Ný gullskynslóð Færeyinga á fjölum Laugardalshallarinnar í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2023 12:01 Hinn 21 árs gamli Elias Ellefsen a Skipagotu er stærsta stjarna færeyska landsliðsins en hann spilar með Kiel í Þýskalandi. Getty/Frank Molter Ísland mætir Færeyjum í vináttulandsleik í Laugardalshöllinni í kvöld en bæði lið eru að undirbúa sig fyrir EM í handbolta í Þýskalandi í janúar. Íslenska landsliðið er þar að fara á sitt þrettánda Evrópumót í röð en þetta verður aftur á móti í fyrsta sinn sem færeyska landsliðið kemst á stórmót. Það má því segja að í kvöld sé tækifæri til að sjá nýja gullskynslóð Færeyinga spila hér á landi. Ísland vann tvo stórsigra á Færeyjum þegar þjóðirnar mættust síðast á handboltavellinum í maí 2005. Fyrri leikurinn vannst með 21 marki en sá síðari með 9 mörkum. Færeyingar tefla fram allt öðru og betra liði í dag. Í aðalhlutverkum eru ungir leikmenn sem hafa verið að gera flotta hluti á stórmótum yngri landsliða síðustu ár. Komnir í þýsk stórlið Með frammistöðu sinni hafa þessir strákar einnig komist að hjá sterkum félagsliðum í Evrópu. Elias Ellefsen á Skipagøtu er þannig leikmaður THW Kiel í Þýskalandi og Hákun West av Teigum spilar með Füchse Berlin. Þá er Óli Mittún hjá Sävehof í Svíþjóð en þar spilaði Elias áður. Einn leikmaður færeyska liðsins spilar á Íslandi en það er hornamaðurinn Allan Norðberg hjá Val. Nicholas Satchwell, fyrrum markvörður KA, og Vilhelm Poulsen, fyrrum leikmaður Fram eru líka báðir í hópnum. Ungu stjörnuleikmenn liðsins eru leikstjórnandinn Elias á Skipagötu (21 árs), hægri hornamaðurinn Hákun av Teigum (21 árs) og vinstri skyttan Óli Mittún (18 ára) sem allir hafa slegið í gegn á stórmótum yngri landsliða. Elias á Skipagötu var valinn besti leikmaður sænsku deildarinnar 2021-22 og var bæði markahæstur (55 mörk) og besti leikstjórnandi á HM 21 árs landsliða í sumar þar sem færeyska liðið endaði í sjöunda sæti. Hann er þegar kominn til þýska stórliðsins Kiel. Markakóngur á bæði HM U19 og EM U18 Óli Mittún var kosinn besti leikmaðurinn á EM undir átján ára í fyrra og var bæði markahæstur á HM U19 í ár og EM U18 í fyrra. Hann skoraði 87 mörk á HM 2023 þar sem Færeyingar urðu í áttunda sæti og skoraði 80 mörk á EM 2022 þar sem færeyska liðið varð í níunda sæti. Færeyingar komust á EM sem eitt af liðunum með bestan árangur í þriðja sæti í sínum riðli. Markahæsti leikmaður liðsins í undankeppninni var Hákun av Teigum með 39 mörk í sex leikjum en Óli Mittún skoraði 26 mörk í sex leikjum og Elias á Skipagötu var með 25 mörk en lék aðeins fjóra af sex leikjum. Spila í Berlín Í úrslitakeppninni spilar liðið í riðli með Noregi, Slóveníu og Póllandi og verður hann spilaður í Mercedes-Benz Arena höllinni í Berlín. Fyrsti leikur liðsins er á móti Slóveníu 11. janúar sem verður sögulegur dagur fyrir færeyskar íþróttir. Leikur Íslands og Færeyja hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Landsliðshópur Færeyja í Íslandsferðinni: Markverðir: Nicholas Satchwell, TIF Viking Bergen (NOR) Pauli Jacobsen, HØJ (DEN) Útileikmenn: Ísak Vedelsbøl, H71 Teis Horn Rasmussen, Århus HC (DEN) Helgi Hildarson Hoydal, Kristiansand (NOR) Pætur Mikkjalsson, Hallby (SWE) Leivur Mortensen, Frederiksberg IF (DEN) Rói Berg Hansen, HØJ (DEN) Hákun West av Teigum, Füchse Berlin (GER) Allan Norðberg, Valur (ISL) Peter Krogh, Århus HC (DEN) Kjartan Johansen, Bækkelaget (NOR) Vilhelm Poulsen, Lemvig-Thyborøn (DEN) Elias Ellefsen á Skipagøtu, THW Kiel (GER) Óli Mittún, IK Sävehof (SWE) Rói Ellefsen á Skipagøtu, Hallby (SWE) Jónas Gunnarson Djurhuus, Frederiksberg IF (DEN) Pauli Mittún, Team Sydhavsøerne (DEN) Bjarni í Selvindi, Kristiansand (NOR) Færeyjar Handbolti EM 2024 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Íslenska landsliðið er þar að fara á sitt þrettánda Evrópumót í röð en þetta verður aftur á móti í fyrsta sinn sem færeyska landsliðið kemst á stórmót. Það má því segja