Hurtigruten Expeditions er fyrsta útgerð skemmtiferðaskipa sem fær landtengingu rafmagns í Reykjavík. Landtenging á Faxagarði er enn einn áfangi í þeirri vegferð að landtengja þau skip er leggjast að bryggju í Faxaflóahöfnum.
Dagskrá
• 13:00 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnar Faxaflóahafna, mun bjóða gesti velkomna og kynna Gunnar Tryggvason, Hafnarstjóri Faxaflóahafna
• 13:05 Gunnar Tryggvason, Hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir frá nýju landtengingunni og býður Sigurði Inga Jóhannssyni að vígja landtenginguna
• 13:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, Innviðaráðherra tekur til máls og vígir nýja landtengingu Faxaflóahafna við Faxagarð
• 13:15 Gunnar Tryggvason, Hafnarstjóri Faxaflóahafna sýnir Innviðaráðherra og viðstöddum gestum búnaðinn og útskýrir tæknilegu hliðina á framkvæmdinni við landtengingar