Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

„Mér finnst allt spennandi við Fram þessa dagana“

„Þeir dreifðu álaginu, mikið. Þeir eru með breidd og þetta er lið sem öll liðin í deildinni þurfa að taka alvarlega,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar um lið Fram sem gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Vals í Olís deild karla á dögunum.

Handbolti
Fréttamynd

Donni inn fyrir Ómar Inga

Kristján Örn Kristjánsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Ísrael og Eistlandi í undankeppni EM síðar í þessum mánuði.

Handbolti
Fréttamynd

Eyþór Lárusson: Við munum læra af þessu

Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, var að vonum svekktur eftir tap gegn Haukum á Ásvöllum fyrr í dag. Fyrir leikinn voru Haukar enn án stiga. Það var hart barist strax frá fyrstu mínútu en Haukar höfðu þó yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 39-33. 

Handbolti
Fréttamynd

Þorsteinn Gauti: Frábært að ná að vinna Val

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, vinstri skytta Fram, átti stóran þátt í 37 – 34 sigri þeirra á Val í Úlfarsárdal í kvöld. Hann skoraði 10 mörk og var valinn maður leiksins í leikslok. Eðlilega var hann gríðarlega sáttur í viðtali eftir leik.

Handbolti
Fréttamynd

Unnur: Svörum vel í seinni hálfleik

Unnur Ómarsdóttir skoraði fjögur mörk þegar KA/Þór gerði 20-20 jafntefli við Makedónsku meistaranna í Gjorche Petrov í fyrri leik liðanna Evrópubikar kvenna í KA-heimilinu í kvöld en liðin mætast öðru sinni í KA-heimilinu annað kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Við förum hvorki upp í skýin né niður í kjallara

„Ég er mjög sáttur. Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir erfiðan leik, ÍR hefur verið að spila vel þannig ég er bara ánægður með nánast allt í þessum leik,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir 38-25 marka sigur á ÍR í KA heimilinu í kvöld. 

Sport