„Ég verð að segja að umhverfið hér er með því fallegasta sem ég hef séð“ Sænska Eurovision stjarnan Robin Bengtsson var staddur á Íslandi um helgina þar sem hann kom fram á árshátíð Arion banka sem haldin var í Kórnum. Hann nýtti ferðina til þess að kíkja í Bláa lónið með konunni sinni, dansaranum Sigrid Bernson. Lífið 9. maí 2022 17:31
Júrógarðurinn: Bróðurmissirinn setti Eurovision í nýtt samhengi William Lee Adams er mikill Eurovision sérfræðingur en hann heldur uppi síðunni Wiwibloggs ásamt því að starfa fyrir breska fjölmiðilinn BBC. Júrógarðurinn hitti á William hér í Tórínó og áttum við í einlægum, skemmtilegum og fallegum samræðum um Eurovision. Tónlist 9. maí 2022 11:33
Flestir landsmenn ósammála veðbönkunum Fjórðungur landsmanna telur að Með hækkandi sól, framlag Íslands í Eurovision, þetta árið endi í 16.-20. sæti keppninnar, ólíkt veðbönkum sem spá Íslandi ekki áfram á úrslitakvöldið. Stuðningsmenn Sósíalistaflokksins og Flokk fólksins eru bjartsýnastir á gengi Systranna, Miðflokksmenn svartsýnastir. Lífið 9. maí 2022 11:06
Litadýrð, fjaðrir og gulir úlfar á túrkís dregli Eurovision Opnunarhátíð Eurovision fór fram í Reggia di Venaria höllinni í Tórínó í gær. Allir keppendur gengu túrkísbláan dregil upp að höllinni fyrir viðburðinn og ræddu þar við fjölmiðla og heilsuðu aðdáendum sem höfðu stillt sér upp meðfram dreglinum. Tíska og hönnun 9. maí 2022 09:01
Systur stóðu fyrir jafnrétti í opnunarpartýi Eurovision Íslenski hópurinn var glæsilegur á túrkis-dreglinum í kastalanum Reggia di Venaria í dag. Systkinin tóku sig vel út í persónulegum klæðnaði og segja erlenda fjölmiðla mikið hafa spurt sig út í það hvað þau standa fyrir. Tónlist 8. maí 2022 21:36
Íslensku keppendurnir leyfa eigin karakterum að skína á opnunarhátíðinni Júrógarðurinn tók púlsinn á Ellen Loftsdóttur, stílista íslenska hópsins í ár. Hún segir samstarfið hafa gengið virkilega vel og fari fram með mikilli samvinnu. Tíska og hönnun 8. maí 2022 15:51
„Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í“ Systurnar Beta, Sigga og Elín Ey keppa í undankeppni Eurovision næstkomandi þriðjudagskvöld fyrir hönd okkar Íslendinga. Við settumst niður með þeim á krúttlegum ítölskum veitingastað og fengum aðeins að taka púlsinn fyrir Júrógarðinn. Tónlist 8. maí 2022 13:11
Bein útsending: Túrkís dregillinn á opnunarhátíð Eurovision Opnunarhátíð Eurovision fer fram í Reggia di Venaria höllinni í Tórínó á Ítalíu í dag. Eurovision-vikan hefst formlega með þessum viðburði en öll löndin hafa nú fengið að æfa sig á stóra sviðinu í Pala Alpitour. Tíska og hönnun 8. maí 2022 13:00
Brösuleg æfing hjá Svíum Fyrsti dagur okkar á Eurovision var heldur betur viðburðarríkur. Við mættum í blaðamannahöllina og tókum púlsinn á Kristínu Kristjánsdóttur hjá FÁSES, félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Tónlist 7. maí 2022 14:04
Hin spænska Chanel í uppáhaldi hjá blaðamönnum í Tórínó Í dag æfa í Eurovision höllinni þau fimm lönd sem eru örugg áfram á úrslitakvöldið eftir viku. Sigurvegarar síðasta árs, Ítalir, taka nokkrar æfingar á sviðinu ásamt keppendunum frá Bretlandi, Frakklandi, Spáni og Þýskalandi. Tónlist 7. maí 2022 10:29
Fulltrúar Lettlands í Eurovision gerðu ábreiðu af Með hækkandi sól Hljómsveitin Citi Zēni, fulltrúar Lettlands í Eurovision í ár, voru að senda frá sér skemmtilega ábreiðu af framlagi okkar Íslendinga, Með hækkandi sól. Tónlist 6. maí 2022 21:13
Hljómsveitin Måneskin kemur fram á Eurovision í Tórínó Skipuleggjendur Eurovision tilkynntu rétt í þessu að Måneskin munu koma fram á keppninni í ár. Hljómsveitin Måneskin sigraði Eurovision í Rotterdam á síðasta ári. Tónlist 6. maí 2022 14:52
Systurnar sagðar eiga betri líkur á að komast áfram eftir fyrstu æfingu Systurnar Sigga, Beta og Elín eru mættar til Tórínó á Ítalíu þar sem keppt verður í Eurovision í næstu viku. Fyrstu myndskeiðin af æfingum systranna hafa verið birt og Eurovisionsérfræðingar telja systurnar eiga enn betri líkur á að fá framgang í keppninni eftir að hækkun var bætt í lagið. Lífið 5. maí 2022 17:34
Júrógarðurinn: Komst alla leið í Eurovision í fyrstu tilraun Júrógarðurinn, þáttur okkar um Eurovision keppnina, er farinn aftur af stað eftir árshlé síðan í Rotterdam. Í þáttunum verður farið yfir allt það helsta varðandi keppnina og þátttöku Íslendinga. Lífið 5. maí 2022 11:38
