Golf

McIlroy fer ekki til Ríó af ótta við Zika-veiruna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
McIlroy hefur unnið fjögur risamót á ferlinum.
McIlroy hefur unnið fjögur risamót á ferlinum. vísir/epa
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur dregið sig úr keppni á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst af ótta við Zika-faraldurinn sem geisar í Brasilíu.

„Þótt smithættan sé ekki mikil er þetta áhætta sem ég er ekki tilbúinn að taka,“ sagði hinn 27 ára McIlroy í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér.

Zika-veiran getur orsakað alvarlegan fósturskaða en sýnt hefur verið fram á tengsl hennar og svokallaðra smáheila sem þúsundir barna í Brasilíu fæddust með á síðasta ári.

Áður höfðu kylfingarnir Vijay Singh, Adam Scott, Louis Oosthuizen, Charl Schwartzel og Marc Leishman hætt við þátttöku á Ólympíuleikunum í ár vegna Zika-faraldursins.

Keppt verður í golfi á ÓL í Ríó í fyrsta sinn í 112 ár, eða frá því á ÓL í St. Louis 1904.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×