Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Spieth með óbragð í munni

Jordan Spieth var ansi nálægt því vinna sitt þriðja risamót í röð á Opna breska og það situr enn í honum. Hann ætlar að svara á PGA-meistaramótinu.

Golf
Fréttamynd

Þurfa að halda einbeitingunni

Landsliðsþjálfarinn í golfi var ánægður með spilamennsku Haralds, Axels og Guðmundar á fyrsta degi Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi í Slóvakíu.

Golf
Fréttamynd

McIlroy lætur reyna á meiddan ökkla

Norður-írski kylfingurinn ætlar að leika æfingarhring áður en hann tekur ákvörðun hvort hann verði meðal þátttakenda á PGA-meistaramótinu í golfi sem hefst í næstu viku.

Golf
Fréttamynd

Guttinn sem sló kempunum ref fyrir rass

„Mér líður alveg frábærlega. Ég átti ekki von á þessu. Kom hingað bara með það markmið að hafa gaman af þessu,“ segir hinn 18 ára gamli Aron Snær Júlíusson sem gerði sér lítið fyrir og vann Einvígið á Nesinu sem var haldið í 19. skipti í gær.

Golf
Fréttamynd

Tiger neitar að hafa rekið þjálfarann sinn

Tiger Woods segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann hafi rekið sveifluþjálfarann sinn á dögunum en hann lék loksins hring á undir pari á Quicken Loans National mótinu í gær.

Golf
Fréttamynd

Signý: Sonurinn nýi lukkugripurinn minn

Þórður Rafn Gissurarson, GR, varð Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn og sló um leið meira en hálfrar aldar gamalt mótsmet. Signý Arnórsdóttir, GK, vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil eftir langa bið eftir spennandi lokasprett í gær.

Golf