„Ég og Nik erum ágætis vinir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2025 10:32 Ian Jeffs með Blikatreyjuna fyrir framan stúkuna á Kópavogsvelli. @breidablikfc Íslands- og bikarmeistararnir í Breiðabliki kynntu nýjan þjálfara í gær og það verða áfram ensk áhrif hjá Blikakonum næsta sumar. „Þetta er bara frábært félag og ég er bara mjög spenntur fyrir því að vera kominn hingað,“ sagði Ian Jeffs í fyrsta viðtalinu sínu sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks. Hann tekur við liðinu af Nik Chamberlain sem hætti til að taka við sænska liðinu Kristianstad. Hefur fylgst með Nik og Blikaliðinu Jeffs hefur þjálfað karlalið undanfarin ár, síðast lið Hauka, en segist hafa náð að fylgjast með kvennaliði Blika. Hann þekkir því til leikmanna þess þótt hann hafi ekki verið að þjálfa í kvennaboltanum. „Þrátt fyrir að ég sé búinn að vera að þjálfa karlalið undanfarin ár þá er ég alveg búinn að fylgjast með kvennaboltanum og þá sérstaklega liði Breiðabliks. Ég og Nik erum ágætis vinir og ég er búinn að fylgjast með honum og með liðinu,“ sagði Jeffs. Hann ræddi við Nik um starfið áður en hann tók við. „Bara þegar þetta kom upp. Ég var í sambandi við hann og við töluðum saman um hlutina en þetta gerðist bara svolítið hratt. Við töluðum ekki það mikið saman en bara nógu til að ég myndi vera bara spenntur fyrir þessu,“ sagði Jeffs en er erfiðara að taka við Blikum sem tvöföldum meisturum? Þetta er bara gott „Þetta er bara lið sem vill bara vinna titla og það er bara krafa hér til að ná árangri. Ég held það hafi ekki skipt máli ef liðið hefði unnið Íslandsmeistaratitilinn núna í ár eða ekki. Það myndu alltaf vera sömu kröfur. Þetta er bara gott. Það er bara metnaður hjá félaginu. Og ég vil bara gera mitt besta og vonandi halda áfram eins og Breiðablik hefur verið að núna undanfarin ár,“ sagði Jeffs. En við hverjum mega stuðningsmenn Breiðabliks búast við frá liðinu hans og hvernig fótbolta ætlar hann að spila? „Ég myndi segja að ég og Nik séum með svipaða sýn á fótbolta. Hann spilar samt öðruvísi leikkerfi en það sem ég hef notað. Ég vil bara spila góðan fótbolta. Ég vil bara sækja mikið og ég vil bara helst spila skemmtilega sóknarsinnaðan fótbolta og vonandi getur það haldið áfram eftir að ég tek við þessu,“ sagði Jeffs. View this post on Instagram A post shared by Breiðablik FC (@breidablikfc) Gerða Eyjakonur að bikarmeisturum Þjálfaraferill Ians hófst fyrir rúmum tíu árum síðan, þegar hann tók við þjálfun kvennaliðs ÍBV í efstu deild Íslandsmótsins. Á þeim fjórum árum sem hann stýrði ÍBV, kom hann liðinu meðal annars tvisvar sinnum í bikarúrslit og varð bikarmeistari 2017. Hann var aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins frá hausti 2018 til ársloka 2020 og átti sinn þátt í að þátttökurétturinn á Evrópumót landsliða var tryggður þá fyrir mótið 2022. Ian þjálfaði síðan karlalið Þróttar í tvö tímabil, þar sem hann stýrði liðinu m.a. upp um deild. Árið 2024 tók hann síðan við karlaliði Hauka, þar sem hann lét af störfum að nýloknu keppnistímabili.Sem leikmaður spilaði Ian Jeffs m.a. með ÍBV, Val og Fylki og á yfir 200 leiki í efstu deild á Íslandi. Þá spilaði hann einnig með Crewe á Englandi og Örebro í Svíþjóð. Hann er menntaður íþróttafræðingur frá HR og er að ljúka UEFA Pro-gráðu í nóvember. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
