ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2025 08:30 Eni Aluko og Ian Wright að störfum fyrir ITV. getty/Charlotte Wilson Svo virðist sem Eni Aluko hafi gert sjálfsmark þegar hún gagnrýndi Ian Wright fyrir að taka of mikið pláss í umfjöllun um kvennafótbolta. Í síðustu viku gagnrýndi Aluko Wright fyrir að vera of fyrirferðamikinn í umfjöllun um kvennafótbolta og það takmarkaði möguleika kvenna á því sviði. Ummæli Alukos mæltust almennt ekki vel fyrir og hún sá sig knúna til að biðjast afsökunar á þeim á föstudaginn. Daginn eftir sagðist Wright ekki geta samþykkt afsökunarbeiðnina. Aluko og Wright þekkjast vel og hafa fjallað saman um landsleiki Englands, bæði karla og kvenna, á ITV. Wright þarf ekki að hafa áhyggjur af sínu starfi hjá ITV, ef marka má ummæli talsmanns stöðvarinnar, en öðru máli virðist gilda um Aluko. „Staða Ians í fótboltanum er óumdeild. Sem einn af virtustu og dáðustu fótbolta- og sjónvarpsmönnum Bretlands, með næstum því fjögurra áratuga feril, er Ian ótrúlegur málsvari og frábær í að fjalla um kvennafótbolta frá grasrótinni upp á hæsta getustig,“ sagði talsmaður ITV. Framundan er stórt sumar hjá ITV en stöðin sýnir leiki enska karlalandsliðsins í undankeppni HM í júní og er svo með hálfan sýningarrétt á EM kvenna í Sviss. Ljóst er að Wright verður hluti af teymi ITV sem fjallar um þessa leiki en öllu meiri óvissa ríkis um framtíð Alukos. Breskir fjölmiðlar greina frá því að stjórnendur ITV íhugi hreinlega að láta Aluko róa. Aluko hefur staðið í ströngu að undanförnu en hún kærði Joey Barton fyrir hatursorðræðu í sinn garð á X. Aluko sagði að það hefði haft mikil áhrif á sig og hún hafi aldrei fengið jafn lítið að gera við umfjöllun um fótbolta og síðan hún hóf að berjast við Barton. Aluko spilaði 105 landsleiki fyrir England á árunum 2004-16 og skoraði 33 mörk. Hún lagði skóna á hilluna fyrir sex árum. Enski boltinn EM 2025 í Sviss Fjölmiðlar Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Í síðustu viku gagnrýndi Aluko Wright fyrir að vera of fyrirferðamikinn í umfjöllun um kvennafótbolta og það takmarkaði möguleika kvenna á því sviði. Ummæli Alukos mæltust almennt ekki vel fyrir og hún sá sig knúna til að biðjast afsökunar á þeim á föstudaginn. Daginn eftir sagðist Wright ekki geta samþykkt afsökunarbeiðnina. Aluko og Wright þekkjast vel og hafa fjallað saman um landsleiki Englands, bæði karla og kvenna, á ITV. Wright þarf ekki að hafa áhyggjur af sínu starfi hjá ITV, ef marka má ummæli talsmanns stöðvarinnar, en öðru máli virðist gilda um Aluko. „Staða Ians í fótboltanum er óumdeild. Sem einn af virtustu og dáðustu fótbolta- og sjónvarpsmönnum Bretlands, með næstum því fjögurra áratuga feril, er Ian ótrúlegur málsvari og frábær í að fjalla um kvennafótbolta frá grasrótinni upp á hæsta getustig,“ sagði talsmaður ITV. Framundan er stórt sumar hjá ITV en stöðin sýnir leiki enska karlalandsliðsins í undankeppni HM í júní og er svo með hálfan sýningarrétt á EM kvenna í Sviss. Ljóst er að Wright verður hluti af teymi ITV sem fjallar um þessa leiki en öllu meiri óvissa ríkis um framtíð Alukos. Breskir fjölmiðlar greina frá því að stjórnendur ITV íhugi hreinlega að láta Aluko róa. Aluko hefur staðið í ströngu að undanförnu en hún kærði Joey Barton fyrir hatursorðræðu í sinn garð á X. Aluko sagði að það hefði haft mikil áhrif á sig og hún hafi aldrei fengið jafn lítið að gera við umfjöllun um fótbolta og síðan hún hóf að berjast við Barton. Aluko spilaði 105 landsleiki fyrir England á árunum 2004-16 og skoraði 33 mörk. Hún lagði skóna á hilluna fyrir sex árum.
Enski boltinn EM 2025 í Sviss Fjölmiðlar Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira