Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2023 10:01 Loreen er talin langlíklegust til sigurs í Eurovision í Liverpool í ár. Svíar hafa skorað hátt hjá dómnefndum keppninnar síðustu ár en ekki alltaf átt upp á pallborðið hjá Evrópubúum þegar þeir taka upp símann. Jeff Spicer/Getty Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. Þegar þetta er ritað er hinni sænsku Loreen og lagi hennar Tattoo spáð sigri í Eurovision; 39 prósent líkur nánar tiltekið, segir á síðu Eurovisionworld. Loreen hefur setið ein að fyrsta sætinu um margra mánaða skeið, sat þar meira að segja keik þegar enginn hafði einu sinni heyrt lagið. Finnar hafa þó sótt í sig veðrið síðustu vikur, þeim er spáð öðru sæti á Eurovisionworld, og Frakkar hafa nýlega tekið þriðja sætið af Úkraínumönnum, sem eru nú í því fjórða. Spánverjar eru svo í fimmta sæti. Reynir Þór Eggertsson Eurovision-sérfræðingur er búsettur í Helsinki, raunar nýorðinn finnskur ríkisborgari. Eurovísir fékk Reyni til að greina keppnina í ár; hann er fyrsti viðmælandi þáttarins hér fyrir neðan. Telur að Finnland vinni símakosninguna Reynir er þokkalega ánægður með keppnina í Liverpool. Sjálfur er hann hrifnastur af sínum manni, Finnanum Käärijä og lagi hans Cha Cha Cha. Þá er Reynir einnig ánægður með franska framlagið Évidemment og hið breska I Wrote A Song. Allt framlög sem spáð er góðu gengi í keppninni. En á eitthvert þeirra, eða önnur framlög ef því er að skipta, séns í Loreen? Reynir Þór Eggertsson, Eurovision-sérfræðingur, heldur með Finnum í Eurovision í ár. Enda lagið hlotið afar jákvæðar viðtökur - og Reynir sjálfur nýorðinn finnskur ríkisborgari.úr einkasafni Reynir telur svo vera. Sænskur sigur sé ekki öruggur. „Ég held að þetta verði svolítið keppni á milli símakosningar og dómnefndarinnar. Hvað gera dómnefndir við Finnland? Taka þeir sama pól í hæðina og með Hatara, setja hann neðar en 15. sæti? Eða verða þeir með hann inn á topp fimm? Ef svo er held ég að Finnland vinni. Og ég held að Finnland vinni símakosninguna,“ segir Reynir. „Svo er spurning hvað símakosningin gerir við Loreen. Ég held að hún verði mjög ofarlega hjá dómnefndunum og þó að aðdáendurnir séu að fara yfir um margir hverjir þá er það út af atriðinu, ekki út af laginu í flestum tilvikum. Og lagið er ekki nógu sterkt þannig að þeir sem eru að bera það saman við Euphoria verða fyrir vonbrigðum. Hin sem kannski muna ekki eftir Euphoria muna ekkert endilega hver hún er. Þannig að ég held að hún gæti alveg tapað á því að vera sú sem hún er. Þetta er miklu opnara en tölurnar í veðbönkunum segja.“ „Við erum ekki með sigurkandídat“ Íslandi er eins og síðustu daga og vikur ekki spáð upp úr undankeppninni næsta fimmtudag. En Reynir Þór segir alls ekki alla von úti enn. Æfingatíminn sem nú er farinn í hönd geti skipt miklu máli. „Þegar fara að koma myndir og fólk fer að sjá hvaða breytingar hafa verið gerðar. Svo þegar fyrstu upptökur af hljóði og mynd fara að koma á samfélagsmiðla þá hefur það mjög mikil áhrif. Við sjáum að það er akkúrat þessi æfingatími sem breytir öllu. Þó að það sé orðið langt síðan 2014 þegar Conchita Wurst vann fyrir Austurríki, áður en æfingarnar byrjuðu var stuðullinn á henni 1:50 eða eitthvað svoleiðis. Síðan byrjuðu æfingarnar og hún flýgur upp,“ segir Reynir Þór. Eins og áður segir er Reynir Þór búsettur í Helsinki og hann lýsir rosalegri Eurovision-stemningu úti, enda Finnland eitt aðallaganna í ár. Hann hefur þó ekki orðið var við áhuga á íslenska laginu. Áhuginn hafi hins vegar verið mikill á framlögum Hatara og Daða Freys 2019, 2020 og 2021; Ísland vann Eurovision-þátt finnska sjónvarpsins þrjú ár í röð. „Stemningin í kringum Ísland er engan veginn eins og hún var fyrir tveimur árum af því að við erum ekki með sigurkandídat. Við erum með kandídat í 15.-26. sæti ef hún kemst í úrslit. En Diljá er æðisleg. Og hún átti sigurinn í söngvakeppninni skilið,“ segir Reynir Þór. Vill dómnefndirnar burt Stigagjafarfyrirkomulagi Eurovision var breytt fyrir keppnina í Liverpool. Stig dómnefndar gilda nú ekki á undankvöldunum tveimur heldur aðeins á úrslitakvöldinu. Reynir Þór vill dómnefndirnar burt. „Þetta er æðislega flott sjónvarp eins og þetta er núna en það er ekki gott fyrir keppnina þegar maður horfir upp á að aðalvandamálið núna eru dómnefndirnar. Það eru dómnefndir sem er verið að dæma úr leik. Nú hafa dómnefndirnar ekki áhrif í forkeppnunum en í grunninn eru einu vandamálin sem EBU hefur þurft að takast á við síðustu tíu árin í kringum kosninguna dómnefndir sem hafa svindlað.“ Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Þegar þetta er ritað er hinni sænsku Loreen og lagi hennar Tattoo spáð sigri í Eurovision; 39 prósent líkur nánar tiltekið, segir á síðu Eurovisionworld. Loreen hefur setið ein að fyrsta sætinu um margra mánaða skeið, sat þar meira að segja keik þegar enginn hafði einu sinni heyrt lagið. Finnar hafa þó sótt í sig veðrið síðustu vikur, þeim er spáð öðru sæti á Eurovisionworld, og Frakkar hafa nýlega tekið þriðja sætið af Úkraínumönnum, sem eru nú í því fjórða. Spánverjar eru svo í fimmta sæti. Reynir Þór Eggertsson Eurovision-sérfræðingur er búsettur í Helsinki, raunar nýorðinn finnskur ríkisborgari. Eurovísir fékk Reyni til að greina keppnina í ár; hann er fyrsti viðmælandi þáttarins hér fyrir neðan. Telur að Finnland vinni símakosninguna Reynir er þokkalega ánægður með keppnina í Liverpool. Sjálfur er hann hrifnastur af sínum manni, Finnanum Käärijä og lagi hans Cha Cha Cha. Þá er Reynir einnig ánægður með franska framlagið Évidemment og hið breska I Wrote A Song. Allt framlög sem spáð er góðu gengi í keppninni. En á eitthvert þeirra, eða önnur framlög ef því er að skipta, séns í Loreen? Reynir Þór Eggertsson, Eurovision-sérfræðingur, heldur með Finnum í Eurovision í ár. Enda lagið hlotið afar jákvæðar viðtökur - og Reynir sjálfur nýorðinn finnskur ríkisborgari.úr einkasafni Reynir telur svo vera. Sænskur sigur sé ekki öruggur. „Ég held að þetta verði svolítið keppni á milli símakosningar og dómnefndarinnar. Hvað gera dómnefndir við Finnland? Taka þeir sama pól í hæðina og með Hatara, setja hann neðar en 15. sæti? Eða verða þeir með hann inn á topp fimm? Ef svo er held ég að Finnland vinni. Og ég held að Finnland vinni símakosninguna,“ segir Reynir. „Svo er spurning hvað símakosningin gerir við Loreen. Ég held að hún verði mjög ofarlega hjá dómnefndunum og þó að aðdáendurnir séu að fara yfir um margir hverjir þá er það út af atriðinu, ekki út af laginu í flestum tilvikum. Og lagið er ekki nógu sterkt þannig að þeir sem eru að bera það saman við Euphoria verða fyrir vonbrigðum. Hin sem kannski muna ekki eftir Euphoria muna ekkert endilega hver hún er. Þannig að ég held að hún gæti alveg tapað á því að vera sú sem hún er. Þetta er miklu opnara en tölurnar í veðbönkunum segja.“ „Við erum ekki með sigurkandídat“ Íslandi er eins og síðustu daga og vikur ekki spáð upp úr undankeppninni næsta fimmtudag. En Reynir Þór segir alls ekki alla von úti enn. Æfingatíminn sem nú er farinn í hönd geti skipt miklu máli. „Þegar fara að koma myndir og fólk fer að sjá hvaða breytingar hafa verið gerðar. Svo þegar fyrstu upptökur af hljóði og mynd fara að koma á samfélagsmiðla þá hefur það mjög mikil áhrif. Við sjáum að það er akkúrat þessi æfingatími sem breytir öllu. Þó að það sé orðið langt síðan 2014 þegar Conchita Wurst vann fyrir Austurríki, áður en æfingarnar byrjuðu var stuðullinn á henni 1:50 eða eitthvað svoleiðis. Síðan byrjuðu æfingarnar og hún flýgur upp,“ segir Reynir Þór. Eins og áður segir er Reynir Þór búsettur í Helsinki og hann lýsir rosalegri Eurovision-stemningu úti, enda Finnland eitt aðallaganna í ár. Hann hefur þó ekki orðið var við áhuga á íslenska laginu. Áhuginn hafi hins vegar verið mikill á framlögum Hatara og Daða Freys 2019, 2020 og 2021; Ísland vann Eurovision-þátt finnska sjónvarpsins þrjú ár í röð. „Stemningin í kringum Ísland er engan veginn eins og hún var fyrir tveimur árum af því að við erum ekki með sigurkandídat. Við erum með kandídat í 15.-26. sæti ef hún kemst í úrslit. En Diljá er æðisleg. Og hún átti sigurinn í söngvakeppninni skilið,“ segir Reynir Þór. Vill dómnefndirnar burt Stigagjafarfyrirkomulagi Eurovision var breytt fyrir keppnina í Liverpool. Stig dómnefndar gilda nú ekki á undankvöldunum tveimur heldur aðeins á úrslitakvöldinu. Reynir Þór vill dómnefndirnar burt. „Þetta er æðislega flott sjónvarp eins og þetta er núna en það er ekki gott fyrir keppnina þegar maður horfir upp á að aðalvandamálið núna eru dómnefndirnar. Það eru dómnefndir sem er verið að dæma úr leik. Nú hafa dómnefndirnar ekki áhrif í forkeppnunum en í grunninn eru einu vandamálin sem EBU hefur þurft að takast á við síðustu tíu árin í kringum kosninguna dómnefndir sem hafa svindlað.“ Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool.
Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01