Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Onana stóð sem steinn og ýtti á­horf­anda

André Onana hefur ekki átt sjö dagana sæla, hann var sendur á láni til Trabzonspor og stóð síðan sem steinn í marki Kamerún meðan leikmaður Grænhöfðaeyja renndi boltanum yfir línuna í 1-0 sigri í gærkvöldi. Eftir leik lenti Onana svo í áflogum við áhorfendur.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“

Djed Spence braut blað í sögu enska landsliðsins í gærkvöldi þegar hann kom inn af varamannabekknum í seinni hálfleik. Hann vissi hins vegar ekki að hann væri fyrsti músliminn til að spila fyrir landsliðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Köstuðu kúk og hentu hand­sprengjum: „Allt sem suður-amerískur fót­bolti á að standa fyrir“

Argentínska félagið Independiente hefur verið dæmt úr keppni í Suður-Ameríku bikarnum eftir að áflog brutust út í stúkunni í leik gegn Universidad. Independiente segir ákvörðunina tekna í pólitískum tilgangi, til að þjóna hagsmunum auðvaldsins hjá Universidad. Félagið og stuðningsmenn þess standi fyrir öllu sem suður-amerískur fótbolti eigi að standa fyrir.

Fótbolti
Fréttamynd

Mynda­syrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni

Það virtist sem París bæri nafn með rentu sem borg ástarinnar þegar Ísland jafnaði metin undir blálokin í leik gærkvöldsins í undankeppni HM karla í fótbolta. Markið stóð hins vegar ekki og segja má að um ákveðna ástarsorg hafi verið að ræða í lok leiks.

Fótbolti
Fréttamynd

Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, axlaði ábyrgð eftir tap liðsins gegn Armeníu í undankeppni HM karla í fótbolta sem fram fer næsta sumar. Hann var þó ekki sáttur með spyril RTÉ Sport eftir leik. 

Fótbolti
Fréttamynd

Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs

Fjöldi leikja fór fram í undankeppni HM karla í fótbolta sem fram fer á næsta ári. Þar á meðal leikur Noregs og Moldóvu sem lauk með 11-1 sigri heimamanna. Þá vann Portúgal 3-2 útisigur í Ungverjalandi.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta mark átti klár­lega að fá að standa“

Sverrir Ingi Ingason lék glimrandi vel í miðri vörn Íslands þegar liðið var grátlega nærri því að ná í sterkt stig á útivelli gegn Frakklandi í undankeppni HM 2026 í París i kvöld. Sverrir Ingi var stoltur af liðsfélögum og svekktur yfir niðurstöðunni úr leiknum. „“

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Frakk­land - Ís­land 2-1 | Grát­legt tap í París eftir hetju­lega bar­áttu

Frábær frammistaða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Frakklandi í leik liðanna í annarri umferð í D-riðli í undankeppni HM 2026 á Parc Des Princes í kvöld dugði því miður ekki til. Andri Lucas Guðjohnson kom Íslandi yfir í leiknum en Frakkar snéru taflinu sér í vil. Andri Lucas jafnaði svo metin undir lok leiksins en markið var dæmt af eftir VAR-skoðun. Lokatölur í leiknum 2-1 Frökkum í vil. 

Fótbolti
Fréttamynd

Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki

Svíar nötra af reiði og upplifa sig niðurlægða eftir að hafa aðeins náð í eitt stig gegn Slóveníu og Kósovó í fyrstu tveimur leikjunum í undankeppni HM. Stjörnum prýtt liðið er í hættu á að komast ekki á næsta stórmót en þrátt fyrir áhættusaman leikstíl er starf danska þjálfarans Jons Dahl Tomasson ekki í hættu.

Fótbolti
Fréttamynd

Arna semur við Vålerenga

Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur samið við Vålerenga í Noregi. Hún skrifar undir þriggja ára samning við félagið.

Fótbolti