Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Tuchel: „Þarf ekki mikið til að vinna okkur“

    Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var sár og svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Hann segir að liðið eigi erfitt með einbeitingu og að önnur lið þurfi ekki að gera mikið til að vinna Chelsea eins og staðan er núna.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Jóhann Berg og félagar unnu annan leikinn í röð

    Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley annan leikinn í röð í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld er liðið vann sinn annan deildarleik í röð. Lokatölur 2-0 gegn Millwall og Burnley situr nú í þriðja sæti deildarinnar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Aron Elís hafði betur gegn Stefáni Teit

    Miðað við fjölda Íslendinga í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í ár þá verða Íslendingaslagir nánast hverja helgi þetta tímabilið. Aron Elís Þrándarson og liðsfélagar hans í OB unnu rétt í þessu 1-2 útisigur á Stefáni Teit Þórðarsyni og Silkeborg í uppgjör Íslendingaliða í dönsku úrvalsdeildinni þessa helgina.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Kane sá um Forest

    Harry Kane skoraði bæði mörk Tottenham í 0-2 sigri liðsins á útivelli gegn Nottingham Forest í lokaleik 4. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Klopp: Gætum ekki borið meiri virðingu fyrir Bournemouth

    Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallaði eftir því fyrir leikinn gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag að leikmennirnir sínir sýndu almennileg viðbrögð við slæmri byrjun félagsins í fyrstu þremur umferðunum. Hann hafi þó ekki vilja niðurlægja Bournemouth á þann hátt sem Liverpool gerði

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Ég er hérna fyrir þessa leiki”

    Manchester City tókst að koma til baka gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag og vinna 4-2 eftir að hafa verið 0-2 undir í hálfleik. Norski markahrókurinn Erling Haaland skoraði þrennu í leiknum og var allt í öllu í endurkomu Englandsmeistarana. Haaland segist hafa komið til City til þess að spila akkúrat svona leiki.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Liverpool lék sér að Bournemouth

    Eftir erfiða byrjun í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í gang eftir sannkallaðan stórsigur gegn nýliðum Bournemouth í dag. Lokatölur 9-0 þar sem Roberto Firmino var allt í öllu í sóknarleik heimamanna.

    Enski boltinn