Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Sindri Sverrisson skrifar 6. nóvember 2025 09:31 Viktor Bjarki Daðason sækir gegn Cristian Romero í leik FCK við Tottenham í Lundúnum í vikunni, í Meistaradeild Evrópu. Getty/Nigel French Arnar Gunnlaugsson, þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta, fylgist spenntur með uppgangi hins 17 ára Viktors Bjarka Daðasonar og segir framtíð hans bjarta. Hann ákvað þó að velja hann ekki í sitt landslið að svo stöddu. Arnar kynnti landsliðshóp sinn í gær fyrir leikina mikilvægu við Aserbaísjan 13. nóvember og Úkraínu 16. nóvember, í undankeppni HM. Hann ræddi um Viktor í viðtali við Aron Guðmundsson eftir blaðamannafund, eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Arnar segir framtíð Viktors bjarta Viktor, sem á hálfum mánuði hefur skapað sér nafn með því að hafa nýtt strax tækifæri sín með aðalliði FC Kaupmannahafnar og meðal annars skorað gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu, er ekki í A-landsliðshópnum nú. Viktor er ekki heldur í U21-landsliðinu sem spilar leik við Lúxemborg í þessum mánuði en hann er í U19-landsliðinu sem spilar þrjá leiki. Miðað við orð Jörundar Áka Sveinssonar, yfirmanns fótboltamála hjá KSÍ, á Fótbolta.net í gær þótti það henta best fyrir Viktor að spila þrjá leiki með U19 frekar en einn með U21, að svo stöddu. „Fylgjumst spenntir með hans framþróun“ En hversu spennandi leikmaður er Framarinn ungi, sem FCK tryggði sér í fyrra eftir samkeppni við fjölda félaga: „Hann er virkilega spennandi. Það er ótrúlegt hver framgangur hans hefur verið síðustu mánuði, fara frá Fram í Bestu deildinni og vera kominn á stærsta sviðið í Meistaradeild Evrópu. Sjá hann [í fyrrakvöld gegn Tottenham] og aðra leiki, þetta er með ólíkindum,“ sagði Arnar en Viktor hefur bæði skorað mörk og lagt upp í fyrstu leikjum sínum með FCK og virst tilbúinn í að spila á stóra sviðinu. „Hann á þetta skilið. Hann er með gott bakland. Hann er einn af þessum ungu framherjum sem við eigum, sem eru að gera frábæra hluti. Við fylgjumst spenntir með hans framþróun en í þetta sinn mun hann hjálpa okkur annars staðar en með A-landsliðinu. Hans framtíð verður klárlega björt ef hann sleppur við meiðsli og heldur áfram að standa sig vel,“ sagði Arnar. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Arnar kynnti landsliðshóp sinn í gær fyrir leikina mikilvægu við Aserbaísjan 13. nóvember og Úkraínu 16. nóvember, í undankeppni HM. Hann ræddi um Viktor í viðtali við Aron Guðmundsson eftir blaðamannafund, eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Arnar segir framtíð Viktors bjarta Viktor, sem á hálfum mánuði hefur skapað sér nafn með því að hafa nýtt strax tækifæri sín með aðalliði FC Kaupmannahafnar og meðal annars skorað gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu, er ekki í A-landsliðshópnum nú. Viktor er ekki heldur í U21-landsliðinu sem spilar leik við Lúxemborg í þessum mánuði en hann er í U19-landsliðinu sem spilar þrjá leiki. Miðað við orð Jörundar Áka Sveinssonar, yfirmanns fótboltamála hjá KSÍ, á Fótbolta.net í gær þótti það henta best fyrir Viktor að spila þrjá leiki með U19 frekar en einn með U21, að svo stöddu. „Fylgjumst spenntir með hans framþróun“ En hversu spennandi leikmaður er Framarinn ungi, sem FCK tryggði sér í fyrra eftir samkeppni við fjölda félaga: „Hann er virkilega spennandi. Það er ótrúlegt hver framgangur hans hefur verið síðustu mánuði, fara frá Fram í Bestu deildinni og vera kominn á stærsta sviðið í Meistaradeild Evrópu. Sjá hann [í fyrrakvöld gegn Tottenham] og aðra leiki, þetta er með ólíkindum,“ sagði Arnar en Viktor hefur bæði skorað mörk og lagt upp í fyrstu leikjum sínum með FCK og virst tilbúinn í að spila á stóra sviðinu. „Hann á þetta skilið. Hann er með gott bakland. Hann er einn af þessum ungu framherjum sem við eigum, sem eru að gera frábæra hluti. Við fylgjumst spenntir með hans framþróun en í þetta sinn mun hann hjálpa okkur annars staðar en með A-landsliðinu. Hans framtíð verður klárlega björt ef hann sleppur við meiðsli og heldur áfram að standa sig vel,“ sagði Arnar.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira