Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Á leið í bann eftir brot á veð­mála reglum

Það stefnir allt í að Harry Toffolo, varnarmaður Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, feti í fótspor Ivan Toney og verði dæmdur í margra mánaða bann vegna brota á veðmála reglum enska knattspyrnusambandsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Messi lentur í Miami

Lionel Messi er loksins kominn til Bandaríkjanna en það eru margar vikur síðan fréttist af því að hann væri að semja við bandaríska félagið Inter Miami.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég hef enga trú á því að þeir hafi verið að vanmeta okkur“

Breiðablik sigraði Shamrock Rovers með einu marki gegn engu í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og halda heim á Kópavogsvöll með forystuna fyrir seinni leikinn í einvíginu. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður með þennan sterka útisigur. Hann segir góða byrjun á leiknum hafa lagt grunninn að sigrinum í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Blikar sækja Shamrock Rovers heim

Breiðablik leikur fyrri leik sinn við írska liðið Shamrock Rovers í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla á Tallaght leikvangnum í Dublin í kvöld. Leikur liðanna verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsending hefst klukkan 18.35. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Hefðum átt að nýta kantana betur“

Bjarni Guðjón Brynjólfsson átti góðan leik inni á miðsvæðinu hjá U-19 ára landsliðinu í fótbolta karla þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Grikkland í lokaumferð riðlakeppninnar í lokakeppni Evrópumótsins á Möltu í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Tvö mörk tekin af okkur í þessum leik“

Hlynur Freyr Karlsson, fyrirliði íslenska U-19 ára landsliðsins í fótbolta karla, var óánægður með að tvö mörk hefðu verið tekin af íslenska liðinu þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Grikkland í lokaumferð í riðlakeppni Evrópumótsins á Möltu í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Timber hugsaður sem hægri bakvörður

Jurriën Timber sem er við það að ganga til liðs við Arsenal frá Ajax er að sögn enskra fjölmiðla hugsaður sem samkeppni við Ben White í hægri bakvarðarstöðunni hjá enska liðinu en báðir geta þeir einng leikið sem miðverðir. 

Fótbolti