Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Fær hótel­nætur endur­greiddar eftir höfnun í móttökunni

Fyrirtæki sem rekur hótel hérlendis hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum andvirði fjögurra hótelnótta eftir að hafa meinað honum að dvelja á hótelinu þegar hann mætti til dvalarinnar. Fyrirtækið vísaði þar til þess að upplýsingar hefðu borist um að viðskiptavinurinn væri með Covid-19.

Neytendur
Fréttamynd

„Þetta er orðið virkilega alvarlegt“

Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg.

Innlent
Fréttamynd

Neitað um gistingu vegna Co­vid og fékk endur­greitt

Hóteli hefur verið gert að endurgreiða ferðamanni rúmar 340 evrur vegna gistingar. Hótelið neitaði manninum um gistingu vegna þess að hann var smitaður af kórónuveirunni. Á þeim tímapunkti hafði öllum sóttavarnaraðgerðum verið aflétt. 

Innlent
Fréttamynd

Farþegatekjur Icelandair 54 milljarðar og aldrei verið meiri á einum fjórðungi

Icelandair skilaði rekstrarhagnaði (EBIT) upp á 92,7 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 12,3 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi og jókst hann um 11,2 milljarða frá sama tímabili í fyrra. Forstjóri flugfélagsins segir að með því að skila svo góðu uppgjöri á þessum tímapunkti á grundvelli sterkrar tekjumyndunar sýni „augljóslega að viðskiptalíkan félagsins sé að sanna gildi sitt.“

Innherji
Fréttamynd

Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“

Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stokkað upp í stjórn Berjaya Iceland Hotels og Tryggvi Þór hættir

Ráðist hefur verið breytingar á stjórn hótelkeðjunnar Berjaya Iceland Hotels, sem áður hét Icelandair Hotels, og Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður félagsins í meira en tvö ár, er farinn úr stjórninni. Nýr stjórnarformaður fyrirtækisins er dóttir malasíska auðjöfursins Vincent Tan og þá hefur annar Íslendingur verið fenginn inn í stjórnina í stað Tryggva Þórs.

Innherji
Fréttamynd

Er­lend korta­velta aldrei verið meiri í septem­ber­mánuði

Velta erlendra greiðslukorta hér á landi í septembermánuði hefur aldrei verið hærri en í ár. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum frá Seðlabankans um greiðslumiðlun sem birtar voru í dag. Velta erlendra greiðslukorta hér á landi var tæplega 27,7 milljarðar króna í mánuðinum.

Innherji
Fréttamynd

Haganesvík langt frá því að vera eitthvert Disneyland

Líf hefur færst á ný í eyðiþorpið Haganesvík í Fljótum. Bandaríska lúxushótelið að Deplum breytti gömlu verslunarhúsi í hljóðupptökuver og gömlu sláturhúsi í íþróttasal - allt fyrir efnaða ferðamenn til að stytta sér stundir.

Innlent
Fréttamynd

Enn til skoðunar að skrá Íslandshótel í Kauphöll

Það er enn til skoðunar að skrá Íslandshótel, stærstu hótelkeðju landsins, í Kauphöllina, þrátt fyrir að miklar lækkanir á hlutabréfamörkuðum. Þetta segir Davíð T. Ólafsson, forstjóri samstæðunnar, aðspurður í samtali við Innherja. „Það hefur ekki breyst.“

Innherji
Fréttamynd

Keyrði í fyrsta sinn í snjó­komu í gær

Paul Dao, bandarískur ferðamaður sem nú er staddur á Akureyri, hafði aldrei nokkurn tímann keyrt í snjókomu fyrr en í gær. Nú vinnur hann að því að endurskipuleggja dvöl sína á landinu en hann er veðurtepptur fyrir norðan.

Innlent
Fréttamynd

Fékk ís­lenskt nafn og ævin­týra­lega fæðingar­sögu

Frönsk kona sem hefur setið föst á Íslandi í tvo mánuði eftir að hafa misst vatnið óvænt í ferðalagi fæddi fyrirbura á Landspítalanum í síðustu viku. Hún hefur nú gefið honum íslenskt millinafn og er staðráðin í að sýna honum Ísland einn daginn.

Innlent
Fréttamynd

Gríðarlegt eignatjón, einhverjir virtu lokanir að vettugi

Bílaleigur sitja uppi með gríðarlegt tjón eftir óveðrið á sunnudag. Hjá einni þeirra skemmdust hátt í þrjátíu bílar. Vegagerðin hefði mátt loka vegum fyrr og manna lokanir að sögn upplýsingafulltrúa. Verið er að skoða að setja upp fleiri lokunarhlið.

Innlent
Fréttamynd

Viðskiptavinir geti setið uppi með hundruð þúsunda króna reikning

Bílaleigur landsins standa uppi með gríðarlegt tjón eftir fárviðri helgarinnar en margir bílar eru óökufærir. Bæði bílaleigurnar og viðskiptavinir bera kostnaðinn að sögn forstjóra Bílaleigu Akureyrar en hann getur numið nokkrum milljónum króna. Þar af gætu óheppnir ferðamenn þurft að greiða hundruð þúsunda. 

Innlent