Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Kominn tími á sigur í Sam­bands­deildinni“

„Það er búið að vera nóg að gera en þetta er búið að vera mjög skemmtilegt,“ segir Ólafur Ingi Skúlason sem hefur þurft að hafa hraðar hendur sem nýr þjálfari Breiðabliks. Liðið tekur nefnilega á móti finnsku meisturunum í KuPS á Laugardalsvelli í dag, í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins

Norsku meistararnir í Bodö/Glimt lentu í erfiðum og krefjandi aðstæðum í kvöld í 3-1 tapi á móti Galatasaray á útivelli í Meistaradeildinni. Þeir sluppu vel miðað við færi heimamanna sem fóru mörg í súginn.

Sport
Fréttamynd

Arsenal með lang­bestu vörn Evrópu

Vörn Arsenal er sú besta í Evrópu sé litið til meðaltals marka sem lið í stærstu deildum álfunnar hafa fengið á sig á leiktíðinni. Arsenal hefur fengið á sig mark í fjórða hverjum leik.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fram­lengdu í leyni eftir bannið

Forráðamenn Newcastle framlengdu samning við Ítalann Sandro Tonali í leyni eftir að miðjumaðurinn lauk keppnisbanni vegna brota á reglum um veðmál. Tonali er á meðal betri miðjumanna ensku úrvalsdeildarinnar og hefur hlotið mikið lof fyrir framgang sinn innan vallar.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Veistu hvað leik­maðurinn sagði við mig?“

Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, verður í leikbanni í lokaumferð Bestu deildarinnar í fótbolta vegna rauða spjaldsins sem hann fékk á leiknum við KR á sunnudaginn. Sérfræðingar Stúkunnar heyrðu þó ekkert sem þeir töldu réttlæta brottrekstur Þorláks.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Eins og Ís­land en bara enn betra“

Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var á meðal þeirra sem að sendu Mjällby-fólki hamingjuóskir eftir að liðið varð sænskur meistari í fyrsta sinn. Skilaboð sem glöddu menn sérstaklega mikið.

Fótbolti