Landtengingar séu milljarðafjárfesting sem skili sér á allan hátt Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. september 2023 20:00 Sigurður Ingi, innviðaráðherra, vígði nýja landtengingu fyrir skemmtiferðaskip í dag. Vísir/Einar Fyrsta skemmtiferðaskipið var landtengt í Reykjavík í dag. Innviðaráðherra segir um milljarðafjárfestingu að ræða sem muni skila sér á allan hátt. Það sé rangt að orkuskiptin séu framtíðin, þau séu nútíðin. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, vígði nýja landtengingu Faxaflóahafna við Faxagarð í dag, og þar með var fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt hér á landi. Skipið sem um ræðir er norskt og heitir Maud í höfuðið á skipi Amundsen, þess fræga norska landkönnuðar. Þegar skemmtiferðaskip eru landtengd er slökkt á vélunum á meðan þau liggja við bryggju. Sigurður Ingi segir mikilvægt skref hafa verið stigið í dag. „Við höfum sagt að orkuskiptin séu framtíðin. Það er rangt, þau eru nútíðin. Við höfum verið að styrkja hafnir sem hafa verið að byggjast upp. Þær hafa verið að fara í orkuskipti, Faxaflóahafnir eru auðvitað lang stærsta hafnasamfélagið og hafa gengið á undan með góðu fordæmi. Þess vegna er þetta mikilvægt skref. Skemmtiferðaskipin ramma þetta inn en þau eru um leið áminning, áskorun um að auðvitað verðum við að gera þetta og nýta okkar frábæru grænu orku til þess að létta á umhverfinu.“ Nauðsynlegt að tryggja að tekjurnar verði eftir í samfélaginu Skemmtiferðaskip eru umdeild og samkvæmt Sigurði er unnið að því að styrkja tekjugrunn þeirra. „Það er margt jákvætt við skemmtiferðaskipin, þau dreifa ferðamönnum betur en margt annað. Ég held að þau komi við í þrjátíu og einum höfnum, meðan við erum kannski aðalega með einn flugvöll. Dreifingin er þar af leiðandi umtalsvert meiri. En við þurfum auðvitað að tryggja að tekjurnar verði eftir í samfélaginu og ferðamálaráðherra hefur verið með ákveðnar hugmyndir uppi um það.“ Auk Sigurðar Inga hélt Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnar Faxaflóahafn ávarp, auk Gunnars Tryggvasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna. Þórdís Lóa og Sigurður Ingi gengust bæði undir aðgerð á dögunum og studdust við hækjur. Vísir/Einar Aðspurður um kostnað við landtenginguna segir Sigurður hana umtalsverða, hann sé þó ekki alveg með á hreinu um hvaða upphæðir ræðir. „Á landsvísu erum við að tala um þónokkuð marga milljarða. Þetta er hinsvegar fjárfesting sem skilar sér á allan hátt. Við erum þá auðvitað að nýta okkar eigin orku, samfélagið á orkuna. Við erum að nýta betur dreifikerfin. Svo erum við auðvitað að koma loftslaginu til verulegrar hjálpar með því að stöðva þessa mengun. Ekki síst frá skemmtiferðaskipunum sem eru kannski helsti gallinn, að mér finnst, við þeirra heimsóknir,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Kostnaðurinn skili sér í verðskránni Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að með því að nota grænt rafmagn sé ekki verið að flytja mengununa til, heldur losa sig algjörlega við hana. „Landtengingin felur í sjálfu sér að skipin sem liggja við hafnarbakkann þurfa ekki að brenna olíu, og þurfa þá ekki að losa loftmengandi efnum eða gróðurhúsalofttegundum,“ segir Gunnar. Nú sé gert ráð fyrir að þrjátíu til fjörutíu prósent flotans sé tengjanlegur í rafmagn. Öll skip þurfi að vera tengd fyrir 2030 en Gunnar á von á að það raungerist fyrr hér á landi. Þá skili kostnaðurinn við verkefnið sér í verðskránni. „Við þurfum að selja rafmagnið dýrt. Það kostar sextíu og fimm krónur hjá okkur. Það er gert til að það skili sér fljótt til baka.