Sigurbjörn og Jarl sigruðu í B-úrslitum í tölti Sigurbjörn Bárðarson og Jarl frá Mið-Fossum tryggðu sér í gærkvöldi sæti í A-úrslitum í tölti með sigri í B-úrslitaflokkinum. Sport 30. júní 2012 07:00
Ragnheiður og Glíma sigruðu í B-úrslitum í ungmennaflokki Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir á Glímu frá Bakkakoti sigraði örugglega í B-úrslitum ungmennaflokks á Landsmótinu í hestaíþróttum í Víðidal í dag með einkunnina 8,70. Sport 29. júní 2012 19:39
Dagmar og Glódís unnu B-úrslitin í unglingaflokki Dagmar Öder Einarsdóttir á Glódísi frá Halakoti sigraði í B-úrslitum í unglingaflokki. Með sigrinum komust þær stöllur í A-úrslitin í unglingaflokkinum. Sport 29. júní 2012 16:52
Bronsverðlaunahafi síðasta árs fór löngu leiðina í úrslit Eldjárn frá Tjaldhólum sigraði í dag í B-úrslitum með meðaleinkunnina 8,71. Knapi Eldjárns er Halldór Guðjónsson. Með sigrinum tryggði Eldjárn sér sæti í A-flokkinum í B-úrslitunum. Sport 29. júní 2012 16:00
Sigurbjörn og vekringar hans unnu báðar skeiðkappreiðarnar Sigurbjörn Bárðarson á Óðni frá Búðardal sigraði í 150 metra skeiðkappreiðum á Landsmóti hestamanna í Víðidal en seinni umferð kappreiðanna fór fram í kvöld. Sport 28. júní 2012 22:01
Fláki frá Blesastöðum 1A efstur í milliriðli A-flokks Þórður Þorgeirsson og Flákur frá Blesastöðum höfnuðu í efsta sæti með einkunnina 8,81 í milliriðli A-flokks á Landsmóti hestamanna í Víðidal í dag. Sport 28. júní 2012 15:54
Teitur á Hróarskeldu efstur að loknum milliriðli í ungmennaflokki Teitur Árnason og Hróarskeldu frá Hafsteinsstöðum höfnuðu í efsta sæti milliriðils ungmennaflokksins á Landsmóti hestamanna í Víðidal sem lauk síðdegis í dag. Sport 27. júní 2012 21:00
Flosi fljótastur í fyrri umferð 250 metra skeiðsins Flosi frá Keldudal og Sigurbjörn Bárðarson, knapi hans, voru fljótastir í fyrri umferð 250 metra skeiðsins á Landsmóti hestamanna í Víðidal í kvöld. Sport 27. júní 2012 20:13
Glódís Rún á Kamban efst að loknum milliriðlum í barnaflokki Glódís Rún Sigurðardóttir á Kamban frá Húsavík varð hlutskörpust í milliriðlunum í barnaflokki á Landsmóti hestamanna á Hvammsvelli í Víðidal í dag. Sport 27. júní 2012 14:53
Heimsmet á Hvammsvelli í kvöld Nói frá Stóra-Hofi Illingssonur fékk 8,48 í aðaleinkunn í flokki fjögurra vetra stóðhesta. Þetta er hæsti dómur sem fallið hefur. Nói getur enn bætt einkunn sína í yfirlitssýningu. Sport 26. júní 2012 22:44
Hrímnir frá Ósi efstur í milliriðli B-flokks gæðinga Guðmundur Björgvinsson á Hrímni frá Ósi fékk hæstu einkunn í milliriðli B-flokks gæðinga en keppni flokknum var sú síðasta á dagskrá á Hvammsvellinum í Víðidal á landsmóti hestamanna í kvöld. Sport 26. júní 2012 21:00
Dagmar og Glódís efst að lokinni forkeppni í unglingaflokki Dagmar Öder Einarsdóttir á Glódísi frá Halakoti fékk hæstu einkunn í forkeppni unglingaflokksins á landsmóti hestamanna í Víðidal en keppni í flokknum lauk fyrir stundu. Sport 26. júní 2012 18:00