„Þetta er bara frábært félag og ég er bara mjög spenntur fyrir því að vera kominn hingað,“ sagði Ian Jeffs í fyrsta viðtalinu sínu sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks. Hann tekur við liðinu af Nik Chamberlain sem hætti til að taka við sænska liðinu Kristianstad. Hefur fylgst með Nik og Blikaliðinu Jeffs hefur þjálfað karlalið undanfarin ár, síðast lið Hauka, en segist hafa náð að fylgjast með kvennaliði Blika. Hann þekkir því til leikmanna þess þótt hann hafi ekki verið að þjálfa í kvennaboltanum. „Þrátt fyrir að ég sé búinn að vera að þjálfa karlalið undanfarin ár þá er ég alveg búinn að fylgjast með kvennaboltanum og þá sérstaklega liði Breiðabliks. Ég og Nik erum ágætis vinir og ég er búinn að fylgjast með honum og með liðinu,“ sagði Jeffs. Hann ræddi við Nik um starfið áður en hann tók við. „Bara þegar þetta kom upp. Ég var í sambandi við hann og við töluðum saman um hlutina en þetta gerðist bara svolítið hratt. Við töluðum ekki það mikið saman en bara nógu til að ég myndi vera bara spenntur fyrir þessu,“ sagði Jeffs en er erfiðara að taka við Blikum sem tvöföldum meisturum? Þetta er bara gott „Þetta er bara lið sem vill bara vinna titla og það er bara krafa hér til að ná árangri. Ég held það hafi ekki skipt máli ef liðið hefði unnið Íslandsmeistaratitilinn núna í ár eða ekki. Það myndu alltaf vera sömu kröfur. Þetta er bara gott. Það er bara metnaður hjá félaginu. Og ég vil bara gera mitt besta og vonandi halda áfram eins og Breiðablik hefur verið að núna undanfarin ár,“ sagði Jeffs. En við hverjum mega stuðningsmenn Breiðabliks búast við frá liðinu hans og hvernig fótbolta ætlar hann að spila? „Ég myndi segja að ég og Nik séum með svipaða sýn á fótbolta. Hann spilar samt öðruvísi leikkerfi en það sem ég hef notað. Ég vil bara spila góðan fótbolta. Ég vil bara sækja mikið og ég vil bara helst spila skemmtilega sóknarsinnaðan fótbolta og vonandi getur það haldið áfram eftir að ég tek við þessu,“ sagði Jeffs. View this post on Instagram A post shared by Breiðablik FC (@breidablikfc) Gerða Eyjakonur að bikarmeisturum Þjálfaraferill Ians hófst fyrir rúmum tíu árum síðan, þegar hann tók við þjálfun kvennaliðs ÍBV í efstu deild Íslandsmótsins. Á þeim fjórum árum sem hann stýrði ÍBV, kom hann liðinu meðal annars tvisvar sinnum í bikarúrslit og varð bikarmeistari 2017. Hann var aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins frá hausti 2018 til ársloka 2020 og átti sinn þátt í að þátttökurétturinn á Evrópumót landsliða var tryggður þá fyrir mótið 2022. Ian þjálfaði síðan karlalið Þróttar í tvö tímabil, þar sem hann stýrði liðinu m.a. upp um deild. Árið 2024 tók hann síðan við karlaliði Hauka, þar sem hann lét af störfum að nýloknu keppnistímabili.Sem leikmaður spilaði Ian Jeffs m.a. með ÍBV, Val og Fylki og á yfir 200 leiki í efstu deild á Íslandi. Þá spilaði hann einnig með Crewe á Englandi og Örebro í Svíþjóð. Hann er menntaður íþróttafræðingur frá HR og er að ljúka UEFA Pro-gráðu í nóvember.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira