Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Frá Man City til Real Madríd

    Caroline Elspeth Lillias Weir hefur samið við Real Madríd. Hún lék síðast með Manchester City en þetta er í fyrsta sinn sem hin 27 ára gamla Weir fer út fyrir Bretlandsteyjar til að spila.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sjö leikmenn á útleið frá Arsenal

    Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal ætlar sér að losa sig við sjö leikmenn til viðbótar áður en félagsskiptaglugginn lokar í næsta mánuði til að fjármagna enn frekari kaup til félagsins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Þessir þurfa að sanna sig upp á nýtt

    Stærstu knattspyrnufélög Evrópu eru byrjuð að æfa fyrir komandi leiktíð. Þó nokkur félagaskipti hafa vakið athygli en mögulega eru það helst leikmenn sem eiga enn eftir að staðfesta hvar þeir spila á komandi tímabili sem hafa mest að sanna.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Mala­cia mættur til Manchester

    Manchester United hefur staðfest komu vinstri bakvarðarins Tyrell Malacia. Hann eru fyrstu kaup félagsins síðan landi hans Erik ten Hag tók við þjálfun Man United.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Bæði Manchester-liðin vilja Gna­bry

    Serge Gnabry, framherji Bayern München og þýska landsliðsins, virðist fáanlegur fyrir rétta upphæð. Hann á ár eftir af samningi sínum í Bæjaralandi og renna bæði Manchester-liðin hýru auga til leikmannsins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Full­komnar upp­­­risuna í Leik­húsi draumanna

    Christian Eriksen hefur samþykkt þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. Hann á eftir að setja blek á blað og gangast undir læknisskoðun áður en félagið getur tilkynnt Eriksen sem nýjasta liðsmann Rauðu djöflanna. 

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Man Utd segir Ron­aldo ekki til sölu

    Cristiano Ronaldo, hinn 37 ára gamli framherji Manchester United, er ekki til sölu ef marka má nýjustu fréttir frá Englandi. Ronaldo hafði óskað eftir sölu frá félaginu vegna metnaðarleysis á félagaskiptamarkaðnum. Þá komst Man United ekki í Meistaradeild Evrópu.

    Enski boltinn