tryggði Stjörnunni sigur með glæsilegu marki. Tindastóll vann stórsigur á heimavelli hamingjunnar. Þróttur skoraði fjögur og fagnaði fjórða sigrinum í röð. Þór/KA setti þrjú í sigri á nýliðunum. Mörkin úr öllum leikjum má finna hér fyrir neðan.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stór­sigur Stólanna í Víkinni

Tindastóll vann frábæran 4-1 sigur á Víkingum þegar liðin mættust í Bestu deild kvenna í dag. Með sigrinum skilur Tindastóll lið Víkings eftir í fallsæti.

Fótbolti
Fréttamynd

„Sjálfum okkur verstar”

FH tapaði 4-1 gegn Þrótti í 6. umferð Bestu deildar kvenna og var Guðni Eiríksson, þjálfari FH, ekki sáttur með frammistöðu liðsins. Hann ræddi við Vísi eftir leik og fór yfir það sem fór úrskeiðis.

Fótbolti
Fréttamynd

Þróttur mætir bikarmeisturunum

Dregið var í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla og kvenna í fótbolta í dag. ÍBV, sem hefur þegar slegið Víking og KR út, mætir Val karlamegin en kvennamegin er stórleikurinn milli Vals og Þróttar. Þessi lið mættust í Bestu deildinni á dögunum og þá unnu Þróttarar á Hlíðarenda, 1-3.

Íslenski boltinn