Fura frá Hellu langefst í fimm vetra flokki hryssna Dómum í 5 vetra flokki hryssna var að ljúka í blíðunni í Víðidal á Landsmóti hestamanna en þetta er langstærsti flokkurinn í kynbótadómum mótsins. Klárhryssan Fura frá Hellu fékk langhæstu einkunnina. Sport 26. júní 2012 11:00
Kári Steinsson efstur að lokinni forkeppni Kári Steinsson á Tóni frá Melkoti varð í efsta sæti í forkeppni í ungmennaflokki á Landsmótinu í hestaíþróttum í Víðidal sem lauk í kvöld. Sport 25. júní 2012 22:22
Kári og Tónn efstir að loknum fyrri hluta ungmennaflokksins Kári Steinsson á Tóni frá Melkoti er efstur að loknum fimmtán hollum í forkeppni ungmennaflokksins á Landsmóti hestamanna í Víðidal. Sport 25. júní 2012 19:44
Hestur féll á lyfjaprófi í Noregi - kókaín í blóðsýninu Veðhlaup þar sem hestar draga kerru á eftir sér njóta vinsælda á Norðurlöndunum og víðar en í Noregi er komið upp mál sem er engu líkt. Lyfjaeftirlit er mjög öflugt í þessari íþróttagrein og niðurstöður úr blóðsýni sem tekið var úr hestinum Zalgado Transs R gáfu til kynna að kókaín væri í blóðrásarkerfi hestsins. Sport 3. febrúar 2011 11:00
Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Knapar og gæðingar mun sýna listir sínar á Miklatúni í dag þegar Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum verður formlega sett af stað. Kynningarfundur deildarinnar hefst klukkan 14:00 á Kjarvalsstöðum við Miklatún. Veiði 27. janúar 2010 12:15
Hart barist um efstu sætin í Ölfushöllinni Sigurður Sigurðarson á Suðra frá Holtsmúla varð sigurvegari í fjórgangi Meistaradeildar VÍS í Ölfushöllinni í gærkvöldi. Sport 20. febrúar 2009 09:54
Hestar falla á lyfjaprófi Tilkynnt hefur verið um að fjórir hestar hafi fallið á lyfjaprófi á Ólympíuleikunum í Peking. Lyfið casaicin fannst í hrossunum en það er stranglega bannað í hestaíþróttum. Sport 21. ágúst 2008 11:47
Slóvenar skelltu Norðmönnum Slóvenar unnu í kvöld óvæntan sigur á heimamönnum Norðmönnum í milliriðli 1 á EM 33-29. Þetta þýðir að Norðmenn eru enn í þriðja sæti riðilsins með 5 stig en Slóvenar eru komnir með 4 stig. Sport 23. janúar 2008 20:48
Hrímnir frá Hrafnagili er fallinn 32 vetra Einn mesti gæðingur allra tíma er fallinn. Hrímnir frá Hrafnagili var heigður við húsvegg heima á Varmalæk í dag. Hrímnir hefur verið við góða heilsu fram til þessa og verið undir nánu eftirliti Björns eiganda síns dag hvern. Hrímnir var ásamt öðrum hesti í garðinum heima á Varmalæk og veiktist skyndilega í morgun. Sport 23. september 2007 18:52
Óttuðust að Blæ frá Torfunesi væri ekki hugað líf "Ljóst er að hesturinn hefur mátt sæta illri meðferð og hefur nú verið settur í umsjá dýralækna þar sem reynt verður að byggja upp fyrra þrek og þol“. Mál Blæs frá Torfunesi hefur verið tilkynnt til dýraverndunaryfirvalda með vísan til Dýraverndunarlaga nr. 15/1994 og Búfjárlaga nr. 103/2002 og verður rekið í þeim farvegi". Segir í tikynningu frá Blær ehf. Sport 21. september 2007 14:14