Systur og Lay Low fluttu saman Euphoria og órafmagnaða útgáfu af Með hækkandi sól Systur fluttu lagið Með hækkandi sól saman ásamt Lay Low lagahöfundi lagsins í Eurovision House Party. Lay Low, Elín, Sigga og Beta eru allar staddar í Tórínó á Ítalíu þar sem Systur keppa á fyrra undankvöldi Eurovision þriðjudaginn 10. maí. Tónlist 4. maí 2022 14:40
Covid-19 smit í portúgalska Eurovision hópnum Meðlimur í portúgalska Eurovision hópnum greindist með Covid-19 í skimun í PalaOlimpico tónleikahöllinni í Torino. Tónlist 4. maí 2022 13:21
Árný Fjóla verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision Árný Fjóla Ásmundsdóttir meðlimur í Gagnamagninu verður stigakynnir Íslands í Eurovision keppninni í ár. Tónlist 4. maí 2022 12:40
„Stöndum öll saman þegar það kemur að stóru stundinni“ Íslenski Eurovision hópurinn flaug út til Tórínó um helgina. Systkinin Sigríður, Eyþór, Elísabet og Elín Eyþórsbörn tóku fyrstu æfinguna á sviðinu í gær. Lífið 2. maí 2022 13:31
Stjörnulífið: Ítalía, barneignir og árshátíð í höll Það birtir svo sannarlega yfir skemmtanalífi landsins með hækkandi sól svo mikið er um að vera hjá listamönnum landsins. Systurnar eru mættar til Tórínó þar sem þær munu keppa í Eurovision og margir virðast vera að skella sér til útlanda. Lífið 2. maí 2022 12:31
„Ég syng í baðinu, syng í sturtunni. Á ég líka að syngja í 60 Minutes?“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, virðist hafa stolið senuninni í Eurovision-umfjöllun bandaríska fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes, sem var birtur í bandarísku sjónvarpi í gær. Lífið 2. maí 2022 10:43
Frumsýndu nýja búninga á fyrstu æfingunni fyrir Eurovision Systur, framlag Íslands til Eurovision í ár, tóku sína fyrstu æfingu á sviðinu í dag. Íslenski hópurinn flaug út aðfaranótt laugardags með systkinin Eyþór, Elínu, Sigríði og Elísabetu í fararbroddi. Tónlist 2. maí 2022 00:36
Hópurinn lagður af stað til Ítalíu Íslenski Eurovisionhópurinn lagði af stað til Ítalíu í morgun en systurnar Sigga, Beta og Elín stíga á svið í Tórínó þann 10.maí. Innlent 30. apríl 2022 11:18
Beta klæddist ACDC bol á sviðinu í Madríd Hljómsveitin Systur, skipuð af Eyþórsdætrunum Elínu, Sigríði og Elísabetu, steig á svið á Eurovision tónleikum sem haldnir voru í Madríd á Spáni. Tíska og hönnun 26. apríl 2022 11:30
Kanada fer af stað með eigin Eurovision keppni Í gær var tilkynnt að Kanada fylgir í fótspor Bandaríkjanna og byrjar með eigin Eurovision keppni. Keppendur frá öllum hlutum Kanada munu keppa með frumsömdum lögum í beinni útsendingu í þáttunum Eurovision Canada. Tónlist 26. apríl 2022 09:57
Með hækkandi sól klífur listann Nú styttist óðfluga í Eurovision og íslenski listinn fylgist spenntur með á hliðarlínunni. Framlag okkar Íslendinga, lagið Með hækkandi sól, hækkar sig um tólf sæti á milli vikna og situr nú í sjötta sæti íslenska listans. Tónlist 9. apríl 2022 16:02
Helmingurinn ánægður með framlagið til Eurovision Helmingur Íslendinga segist ánægður með framlag okkar til Eurovision þetta árið. Það er samkvæmt könnum sem Prósent framkvæmdi nýverið en einungis tuttugu prósent sögðu óánægð. Tónlist 4. apríl 2022 17:42
Úkraínski Eurovision-sigurvegarinn Jamala á leið til Íslands Úkraínska söngkonan Jamala sem vann Eurovision 2016 með laginu 1944 kemur fram í söfnunar- og skemmtiþættinum Heimsins mikilvægasta kvöld. Tónlist 31. mars 2022 12:59
Reykjavíkurdætur halda sína fyrstu tónleika á Íslandi í þrjú ár Vinsældir Reykjavíkurdætra hér á landi hafa sennilega aldrei verið meiri en núna. Hljómsveitin er strax byrjuð að bóka tónleika erlendis eftir að vekja mikla athygli fyrir þátttökuna í Söngvakeppninni. Tónlist 29. mars 2022 11:49
„Gæti ekki verið spenntari að takast á við þau verkefni sem eru framundan“ Tónlistarkonan Elísabet Eyþórsdóttir, gjarnan kölluð Beta, kom, sá og sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár ásamt systrum sínum, Elínu og Sigríði. Þessi lífsglaða kona hefur starfað sem söngkona og lagahöfundur í mörg ár og segir ótrúlega skemmtilegt að fá að vinna við og kenna tónlist. Beta er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Heilsa 26. mars 2022 11:31
Michael Bolton, Jewel, Macy Gray og Sisqó meðal þeirra sem keppa í bandaríska Eurovision Bandaríska útgáfan af Eurovision fer af stað í dag og mun standa yfir í átta vikur undir nafninu Ameríska söngvakeppnin. Þar munu keppendur flytja frumsamin lög sem keppa um atkvæði þjóðarinnar og eru margar stjörnur búnar að taka að sér hlutverk flytjanda. Lífið 21. mars 2022 15:30