að í kvöld sé tækifæri til að sjá nýja gullskynslóð Færeyinga spila hér á landi. Ísland vann tvo stórsigra á Færeyjum þegar þjóðirnar mættust síðast á handboltavellinum í maí 2005. Fyrri leikurinn vannst með 21 marki en sá síðari með 9 mörkum. Færeyingar tefla fram allt öðru og betra liði í dag. Í aðalhlutverkum eru ungir leikmenn sem hafa verið að gera flotta hluti á stórmótum yngri landsliða síðustu ár. Komnir í þýsk stórlið Með frammistöðu sinni hafa þessir strákar einnig komist að hjá sterkum félagsliðum í Evrópu. Elias Ellefsen á Skipagøtu er þannig leikmaður THW Kiel í Þýskalandi og Hákun West av Teigum spilar með Füchse Berlin. Þá er Óli Mittún hjá Sävehof í Svíþjóð en þar spilaði Elias áður. Einn leikmaður færeyska liðsins spilar á Íslandi en það er hornamaðurinn Allan Norðberg hjá Val. Nicholas Satchwell, fyrrum markvörður KA, og Vilhelm Poulsen, fyrrum leikmaður Fram eru líka báðir í hópnum. Ungu stjörnuleikmenn liðsins eru leikstjórnandinn Elias á Skipagötu (21 árs), hægri hornamaðurinn Hákun av Teigum (21 árs) og vinstri skyttan Óli Mittún (18 ára) sem allir hafa slegið í gegn á stórmótum yngri landsliða. Elias á Skipagötu var valinn besti leikmaður sænsku deildarinnar 2021-22 og var bæði markahæstur (55 mörk) og besti leikstjórnandi á HM 21 árs landsliða í sumar þar sem færeyska liðið endaði í sjöunda sæti. Hann er þegar kominn til þýska stórliðsins Kiel. Markakóngur á bæði HM U19 og EM U18 Óli Mittún var kosinn besti leikmaðurinn á EM undir átján ára í fyrra og var bæði markahæstur á HM U19 í ár og EM U18 í fyrra. Hann skoraði 87 mörk á HM 2023 þar sem Færeyingar urðu í áttunda sæti og skoraði 80 mörk á EM 2022 þar sem færeyska liðið varð í níunda sæti. Færeyingar komust á EM sem eitt af liðunum með bestan árangur í þriðja sæti í sínum riðli. Markahæsti leikmaður liðsins í undankeppninni var Hákun av Teigum með 39 mörk í sex leikjum en Óli Mittún skoraði 26 mörk í sex leikjum og Elias á Skipagötu var með 25 mörk en lék aðeins fjóra af sex leikjum. Spila í Berlín Í úrslitakeppninni spilar liðið í riðli með Noregi, Slóveníu og Póllandi og verður hann spilaður í Mercedes-Benz Arena höllinni í Berlín. Fyrsti leikur liðsins er á móti Slóveníu 11. janúar sem verður sögulegur dagur fyrir færeyskar íþróttir. Leikur Íslands og Færeyja hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Landsliðshópur Færeyja í Íslandsferðinni: Markverðir: Nicholas Satchwell, TIF Viking Bergen (NOR) Pauli Jacobsen, HØJ (DEN) Útileikmenn: Ísak Vedelsbøl, H71 Teis Horn Rasmussen, Århus HC (DEN) Helgi Hildarson Hoydal, Kristiansand (NOR) Pætur Mikkjalsson, Hallby (SWE) Leivur Mortensen, Frederiksberg IF (DEN) Rói Berg Hansen, HØJ (DEN) Hákun West av Teigum, Füchse Berlin (GER) Allan Norðberg, Valur (ISL) Peter Krogh, Århus HC (DEN) Kjartan Johansen, Bækkelaget (NOR) Vilhelm Poulsen, Lemvig-Thyborøn (DEN) Elias Ellefsen á Skipagøtu, THW Kiel (GER) Óli Mittún, IK Sävehof (SWE) Rói Ellefsen á Skipagøtu, Hallby (SWE) Jónas Gunnarson Djurhuus, Frederiksberg IF (DEN) Pauli Mittún, Team Sydhavsøerne (DEN) Bjarni í Selvindi, Kristiansand (NOR)
Landsliðshópur Færeyja í Íslandsferðinni: Markverðir: Nicholas Satchwell, TIF Viking Bergen (NOR) Pauli Jacobsen, HØJ (DEN) Útileikmenn: Ísak Vedelsbøl, H71 Teis Horn Rasmussen, Århus HC (DEN) Helgi Hildarson Hoydal, Kristiansand (NOR) Pætur Mikkjalsson, Hallby (SWE) Leivur Mortensen, Frederiksberg IF (DEN) Rói Berg Hansen, HØJ (DEN) Hákun West av Teigum, Füchse Berlin (GER) Allan Norðberg, Valur (ISL) Peter Krogh, Århus HC (DEN) Kjartan Johansen, Bækkelaget (NOR) Vilhelm Poulsen, Lemvig-Thyborøn (DEN) Elias Ellefsen á Skipagøtu, THW Kiel (GER) Óli Mittún, IK Sävehof (SWE) Rói Ellefsen á Skipagøtu, Hallby (SWE) Jónas Gunnarson Djurhuus, Frederiksberg IF (DEN) Pauli Mittún, Team Sydhavsøerne (DEN) Bjarni í Selvindi, Kristiansand (NOR)
Færeyjar Handbolti EM 2024 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti