Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2025 08:31 Carlo Ancelotti virðist ætla að enda magnaðan tíma með Real Madrid á tímabili án stórs titils. Getty/Guillermo Martinez Þjálfarinn sigursæli Carlo Ancelotti er á lokametrunum með Real Madrid og hefur komist að samkomulagi um að verða næsti landsliðsþjálfari Brasilíu í júní. Þar með verður hann einn hæst launaði landsliðsþjálfari heims. Frá þessu greinir fréttamaðurinn Fabrizio Romano og segir að fulltrúar brasilíska knattspyrnusambandsins hafi undanfarið dvalið í Madrid til að ganga frá málunum. Það hafi verið lykilatriði hjá Brössunum að Ancelotti myndi ekki bíða fram yfir HM félagsliða heldur taka við landsliðinu í júní en þá spilar Brasilía tvo leiki í undankeppni HM. Nú virðist það ætla að ganga eftir en Romano segir að engu að síður verði viðskilnaður Ancelotti við Real Madrid á góðum nótum. 🚨🇧🇷 BREAKING: Carlo Ancelotti and Brazil have reached an agreement in principle for the Italian to become Seleçao head coach for the World Cup 2026.Deal valid from June, NOT after Clubs World Cup.Real Madrid and Ancelotti would part ways nicely with formal steps needed next. pic.twitter.com/w0KuNqvMEj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 28, 2025 Nú séu í gangi viðræður um það hvaða teymi muni starfa með Ítalanum og hjálpa honum að gera Brasilíu að heimsmeistara þegar HM fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada eftir rúmt ár. Real Madrid þarf að hafa hraðar hendur við að finna arftaka Ancelotti en liðið spilar á HM félagsliða í Bandaríkjunum sem hefst um miðjan júní og stendur yfir fram í miðjan júlí. Spænski miðillinn AS segir að Ancelotti fái um 11 milljónir Bandaríkjadala í árslaun hjá Brössunum. Samningur hans gildi fram yfir HM á næsta ári en sé með möguleika á framlengingu fram yfir HM 2030. Ancelotti, sem unnið hefur Meistaradeild Evrópu fimm sinnum sem þjálfari, tekur við Brasilíu af Dorival Júnior sem var rekinn í síðasta mánuði, eftir 4-1 tapið gegn Argentínu sem var fimmta tap Brasilíu í undankeppni HM. Spænski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Frá þessu greinir fréttamaðurinn Fabrizio Romano og segir að fulltrúar brasilíska knattspyrnusambandsins hafi undanfarið dvalið í Madrid til að ganga frá málunum. Það hafi verið lykilatriði hjá Brössunum að Ancelotti myndi ekki bíða fram yfir HM félagsliða heldur taka við landsliðinu í júní en þá spilar Brasilía tvo leiki í undankeppni HM. Nú virðist það ætla að ganga eftir en Romano segir að engu að síður verði viðskilnaður Ancelotti við Real Madrid á góðum nótum. 🚨🇧🇷 BREAKING: Carlo Ancelotti and Brazil have reached an agreement in principle for the Italian to become Seleçao head coach for the World Cup 2026.Deal valid from June, NOT after Clubs World Cup.Real Madrid and Ancelotti would part ways nicely with formal steps needed next. pic.twitter.com/w0KuNqvMEj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 28, 2025 Nú séu í gangi viðræður um það hvaða teymi muni starfa með Ítalanum og hjálpa honum að gera Brasilíu að heimsmeistara þegar HM fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada eftir rúmt ár. Real Madrid þarf að hafa hraðar hendur við að finna arftaka Ancelotti en liðið spilar á HM félagsliða í Bandaríkjunum sem hefst um miðjan júní og stendur yfir fram í miðjan júlí. Spænski miðillinn AS segir að Ancelotti fái um 11 milljónir Bandaríkjadala í árslaun hjá Brössunum. Samningur hans gildi fram yfir HM á næsta ári en sé með möguleika á framlengingu fram yfir HM 2030. Ancelotti, sem unnið hefur Meistaradeild Evrópu fimm sinnum sem þjálfari, tekur við Brasilíu af Dorival Júnior sem var rekinn í síðasta mánuði, eftir 4-1 tapið gegn Argentínu sem var fimmta tap Brasilíu í undankeppni HM.
Spænski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti