Harmageddon notaði því tækifærið og sló á þráðinn til kappans nú í vikunni. Hægt er að heyra spjallið hér. Kalkbrenner sagðist hlakka mikið til þess að koma til Reykjavíkur en sagðist þó ekki vita mikið um land og þjóð. Það kom þó upp úr kafinu að hann var með eina staðreynd alveg á hreinu. Að íslenski hesturinn er með fleiri gangtegundir en aðrir hestar og nefndi þessi teknó snillingur að sjálfsögðu hið heimsfræga tölt því til staðfestingar.
Já það eru ekki bara Björk, Sigur Rós og Of Monsters and Men sem hafa borið út hróður Íslands. Hesturinn á sitt lof skilið líka.
Tékkið á löngu vínil útgáfunni af hinu frábæra Sky and Sand lagi Kalkbrenner hér fyrir neðan.