Símaviðtal við Jens Einarsson nýráðin ritstjóra LH Hestar Eins og fram hefur komið þá hefur Landssamband hestamannafélaga gert samning við 365 miðla um útgáfu á átta síðna blaði um hesta og hestamennsku, sem mun koma sem innblað í Fréttablaðinu einu sinni í mánuði. Ritstjóri þessa nýja blaðs er Jens Einarsson, einn mesti hestapenni landsins, Hestafréttir sló á þráðinn til Jens og ræddi við hann um nýja verkefnið. Sport 8. september 2007 13:54
Siggi Sig með yfirburða sigur í skeiðinu Sigurður Sigurðarson átti stórleik á Glitnismóti Dreyra sem lauk í gær. Sigurður sigraði gæðingaskeið meistara á henni Drífu sinn á tímanum 8.50. Næstur Sigurði var nafni hans V. Matthíasson á tímanum 7.92 á Birting frá Selá. Þarna sést vel hversu yfirburðar skeiðhestur hún Drifa er. Sport 27. ágúst 2007 14:49
Viðar Ingólfs sigrar tölt meistara á Tuma Stórsnillingurinn Viðar Ingólfsson sigraði tölt meistara sem var síðasta greinin á vel heppnuðu Glitnismóti Dreyra sem haldið var nú um helgina. Viðar keppti á stórgæðingnum Tuma frá Stórahofi með einkunnina 8.50. Það var svo hrossabóndinn og spekúlantinn Sigurður Sigurðarson á Þjóðólfshaga sem sigraði tölt 1. flokkinn á Kjarnorku frá Kjarnholtum með 7.83 í einkunn. Sport 26. ágúst 2007 21:12
Stian Pedersen tvöfaldur heimsmeistari Gríðarlega harðri keppni var að ljúka í töltinu á HM í Hollandi og var það Stian Pedersen sem sigraði eftir dramatíska keppni með 8.56 í aðaleinkunn á Jarl frá Miðkrika og er hann því tvöfaldur heimsmeistari en hann sigraði fjórganginn fyrr í dag. Sport 12. ágúst 2007 14:09
Jolly Schrenk er heimsmeistari í slaktaumatölti Jolly Schrenk er heimsmeistari í slaktaumatölti á Laxness vom Stördal með 8.50, en keppni var að ljúka núna á HM í Hollandi. Jolly átti frábæra sýningu og ekki vantaði fagnið hjá þjóðverjunum í áhorfendastúkunni þegar úrslitin voru kunn. Í öðru sæti varð Eyjólfur Þorsteinsson á Hárek frá Vindási með 8.29. Sport 12. ágúst 2007 12:30
Mannlífið á HM íslenska hestsins Mannlífið á HM í Hollandi er engu líkt og er talið að um 13.000 manns séu á svæðinu þennan loka dag mótsins. Fjölnir Þorgeirsson ljósmyndari Hestafrétta tók púlsinn á fólkinu og er ekki annað að sjá en að allir séu í topp formi og allir glaðir. Sport 12. ágúst 2007 11:33
Bergþór tvöfaldur heimsmeistari í skeiði Bergþór Eggertsson var í þessu að vinna 100m skeiðið á Lótus van Aldenghoor með 7.63. Þetta er annar heimsmeistaratitill Begga en hann vann einnig 250m skeiðið. Í öðru sæti varð Emelie Romland á Mjölnir frá Dalbæ með tímann 7.71 og í þriðja sæta höfnuðu Nicole Mertz og Óðinn von Moorflur með tímann7.73. Siggi Sig endaði í fimmta sæti á Flugari frá Holtsmúla. Sport 12. ágúst 2007 11:31
Þórarinn Eymundsson er heimsmeistari í fimmgangi Þórarinn Eymundsson var að vinna fimmganginn á heimsmeistaramótinu í Hollandi á undrahestinum Kraft frá Bringu með 8.10. Sýning Þórarinns var nokkuð góð og fékk hann m.a 9,17 fyrir tölt en fetið var frekar slakt en hann fékk aðeins 5.15. Í öðru sæti var Frauke Schenzel á Næpu vom Kronshof með 7.52 og í þriðja sæti hafnaði Piet Hoyos og Kvist frá Ólafsvöllum með 7.38. Sport 12. ágúst 2007 09:24
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti