Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2025 08:31 Carlo Ancelotti virðist ætla að enda magnaðan tíma með Real Madrid á tímabili án stórs titils. Getty/Guillermo Martinez Þjálfarinn sigursæli Carlo Ancelotti er á lokametrunum með Real Madrid og hefur komist að samkomulagi um að verða næsti landsliðsþjálfari Brasilíu í júní. Þar með verður hann einn hæst launaði landsliðsþjálfari heims. Frá þessu greinir fréttamaðurinn Fabrizio Romano og segir að fulltrúar brasilíska knattspyrnusambandsins hafi undanfarið dvalið í Madrid til að ganga frá málunum. Það hafi verið lykilatriði hjá Brössunum að Ancelotti myndi ekki bíða fram yfir HM félagsliða heldur taka við landsliðinu í júní en þá spilar Brasilía tvo leiki í undankeppni HM. Nú virðist það ætla að ganga eftir en Romano segir að engu að síður verði viðskilnaður Ancelotti við Real Madrid á góðum nótum. 🚨🇧🇷 BREAKING: Carlo Ancelotti and Brazil have reached an agreement in principle for the Italian to become Seleçao head coach for the World Cup 2026.Deal valid from June, NOT after Clubs World Cup.Real Madrid and Ancelotti would part ways nicely with formal steps needed next. pic.twitter.com/w0KuNqvMEj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 28, 2025 Nú séu í gangi viðræður um það hvaða teymi muni starfa með Ítalanum og hjálpa honum að gera Brasilíu að heimsmeistara þegar HM fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada eftir rúmt ár. Real Madrid þarf að hafa hraðar hendur við að finna arftaka Ancelotti en liðið spilar á HM félagsliða í Bandaríkjunum sem hefst um miðjan júní og stendur yfir fram í miðjan júlí. Spænski miðillinn AS segir að Ancelotti fái um 11 milljónir Bandaríkjadala í árslaun hjá Brössunum. Samningur hans gildi fram yfir HM á næsta ári en sé með möguleika á framlengingu fram yfir HM 2030. Ancelotti, sem unnið hefur Meistaradeild Evrópu fimm sinnum sem þjálfari, tekur við Brasilíu af Dorival Júnior sem var rekinn í síðasta mánuði, eftir 4-1 tapið gegn Argentínu sem var fimmta tap Brasilíu í undankeppni HM. Spænski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira
Frá þessu greinir fréttamaðurinn Fabrizio Romano og segir að fulltrúar brasilíska knattspyrnusambandsins hafi undanfarið dvalið í Madrid til að ganga frá málunum. Það hafi verið lykilatriði hjá Brössunum að Ancelotti myndi ekki bíða fram yfir HM félagsliða heldur taka við landsliðinu í júní en þá spilar Brasilía tvo leiki í undankeppni HM. Nú virðist það ætla að ganga eftir en Romano segir að engu að síður verði viðskilnaður Ancelotti við Real Madrid á góðum nótum. 🚨🇧🇷 BREAKING: Carlo Ancelotti and Brazil have reached an agreement in principle for the Italian to become Seleçao head coach for the World Cup 2026.Deal valid from June, NOT after Clubs World Cup.Real Madrid and Ancelotti would part ways nicely with formal steps needed next. pic.twitter.com/w0KuNqvMEj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 28, 2025 Nú séu í gangi viðræður um það hvaða teymi muni starfa með Ítalanum og hjálpa honum að gera Brasilíu að heimsmeistara þegar HM fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada eftir rúmt ár. Real Madrid þarf að hafa hraðar hendur við að finna arftaka Ancelotti en liðið spilar á HM félagsliða í Bandaríkjunum sem hefst um miðjan júní og stendur yfir fram í miðjan júlí. Spænski miðillinn AS segir að Ancelotti fái um 11 milljónir Bandaríkjadala í árslaun hjá Brössunum. Samningur hans gildi fram yfir HM á næsta ári en sé með möguleika á framlengingu fram yfir HM 2030. Ancelotti, sem unnið hefur Meistaradeild Evrópu fimm sinnum sem þjálfari, tekur við Brasilíu af Dorival Júnior sem var rekinn í síðasta mánuði, eftir 4-1 tapið gegn Argentínu sem var fimmta tap Brasilíu í undankeppni HM.
Spænski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira