Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Katla komst á blað í fyrsta deildar­leik

Tveimur leikjum lauk rétt í þessu í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Katla Tryggvadóttir opnaði markareikning sinn fyrir Kristianstad þegar hún skoraði annað markið í 3-1 útisigri gegn AIK. 

Fótbolti
Fréttamynd

Hámhorfið: Hvað eru landsliðskonur í knatt­spyrnu að horfa á?

Sunnudagar eru uppáhalds dagar sumra sem njóta þess til dæmis að sofa út og kveikja svo á sjónvarpinu. Með offramboði af streymisveitum, þáttaseríum og kvikmyndum gætu sumir þó veigrað sér frá því að kveikja á imbanum sökum valkvíða. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks í Hámhorfinu þar sem ýmsar hugmyndir af sjónvarpsglápi koma fram. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Dagur Dan, Messi og Suárez á markaskónum

Fjöldi leikja fór fram í MLS deildinni í Bandaríkjum í nótt. Íslendingurinn Dagur Dan Þórhallsson skoraði gott mark í útivallarsigri og stjörnuprýtt lið Inter Miami vann dramatískan sigur eftir hlýjar kveðjur frá Patrick Mahomes. 

Fótbolti
Fréttamynd

La Liga: Topp­liðin tvö unnu nauma sigra

Real Madríd og Barcelona unnu bæði leiki sína í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, í dag með einu marki gegn engu. Þá vann Atlético Madríd góðan sigur á Girona í baráttunni um 3. sætið.

Fótbolti
Fréttamynd

Man United stal stigi á Vita­lity-vellinum

AFC Bournemouth og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Gestirnir frá Manchester lentu tvívegis undir en komu til baka í bæði skiptin. Það má þó með sanni segja að þeir hafi stolið stiginu í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mark Kristínar dugði skammt gegn AGF

Kristín Dís Árnadóttir skoraði eina mark Bröndby í 2-1 tapi gegn AGF í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hafrún Rakel Halldórsdóttir var utan hóps hjá Bröndby í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Meiðsli herja á landsliðskonur

Áfram herja meiðsli á sóknarmenn íslenska landsliðsins og setja svip sinn á þýsku úrvalsdeildina í fótbolta. Sveindís Jane Jónsdóttir verður ekki með Wolfsburg næstu misserin og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayer Leverkusen, fór meidd af velli í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Emma Hayes svaraði fyrir sig með ljóði

Samskipti, eða samskiptaleysi jafnvel, þeirra Emmu Hayes, stjóra Chelsea og Jonas Eidevall stjóra Arsenal, eftir bikarúrslitleik liðanna á dögunum halda áfram að rata í fjölmiðla en Hayes tjáði sig um málið á blaðamannafundi í dag en á nokkuð óhefðbundin hátt.

Fótbolti
Fréttamynd

Börn Kane sluppu vel

Harry Kane, framherji Bayern München, var nýlentur í London á mánudag, vegna leiksins við Arsenal, þegar hann fékk þær fréttir að þrjú elstu börn hans hefðu lent í árekstri í Þýskalandi.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við spiluðum illa og áttum skilið að tapa“

„Þetta var skelfilegur leikur, guð minn góður. Við byrjuðum vel, mjög vel, en héldum því ekki áfram. Við vorum alls staðar en á sama tíma ekki neins staðar“ sagði Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, eftir 0-3 tap gegn Atalanta. 

Fótbolti
Fréttamynd

Stíflan brast undir lokin og Leverkusen vann

West Ham tók á móti Bayer Leverkusen í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar og veitti gestunum hörku viðureign, en tapaði að endingu 0-2. Jonas Hoffmann og Victor Boniface tryggðu Leverkusen sigurinn. 

Fótbolti