“ Norska skemmtiferðaskipið Maud er það fyrsta sem tengdist nýrri langtengingu hér á landi.Vísir/Einar Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Orkumál Hafnarmál Reykjavík Orkuskipti Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, vígði nýja landtengingu Faxaflóahafna við Faxagarð í dag, og þar með var fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt hér á landi. Skipið sem um ræðir er norskt og heitir Maud í höfuðið á skipi Amundsen, þess fræga norska landkönnuðar. Þegar skemmtiferðaskip eru landtengd er slökkt á vélunum á meðan þau liggja við bryggju. Sigurður Ingi segir mikilvægt skref hafa verið stigið í dag. „Við höfum sagt að orkuskiptin séu framtíðin. Það er rangt, þau eru nútíðin. Við höfum verið að styrkja hafnir sem hafa verið að byggjast upp. Þær hafa verið að fara í orkuskipti, Faxaflóahafnir eru auðvitað lang stærsta hafnasamfélagið og hafa gengið á undan með góðu fordæmi. Þess vegna er þetta mikilvægt skref. Skemmtiferðaskipin ramma þetta inn en þau eru um leið áminning, áskorun um að auðvitað verðum við að gera þetta og nýta okkar frábæru grænu orku til þess að létta á umhverfinu.“ Nauðsynlegt að tryggja að tekjurnar verði eftir í samfélaginu Skemmtiferðaskip eru umdeild og samkvæmt Sigurði er unnið að því að styrkja tekjugrunn þeirra. „Það er margt jákvætt við skemmtiferðaskipin, þau dreifa ferðamönnum betur en margt annað. Ég held að þau komi við í þrjátíu og einum höfnum, meðan við erum kannski aðalega með einn flugvöll. Dreifingin er þar af leiðandi umtalsvert meiri. En við þurfum auðvitað að tryggja að tekjurnar verði eftir í samfélaginu og ferðamálaráðherra hefur verið með ákveðnar hugmyndir uppi um það.“ Auk Sigurðar Inga hélt Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnar Faxaflóahafn ávarp, auk Gunnars Tryggvasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna. Þórdís Lóa og Sigurður Ingi gengust bæði undir aðgerð á dögunum og studdust við hækjur. Vísir/Einar Aðspurður um kostnað við landtenginguna segir Sigurður hana umtalsverða, hann sé þó ekki alveg með á hreinu um hvaða upphæðir ræðir. „Á landsvísu erum við að tala um þónokkuð marga milljarða. Þetta er hinsvegar fjárfesting sem skilar sér á allan hátt. Við erum þá auðvitað að nýta okkar eigin orku, samfélagið á orkuna. Við erum að nýta betur dreifikerfin. Svo erum við auðvitað að koma loftslaginu til verulegrar hjálpar með því að stöðva þessa mengun. Ekki síst frá skemmtiferðaskipunum sem eru kannski helsti gallinn, að mér finnst, við þeirra heimsóknir,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Kostnaðurinn skili sér í verðskránni Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að með því að nota grænt rafmagn sé ekki verið að flytja mengununa til, heldur losa sig algjörlega við hana. „Landtengingin felur í sjálfu sér að skipin sem liggja við hafnarbakkann þurfa ekki að brenna olíu, og þurfa þá ekki að losa loftmengandi efnum eða gróðurhúsalofttegundum,“ segir Gunnar. Nú sé gert ráð fyrir að þrjátíu til fjörutíu prósent flotans sé tengjanlegur í rafmagn. Öll skip þurfi að vera tengd fyrir 2030 en Gunnar á von á að það raungerist fyrr hér á landi. Þá skili kostnaðurinn við verkefnið sér í verðskránni. „Við þurfum að selja rafmagnið dýrt. Það kostar sextíu og fimm krónur hjá okkur. Það er gert til að það skili sér fljótt til baka.“ Norska skemmtiferðaskipið Maud er það fyrsta sem tengdist nýrri langtengingu hér á landi.Vísir/Einar
Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Orkumál Hafnarmál Reykjavík Orkuskipti Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira