„Ég gæti verið að deyja hérna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2024 09:00 Tom Lockyer ræddi við Jamie Redknapp á Sky Sports fyrir leik Luton Town og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Getty/Shaun Botterill/ Luton maðurinn Tom Lockyer viðurkenndi í viðtali við Sky Sports að hann hafi óttast það að hann væri að deyja þegar hann hneig niður í leik Luton á móti Bournemouth í desember. Leikurinn fór fram 16. desember og var hætt eftir að hjarta Lockyer hætti að slá þegar 59 mínútur voru liðnar af leiknum. Sjúkraliðum og læknum á vellinum tókst að lífga hann við og Lockyer eyddi síðan fjórum nóttum á sjúkrahúsi þar sem hann fékk græddan í sig bjargráð til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Annað skiptið Þetta var í annað skiptið sem Lockyer hneig niður á fótboltavelli en það gerðist líka á Wembley síðasta vor í úrslitaleiknum um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Tom Lockyer gives an account of his cardiac arrest and how he has been doing since pic.twitter.com/0DOF37hcPK— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 18, 2024 Hinn 29 ára gamli Lockyer vissi strax að atvikið á dögunum var mun alvarlegra og þá ekki síst vegna viðbragða læknaliðsins. Lockyer mætti í viðtal á Sky Sports fyrir leik Luton Town og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann ræddi þá atvikið og stöðuna á sér í dag. Gat ekki talað „Ég vissi um leið að þetta var öðruvísi. Í fyrra skiptið var eins og ég væri að vakna eftir draum en þegar ég vaknaði þarna þá fann ég fyrir algjörum tómleika. Ég sá það líka strax á andlitum sjúkraflutningafólksins, sjúkraþjálfaranna og liðslæknisins að þarna var meiri hræðsla í augum allra,“ sagði Tom Lockyer við Sky Sports. „Ég var svolítið áttavilltur, gat ekki talað og gat ekki hreyft mig. Ég var að reyna að átta mig á því sem hafði komið fyrir og ég man að ég hugsaði: Ég gæti verið að deyja hérna,“ sagði Lockyer. Lockyer sagði frá því að hann hafi dottið út í næstum því þrjár mínútur. Dó í tvær mínútur og 40 sekúndur „Eftir að þetta kom fyrir í maí þá hafði ég lítið upptökutæki á brjóstkassanum. Það sýndi að ég var úti í tvær mínútur og fjörutíu sekúndur,“ sagði Lockyer. „Ég er mjög þakklátur sjúkraflutningafólkinu, læknum félagsins og öllum þeim sem hjálpuðu mér þennan dag því án þeirra stæði ég ekki hér,“ sagði Lockyer. Lockyer sagði líka að faðir hans og kasólétt kærasta, sem var þá komin sjö mánuði á leið, voru bæði á leiknum afdrifaríka á Kenilworth Road. Tom Lockyer thought he could be dying after his cardiac arrest during Luton Town's game at Bournemouth - but says he wants to play football again.#BBCFootball— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) February 19, 2024 Lockyer segir að það sé ekki í sínum höndum hvort hann geti spilað aftur fótbolta en hann er engu að síður vongóður um það. „Læknarnir og sérfræðingarnir ráða því en ég verð að segja að ef það er möguleiki þá myndi ég elska það að koma til baka. Ég mun samt augljóslega ekki gera neitt sem læknarnir mæla gegn,“ sagði Lockyer sem var fyrirliði Luton liðsins. Afskrifar ekki neitt „Það er of snemmt til að gefa eitthvað út núna. Ég þarf að fara í gegnum miklu fleiri próf. Ég afskrifa ekki neitt en núna er barnið mitt í forgangi,“ sagði Lockyer. Hann segist hafa rætt við aðra leikmenn sem hafa komið til baka, leikmenn eins og Christian Eriksen, Daley Blind og Charlie Wyke. „Þeir töluðu allir um það að ég ætti að taka minn tíma í að átta mig á því hvað í raun gerðist,“ sagði Lockyer. „Kannski kemur það til með að bíta mig í rassinn en ég hef þannig séð ekki upplifað einhverjar tilfinningar tengdu þessu. Ég veit vel að ég bókstaflega dó þarna en ég hef verið nokkuð dofinn hvað það varðar. Kærasta mín er ófrísk og á von án sér á næstunni og það gengur fyrir núna,“ sagði Lockyer. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=108JwujpNk8">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Leikurinn fór fram 16. desember og var hætt eftir að hjarta Lockyer hætti að slá þegar 59 mínútur voru liðnar af leiknum. Sjúkraliðum og læknum á vellinum tókst að lífga hann við og Lockyer eyddi síðan fjórum nóttum á sjúkrahúsi þar sem hann fékk græddan í sig bjargráð til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Annað skiptið Þetta var í annað skiptið sem Lockyer hneig niður á fótboltavelli en það gerðist líka á Wembley síðasta vor í úrslitaleiknum um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Tom Lockyer gives an account of his cardiac arrest and how he has been doing since pic.twitter.com/0DOF37hcPK— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 18, 2024 Hinn 29 ára gamli Lockyer vissi strax að atvikið á dögunum var mun alvarlegra og þá ekki síst vegna viðbragða læknaliðsins. Lockyer mætti í viðtal á Sky Sports fyrir leik Luton Town og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann ræddi þá atvikið og stöðuna á sér í dag. Gat ekki talað „Ég vissi um leið að þetta var öðruvísi. Í fyrra skiptið var eins og ég væri að vakna eftir draum en þegar ég vaknaði þarna þá fann ég fyrir algjörum tómleika. Ég sá það líka strax á andlitum sjúkraflutningafólksins, sjúkraþjálfaranna og liðslæknisins að þarna var meiri hræðsla í augum allra,“ sagði Tom Lockyer við Sky Sports. „Ég var svolítið áttavilltur, gat ekki talað og gat ekki hreyft mig. Ég var að reyna að átta mig á því sem hafði komið fyrir og ég man að ég hugsaði: Ég gæti verið að deyja hérna,“ sagði Lockyer. Lockyer sagði frá því að hann hafi dottið út í næstum því þrjár mínútur. Dó í tvær mínútur og 40 sekúndur „Eftir að þetta kom fyrir í maí þá hafði ég lítið upptökutæki á brjóstkassanum. Það sýndi að ég var úti í tvær mínútur og fjörutíu sekúndur,“ sagði Lockyer. „Ég er mjög þakklátur sjúkraflutningafólkinu, læknum félagsins og öllum þeim sem hjálpuðu mér þennan dag því án þeirra stæði ég ekki hér,“ sagði Lockyer. Lockyer sagði líka að faðir hans og kasólétt kærasta, sem var þá komin sjö mánuði á leið, voru bæði á leiknum afdrifaríka á Kenilworth Road. Tom Lockyer thought he could be dying after his cardiac arrest during Luton Town's game at Bournemouth - but says he wants to play football again.#BBCFootball— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) February 19, 2024 Lockyer segir að það sé ekki í sínum höndum hvort hann geti spilað aftur fótbolta en hann er engu að síður vongóður um það. „Læknarnir og sérfræðingarnir ráða því en ég verð að segja að ef það er möguleiki þá myndi ég elska það að koma til baka. Ég mun samt augljóslega ekki gera neitt sem læknarnir mæla gegn,“ sagði Lockyer sem var fyrirliði Luton liðsins. Afskrifar ekki neitt „Það er of snemmt til að gefa eitthvað út núna. Ég þarf að fara í gegnum miklu fleiri próf. Ég afskrifa ekki neitt en núna er barnið mitt í forgangi,“ sagði Lockyer. Hann segist hafa rætt við aðra leikmenn sem hafa komið til baka, leikmenn eins og Christian Eriksen, Daley Blind og Charlie Wyke. „Þeir töluðu allir um það að ég ætti að taka minn tíma í að átta mig á því hvað í raun gerðist,“ sagði Lockyer. „Kannski kemur það til með að bíta mig í rassinn en ég hef þannig séð ekki upplifað einhverjar tilfinningar tengdu þessu. Ég veit vel að ég bókstaflega dó þarna en ég hef verið nokkuð dofinn hvað það varðar. Kærasta mín er ófrísk og á von án sér á næstunni og það gengur fyrir núna,“ sagði Lockyer. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=108JwujpNk8">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira