Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2025 14:33 Ólafur Kristjánsson er einn reyndasti þjálfari landsins. vísir/sigurjón Fótboltaþjálfarinn Ólafur Kristjánsson færir sig um set í Laugardalnum eftir tímabilið. Hann hættir sem þjálfari kvennaliðs Þróttar og tekur við starfi aðstoðarþjálfara kvennalandsliðsins. Ólafur segir að það hafi verið erfitt að ákveða að hætta hjá Þrótti en starfið hjá KSÍ hafi verið of heillandi til að hafna því. „Þetta er spennandi. Ég er núna búinn að vera með Þróttaraliðið í tvö ár, skemmtilegur tími en alls ekkert auðvelt að taka þessa ákvörðun og kveðja Þrótt og stelpurnar. En fyrir mig persónulega og verkefnið sem er framundan er þetta áskorun sem mér fannst ég ekki geta sagt nei við á þessum tíma,“ sagði Ólafur. Auk þess að aðstoða Þorstein Halldórsson með kvennalandsliðið mun Ólafur leiða þróun og stefnumótun yngri landsliða kvenna auk þess að sinna verkefnum tengdum fræðslumálum hjá KSÍ. „Sá hluti kveikti ekkert síður í mér, að koma inn og leiða eða vera með að setja meiri strúktúr í yngri landslið kvenna,“ sagði Ólafur. Dýpkað þekkinguna Hann hafði aldrei þjálfað í kvennaboltanum áður en hann tók starfið hjá Þrótti að sér fyrir tveimur árum. Hann segist ekki séð þessar vendingar á þjálfaraferlinum fyrir sér. „Nei, ég hefði ekkert hugsað það. Enginn veit sína ævina og allt það. Þetta er bara forvitni í mér. Eins og ég sagði á sínum tíma þegar ég tók við Þróttaraliðinu hef ég haft skoðun á fótbolta hjá stelpum, þjálfuninni, umgjörðinni og hvernig við nálgumst það,“ sagði Ólafur. „Það er mjög auðvelt að hafa skoðun en til að skoðun sé byggð á einhverju meira en því sem ég sé utan frá fannst mér alveg spennandi að henda mér út í það verkefni að þjálfa stelpur. Fyrir mig hefur þetta dýpkað mig og mína þekkingu á leiknum. Það eru örugglega einhverjir hlutir sem ég hafði byggt á einhverju sem ég sá utan frá en hef fengið betri og skarpari mynd af.“ Þróttararnir hans Ólafs unnu 3-2 sigur á Blikum í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í gær. Þróttur hefur unnð fjóra leiki í röð og er í 2. sæti deildarinnar með 42 stig eftir tuttugu leiki. Viðtalið við Ólaf má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir „Það er allt mögulegt“ Þróttur kom í veg fyrir að Breiðablik myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld á AVIS-vellinum. Leiknum lauk með 3-2 sigri Þróttar sem styrkir stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti. 30. september 2025 20:49 Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Eftir tímabilið hættir Ólafur Kristjánsson sem þjálfari kvennaliðs Þróttar í fótbolta og verður aðstoðarmaður Þorsteins Halldórssonar með kvennalandsliðið. 28. september 2025 12:29 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira
„Þetta er spennandi. Ég er núna búinn að vera með Þróttaraliðið í tvö ár, skemmtilegur tími en alls ekkert auðvelt að taka þessa ákvörðun og kveðja Þrótt og stelpurnar. En fyrir mig persónulega og verkefnið sem er framundan er þetta áskorun sem mér fannst ég ekki geta sagt nei við á þessum tíma,“ sagði Ólafur. Auk þess að aðstoða Þorstein Halldórsson með kvennalandsliðið mun Ólafur leiða þróun og stefnumótun yngri landsliða kvenna auk þess að sinna verkefnum tengdum fræðslumálum hjá KSÍ. „Sá hluti kveikti ekkert síður í mér, að koma inn og leiða eða vera með að setja meiri strúktúr í yngri landslið kvenna,“ sagði Ólafur. Dýpkað þekkinguna Hann hafði aldrei þjálfað í kvennaboltanum áður en hann tók starfið hjá Þrótti að sér fyrir tveimur árum. Hann segist ekki séð þessar vendingar á þjálfaraferlinum fyrir sér. „Nei, ég hefði ekkert hugsað það. Enginn veit sína ævina og allt það. Þetta er bara forvitni í mér. Eins og ég sagði á sínum tíma þegar ég tók við Þróttaraliðinu hef ég haft skoðun á fótbolta hjá stelpum, þjálfuninni, umgjörðinni og hvernig við nálgumst það,“ sagði Ólafur. „Það er mjög auðvelt að hafa skoðun en til að skoðun sé byggð á einhverju meira en því sem ég sé utan frá fannst mér alveg spennandi að henda mér út í það verkefni að þjálfa stelpur. Fyrir mig hefur þetta dýpkað mig og mína þekkingu á leiknum. Það eru örugglega einhverjir hlutir sem ég hafði byggt á einhverju sem ég sá utan frá en hef fengið betri og skarpari mynd af.“ Þróttararnir hans Ólafs unnu 3-2 sigur á Blikum í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í gær. Þróttur hefur unnð fjóra leiki í röð og er í 2. sæti deildarinnar með 42 stig eftir tuttugu leiki. Viðtalið við Ólaf má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir „Það er allt mögulegt“ Þróttur kom í veg fyrir að Breiðablik myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld á AVIS-vellinum. Leiknum lauk með 3-2 sigri Þróttar sem styrkir stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti. 30. september 2025 20:49 Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Eftir tímabilið hættir Ólafur Kristjánsson sem þjálfari kvennaliðs Þróttar í fótbolta og verður aðstoðarmaður Þorsteins Halldórssonar með kvennalandsliðið. 28. september 2025 12:29 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira
„Það er allt mögulegt“ Þróttur kom í veg fyrir að Breiðablik myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld á AVIS-vellinum. Leiknum lauk með 3-2 sigri Þróttar sem styrkir stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti. 30. september 2025 20:49
Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Eftir tímabilið hættir Ólafur Kristjánsson sem þjálfari kvennaliðs Þróttar í fótbolta og verður aðstoðarmaður Þorsteins Halldórssonar með kvennalandsliðið. 28. september 2025 12:29