Keppnisbann knapa stytt: Formaður lyfjaráðs uggandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2014 09:15 Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ. Myndin til hægri er frá Landsmóti hestamanna. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, óttast að mildun áfrýjunardómstóls ÍSÍ á keppnisbanni knapans Þorvalds Árna Þorvaldssonar verði fordæmisgefandi fyrir þau lyfjamál sem upp muni koma í framtíðinni. Þriggja mánaða keppnisbann Þorvalds Árna var stytt úr þremur mánuðum í einn mánuð í gær eins og greint var frá á Vísi. Því lýkur 29. júní en daginn eftir hefst Landsmót hestamanna á Hellu, stærsta hestamót ársins á Íslandi. Þorvaldur féll á lyfjaprófi að lokinni töltkeppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum þann 6. mars. Þorvaldur sigraði í keppninni en sigurinn var dæmdur ógildur. Mögulegt er að röðun efstu manna í Meistaradeildinni riðlist af þeim sökum en Sigurbjörn Bárðarson stóð uppi sem sigurvegari.Finnst vægt tekið á málum Reiknað er með því að dómurinn yfir Þorvaldi verði birtur í dag en Skúli á þó ekki von á því að þar muni koma fram neinar skýringar um ástæður þess að dómurinn var mildur. Það hafi ekki verið venjan hjá áfrýjunardómstólnum. Það verði að koma í ljós. Hann telur ekki um áfellisdóm að ræða yfir lyfjaráði sem hann er í forsvari fyrir. „Ég held að við höfum alveg fyllilega sett okkar mál fram og enginn vafi verið til staðar hvað það varðar,“ segir Skúli. Hann segir menn hafa beðist vægðar fyrir dómstól ÍSÍ á ýmsum grundvelli. Fyrri dómur hafi tekið tillit til þess að hluta og nú hafi áfrýjunardómstóllinn gert það enn frekar. „Því miður finnst mér frekar vægt tekið á málum sem mér þykja alvarleg.“Allajafna sex mánaða keppnisbann Fátítt er að íþróttafólk á Íslandi falli á lyfjaprófi. Um örfá tilfelli er að ræða árlega allajafna. Því má ímynda sér að sérhver dómur hafi töluvert fordæmisgildi. „Já, það er þannig því miður. Ég óttast það svolítið ef þetta er viðhorfið gagnvart notkun á slíkum efnum,“ segir Skúli. Ekki hefur komið fram hvaða efni fannst í lyfjaprófi Þorvaldar Árna og vildi Skúli ekki staðfesta það. Hann staðfesti þó að ekki væri um kannabisefni að ræða eins og margir hafi talið. Þeir íslensku íþróttamenn er fallið hafa á lyfjaprófi sökum neyslu kannabisefna hafa undantekningalaust fengið sex mánaða keppnisbann. „Þar hafa menn ekki séð ástæðu til að milda dóma hingað til,“ segir Skúli og er greinilega hugsi yfir ákvörðun áfrýjunardómstólsins í máli Þorvaldar Árna. Ekki hafi verið, að hans mati, um óvenjulegar aðstæður að ræða sem ættu að leiða til svo mikillar mildunar á dómi. „Þessi efni eiga almennt að leiða til sex mánaða keppnisbanns.“ Athygli vekur að mildun dómsins úr þremur mánuðum í einn gerir Þorvaldi Árna kleyft að keppa á Landsmóti hestamanna á Hellu sem hefst þann 30. júní. Keppnisbanni hans lýkur degi fyrr. „Mildunin hentar honum afskaplega vel. Hann missir ekki af stærsta móti ársins.“ Hestar Tengdar fréttir Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00 Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, óttast að mildun áfrýjunardómstóls ÍSÍ á keppnisbanni knapans Þorvalds Árna Þorvaldssonar verði fordæmisgefandi fyrir þau lyfjamál sem upp muni koma í framtíðinni. Þriggja mánaða keppnisbann Þorvalds Árna var stytt úr þremur mánuðum í einn mánuð í gær eins og greint var frá á Vísi. Því lýkur 29. júní en daginn eftir hefst Landsmót hestamanna á Hellu, stærsta hestamót ársins á Íslandi. Þorvaldur féll á lyfjaprófi að lokinni töltkeppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum þann 6. mars. Þorvaldur sigraði í keppninni en sigurinn var dæmdur ógildur. Mögulegt er að röðun efstu manna í Meistaradeildinni riðlist af þeim sökum en Sigurbjörn Bárðarson stóð uppi sem sigurvegari.Finnst vægt tekið á málum Reiknað er með því að dómurinn yfir Þorvaldi verði birtur í dag en Skúli á þó ekki von á því að þar muni koma fram neinar skýringar um ástæður þess að dómurinn var mildur. Það hafi ekki verið venjan hjá áfrýjunardómstólnum. Það verði að koma í ljós. Hann telur ekki um áfellisdóm að ræða yfir lyfjaráði sem hann er í forsvari fyrir. „Ég held að við höfum alveg fyllilega sett okkar mál fram og enginn vafi verið til staðar hvað það varðar,“ segir Skúli. Hann segir menn hafa beðist vægðar fyrir dómstól ÍSÍ á ýmsum grundvelli. Fyrri dómur hafi tekið tillit til þess að hluta og nú hafi áfrýjunardómstóllinn gert það enn frekar. „Því miður finnst mér frekar vægt tekið á málum sem mér þykja alvarleg.“Allajafna sex mánaða keppnisbann Fátítt er að íþróttafólk á Íslandi falli á lyfjaprófi. Um örfá tilfelli er að ræða árlega allajafna. Því má ímynda sér að sérhver dómur hafi töluvert fordæmisgildi. „Já, það er þannig því miður. Ég óttast það svolítið ef þetta er viðhorfið gagnvart notkun á slíkum efnum,“ segir Skúli. Ekki hefur komið fram hvaða efni fannst í lyfjaprófi Þorvaldar Árna og vildi Skúli ekki staðfesta það. Hann staðfesti þó að ekki væri um kannabisefni að ræða eins og margir hafi talið. Þeir íslensku íþróttamenn er fallið hafa á lyfjaprófi sökum neyslu kannabisefna hafa undantekningalaust fengið sex mánaða keppnisbann. „Þar hafa menn ekki séð ástæðu til að milda dóma hingað til,“ segir Skúli og er greinilega hugsi yfir ákvörðun áfrýjunardómstólsins í máli Þorvaldar Árna. Ekki hafi verið, að hans mati, um óvenjulegar aðstæður að ræða sem ættu að leiða til svo mikillar mildunar á dómi. „Þessi efni eiga almennt að leiða til sex mánaða keppnisbanns.“ Athygli vekur að mildun dómsins úr þremur mánuðum í einn gerir Þorvaldi Árna kleyft að keppa á Landsmóti hestamanna á Hellu sem hefst þann 30. júní. Keppnisbanni hans lýkur degi fyrr. „Mildunin hentar honum afskaplega vel. Hann missir ekki af stærsta móti ársins.“
Hestar Tengdar fréttir Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00 Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00
Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti