„Fólk var farið að öskra“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. september 2023 23:20 Guðmundur Ingi vonast til þess að rútufyrirtækið sem og stjórnvöld bregðist við vegna málsins. Aðstandandi farþega um borð í rútu á vegum SBA sem keyrði á milli Landmannalauga og Reykjavíkur með farþega frá Ferðafélagi Íslands, vill að stjórnvöld skoði hverjir fái að keyra slíkar rútur. Farþegar hafi verið í áfalli vegna slæms aksturslags rútubílstjórans. Hann segir farþegum hafa verið boðin áfallahjálp þar sem margir hafi haldið að þetta yrði þeirra síðasta. „Konan mín var um borð í þessari rútu og hringir í mig alveg í taugaáfalli. Ég hringdi bara á lögregluna og bað þá um að taka hann,“ segir Guðmundur Ingi Skúlason, bifvélavirkjameistari og deildarstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við Vísi. Guðmundur Ingi birti myndband sem einn farþeganna í rútunni tók á samfélagsmiðlinum Facebook. Rútan fór frá Landmannalaugum til Reykjavíkur síðastliðinn sunnudag. Hann segir ferðalagið hafa verið miklu verra en myndbandið gefi til kynna. Hann segir lögregluna hafa skoðað rútuna og látið þar við sitja. „Ferðafélag Íslands bauð farþegum rútunnar hreinlega upp á áfallahjálp, farþegum var sendur fjöldapóstur. Mér finnst þetta galið. Ég er fyrst og fremst að hugsa um umferðaröryggi, ef að bíllinn hefði farið á hliðina.“ Guðmundur segir farþega hafa verið einstaklega skelkaða. Fjórir hafi ákveðið að yfirgefa rútuna á Landvegamótum og tveir á Selfossi vegna ökulagsins. Hann segir ljóst að rútubílstjórinn hafi ekki haft neina stjórn á rútunni. „Einn farþegi grét víst bara í langan tíma og fólk var farið að öskra. Þetta var svona martröð. Ég tók á móti konunni minni og fólk var bara í losti. Einn sagði við mig að hann héldi að þetta væri sitt síðasta, að hann myndi deyja þarna. Þú verður náttúrulega skíthræddur þegar þú ert í rútu sem sikk sakkar ítrekað þvert yfir veginn.“ Segir viðbrögðin hafa verið fálát Hann segist hafa leitað viðbragða hjá rútufyrirtækinu, SBA. Þau hafi verið fálát. Vísir hefur leitað viðbragða hjá fyrirtækinu vegna málsins. „Þeim fannst þetta ekkert óeðlilegt og vildu í rauninni ekkert við mig ræða. Ég bað þá um að skoða bílinn en þau vildu ekkert aðhafast fyrst það varð ekkert slys. Viðbrögðin pirra mig, af því að ef það hefði orðið slys á Landveginum þá hefði verið mjög langt fyrir viðbragðsaðila að fara.“ Guðmundur Ingi hefur setið í stjórn Bílgreinasambandsins, keyrt rútur í hjáverkum og segir að sér finnist vanta stórlega upp á eftirlit með rútubílstjórum. „Mér finnst bara galið að það sé ekkert eftirlit. Ég ræddi við rútubílstjórann og honum fannst ekkert óeðlilegt við þetta. Ég vil að það sé vakin athygli á þessu, að viðkomandi fyrirtæki bregðist við og að stjórnvöld fari að skoða málið. Þetta er einhvern veginn alveg galið.“ Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Konan mín var um borð í þessari rútu og hringir í mig alveg í taugaáfalli. Ég hringdi bara á lögregluna og bað þá um að taka hann,“ segir Guðmundur Ingi Skúlason, bifvélavirkjameistari og deildarstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við Vísi. Guðmundur Ingi birti myndband sem einn farþeganna í rútunni tók á samfélagsmiðlinum Facebook. Rútan fór frá Landmannalaugum til Reykjavíkur síðastliðinn sunnudag. Hann segir ferðalagið hafa verið miklu verra en myndbandið gefi til kynna. Hann segir lögregluna hafa skoðað rútuna og látið þar við sitja. „Ferðafélag Íslands bauð farþegum rútunnar hreinlega upp á áfallahjálp, farþegum var sendur fjöldapóstur. Mér finnst þetta galið. Ég er fyrst og fremst að hugsa um umferðaröryggi, ef að bíllinn hefði farið á hliðina.“ Guðmundur segir farþega hafa verið einstaklega skelkaða. Fjórir hafi ákveðið að yfirgefa rútuna á Landvegamótum og tveir á Selfossi vegna ökulagsins. Hann segir ljóst að rútubílstjórinn hafi ekki haft neina stjórn á rútunni. „Einn farþegi grét víst bara í langan tíma og fólk var farið að öskra. Þetta var svona martröð. Ég tók á móti konunni minni og fólk var bara í losti. Einn sagði við mig að hann héldi að þetta væri sitt síðasta, að hann myndi deyja þarna. Þú verður náttúrulega skíthræddur þegar þú ert í rútu sem sikk sakkar ítrekað þvert yfir veginn.“ Segir viðbrögðin hafa verið fálát Hann segist hafa leitað viðbragða hjá rútufyrirtækinu, SBA. Þau hafi verið fálát. Vísir hefur leitað viðbragða hjá fyrirtækinu vegna málsins. „Þeim fannst þetta ekkert óeðlilegt og vildu í rauninni ekkert við mig ræða. Ég bað þá um að skoða bílinn en þau vildu ekkert aðhafast fyrst það varð ekkert slys. Viðbrögðin pirra mig, af því að ef það hefði orðið slys á Landveginum þá hefði verið mjög langt fyrir viðbragðsaðila að fara.“ Guðmundur Ingi hefur setið í stjórn Bílgreinasambandsins, keyrt rútur í hjáverkum og segir að sér finnist vanta stórlega upp á eftirlit með rútubílstjórum. „Mér finnst bara galið að það sé ekkert eftirlit. Ég ræddi við rútubílstjórann og honum fannst ekkert óeðlilegt við þetta. Ég vil að það sé vakin athygli á þessu, að viðkomandi fyrirtæki bregðist við og að stjórnvöld fari að skoða málið. Þetta er einhvern veginn alveg galið.“
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira