Ætlar að henda Manchester City og Liverpool af stallinum Smári Jökull Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 17:46 Jim Ratcliffe hefur sett sér háleit markmið sem einn af eigendum Manchester United. Vísir/Getty Jim Ratcliffe er formlega orðinn einn af eigendum Manchester United eftir að kaup hans á 27,7% hlut í félaginu voru samþykkt. Hann mun sjá um daglegan rekstur á öllu knattspyrnutengdu í félaginu og ætlar sér að skáka Manchester City og Liverpool. Kaup Ratcliffe hafa verið í deiglunni síðustu vikurnar en lengi vel leit út fyrir að Sjeik Jassim Bin Hamad Al Thani myndi kaupa öll hlutabréf Manchester United af Glazer-fjölskyldunni. Félagið INEOS sem er í eigu Ratcliffe mun nú taka yfir allan knattspyrnutengdan rekstur United og Ratcliffe er staðráðinn í að skáka Manchester City og Liverpool sem hafa verið sterkustu liðin á Englandi síðustu árin. Hann biðlar þó til stuðningsmanna United að vera þolinmóðir. „Við þurfum að læra af háværu nágrönnunum og hinum nágrannanum okkar. Þeir eru óvinurinn í lok dagsins,“ sagði Ratcliffe í viðtali þegar kaupin voru gengin í gegn. „Ég vil ekkert frekar en að henda þeim báðum af stallinum. Við erum þrjú félög í norðri sem erum mjög nálægt hvert öðru. Þau hafa verið á góðum stað í nokkurn tíma og við getum lært af þeim. Þeir eru með gott skipulag, gott fólk innan sinna raða og þar ríkir gott og kappsfullt andrúmsloft,“ sagði Ratcliffe og bætti við: „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim en þeir eru samt óvinurinn.“ Hann segir þó að breytingarnar hjá Manchester United muni ekki gerast á einni nóttu. Það muni taka hann tvö til þrjú tímabil að koma félaginu á þann stað sem hann vill sjá það á. „Það þarf að biðja stuðningsmenn um þolinmæði. Ég veit að heimurinn í dag vill fá árangur strax en það virkar ekki þannig í fótboltanum. Þetta er ekki tíu ára plan því þá myndu stuðninsmennirnir missa þolinmæðina. En þetta er svo sannarlega þriggja ára plan að ná þangað.“ Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira
Kaup Ratcliffe hafa verið í deiglunni síðustu vikurnar en lengi vel leit út fyrir að Sjeik Jassim Bin Hamad Al Thani myndi kaupa öll hlutabréf Manchester United af Glazer-fjölskyldunni. Félagið INEOS sem er í eigu Ratcliffe mun nú taka yfir allan knattspyrnutengdan rekstur United og Ratcliffe er staðráðinn í að skáka Manchester City og Liverpool sem hafa verið sterkustu liðin á Englandi síðustu árin. Hann biðlar þó til stuðningsmanna United að vera þolinmóðir. „Við þurfum að læra af háværu nágrönnunum og hinum nágrannanum okkar. Þeir eru óvinurinn í lok dagsins,“ sagði Ratcliffe í viðtali þegar kaupin voru gengin í gegn. „Ég vil ekkert frekar en að henda þeim báðum af stallinum. Við erum þrjú félög í norðri sem erum mjög nálægt hvert öðru. Þau hafa verið á góðum stað í nokkurn tíma og við getum lært af þeim. Þeir eru með gott skipulag, gott fólk innan sinna raða og þar ríkir gott og kappsfullt andrúmsloft,“ sagði Ratcliffe og bætti við: „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim en þeir eru samt óvinurinn.“ Hann segir þó að breytingarnar hjá Manchester United muni ekki gerast á einni nóttu. Það muni taka hann tvö til þrjú tímabil að koma félaginu á þann stað sem hann vill sjá það á. „Það þarf að biðja stuðningsmenn um þolinmæði. Ég veit að heimurinn í dag vill fá árangur strax en það virkar ekki þannig í fótboltanum. Þetta er ekki tíu ára plan því þá myndu stuðninsmennirnir missa þolinmæðina. En þetta er svo sannarlega þriggja ára plan að ná þangað.“
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira