Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2025 14:17 Gylfi Þór Sigurðsson og Steven Caulker voru ekki bara samherjar á Englandi. Þeir mættust einnig, til að mynda í þessum leik Swansea og QPR í ensku úrvalsdeildinni á nýársdag 2015. Getty/Scott Heavey Víkingur getur farið langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta karla í kvöld, með sigri gegn Stjörnunni í sannkölluðum stórleik í Garðabæ. Vinni Stjarnan er æsispennandi lokasprettur framundan. Fjögur stig skilja liðin að á toppi Bestu deildarinnar svo ef að Víkingur ynni í kvöld yrði liðið með sjö stiga forskot, á Stjörnuna og Val, og aðeins þrjár umferðir eftir. Erkifjendur Víkinga í Breiðabliki gætu einnig fagnað þessari niðurstöðu því þá myndi allt í einu opnast góður möguleiki fyrir liðið á að ná Evrópusæti af Val eða Stjörnunni, en Valur og Stjarnan mætast innbyrðis á laugardaginn. Caulker ekki tapað í Bestu deildinni Stjarnan hefur ekki tapað leik eftir komu Steven Caulker í sumar, í sjö leikjum, en gert tvö jafntefli og missti örlögin úr sínum höndum með markalausu jafntefli við FH í síðustu umferð. Þetta verður áttundi leikur Caulkers í Bestu deildinni en þessi 33 ára miðvörður mætir í kvöld í annað sinn sínum gamla liðsfélaga úr Swansea og Tottenham, Gylfa Þór Sigurðssyni. Gylfi skoraði tvö mörk úr vítum þegar þeir mættust í ágúst en Caulker gekk hins vegar sigri hrósandi af velli, eftir 4-2 sigur Stjörnunnar sem þó missti Þorra Mar Þórisson af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik. „Stórkostlegur leikmaður“ Gylfi og Caulker náðu sléttum fjörutíu leikjum saman í liðum Swansea og Tottenham á árunum 2012-13, eftir að Gylfi kom að láni til Swansea í ársbyrjun 2012 og var svo keyptur frá Hoffenheim til Tottenham um sumarið. Þá hafði hann skorað sjö mörk í aðeins átján deildarleikjum fyrir Swansea og átti svo síðar eftir að snúa aftur og raða inn fleiri mörkum fyrir félagið. „Hann var svo, svo góður fyrir okkur,“ sagði Caulker þegar hann minntist á Gylfa í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið. „Frábær leikmaður og frammistaðan auðvitað skilaði honum svo til Spurs tímabilið á eftir, þegar ég var kominn aftur þangað. Ég þekki hann því vel og fyrir mér er hann stórkostlegur leikmaður,“ sagði Caulker sem þarf væntanlega að kljást við þennan stórkostlega leikmann klukkan 19:15 í kvöld. Besta deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Fjögur stig skilja liðin að á toppi Bestu deildarinnar svo ef að Víkingur ynni í kvöld yrði liðið með sjö stiga forskot, á Stjörnuna og Val, og aðeins þrjár umferðir eftir. Erkifjendur Víkinga í Breiðabliki gætu einnig fagnað þessari niðurstöðu því þá myndi allt í einu opnast góður möguleiki fyrir liðið á að ná Evrópusæti af Val eða Stjörnunni, en Valur og Stjarnan mætast innbyrðis á laugardaginn. Caulker ekki tapað í Bestu deildinni Stjarnan hefur ekki tapað leik eftir komu Steven Caulker í sumar, í sjö leikjum, en gert tvö jafntefli og missti örlögin úr sínum höndum með markalausu jafntefli við FH í síðustu umferð. Þetta verður áttundi leikur Caulkers í Bestu deildinni en þessi 33 ára miðvörður mætir í kvöld í annað sinn sínum gamla liðsfélaga úr Swansea og Tottenham, Gylfa Þór Sigurðssyni. Gylfi skoraði tvö mörk úr vítum þegar þeir mættust í ágúst en Caulker gekk hins vegar sigri hrósandi af velli, eftir 4-2 sigur Stjörnunnar sem þó missti Þorra Mar Þórisson af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik. „Stórkostlegur leikmaður“ Gylfi og Caulker náðu sléttum fjörutíu leikjum saman í liðum Swansea og Tottenham á árunum 2012-13, eftir að Gylfi kom að láni til Swansea í ársbyrjun 2012 og var svo keyptur frá Hoffenheim til Tottenham um sumarið. Þá hafði hann skorað sjö mörk í aðeins átján deildarleikjum fyrir Swansea og átti svo síðar eftir að snúa aftur og raða inn fleiri mörkum fyrir félagið. „Hann var svo, svo góður fyrir okkur,“ sagði Caulker þegar hann minntist á Gylfa í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið. „Frábær leikmaður og frammistaðan auðvitað skilaði honum svo til Spurs tímabilið á eftir, þegar ég var kominn aftur þangað. Ég þekki hann því vel og fyrir mér er hann stórkostlegur leikmaður,“ sagði Caulker sem þarf væntanlega að kljást við þennan stórkostlega leikmann klukkan 19:15 í kvöld.
Besta deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira