Íslenski boltinn

Davíð Smári hættur fyrir vestan

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hættur með Vestra.
Hættur með Vestra. vísir/Anton

Davíð Smári Lamude er hættur sem þjálfari bikarmeistara Vestra í Bestu deild karla í fótbolta.

Það er Fótbolti.net sem greinir fyrst frá.

Davíð Smári var á sínu þriðja tímabilið með Vestra. Hann kom liðinu upp í Bestu deildina, hélt þeim uppi í fyrra og gerði liðið að bikarmeisturum fyrr í ár. Það hefur hins vegar lítið gengið upp síðan og er liðið í bullandi fallbaráttu þegar þrjár umferðir eru eftir. Vestri er sem stendur tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Samningur Davíðs Smára átti að renna út eftir tímabilið og voru sögusagnir á kreiki að hann yrði ekki áfram með liðið.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×